Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 36

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 36
Itrckinn — Framh. af bls. 33. magni, en það verður sennilega mun minna en 1918 vegna þess hve jökull- inn hefur minkað. Á leiðinni til baka benti Hjalti okkur á hól sem hlaðinn var mörgum vörð- um. Hann sagði að þessar vörður ættu sér merkilega sögu. Þarna hefði á sand- inum staðið blómleg byggð sem kallað- ist Skógarbyggð, en sandur hefði lagt hana í eyði. Síðastur fór karl einn sem ekki vildi hopa af hólmi. Hann hlóð varnargarð fyrir sandinum og þeir sem áttu leið um sandinn lögðu stein í garð- inn. Síðan hefur þetta verið talið gæfu- merki að hlaða þarna nokkrum steinum og þannig stendur á vörðunum. Þarna á sandinum rifjuðum við upp sögu strandsins, sem fyrr er getið. Það átti sér stað hinn 19. sept. 1667 er flagg- skip hollenzka Austur-Indíuflotans ,,Het Wapen van Amsterdam" strandaði. Á þessum árum geysaði í Evrópu stríð milli Hollendinga og Englendinga og skipið hafði siglt langt vestur fyrir Bret- landseyjar. Sunnan af íslandi skall á það ofsaveður með þeim afleiðingum sem fyrr er frá sagt. Þetta skip var hlað- ið dýrum farmi. Um hann segir Espólín í árbókum sínum: Klukkukopar einn hafði verið ballestin, en áhöfnin gull og perlur, silki, skarlat, pell og purpuri, káttún og léreft ærið og mörg dýrindi, einnig demantar og karbúnkúlar, des- merkettir og margt annað.“ Segir í gömlum heimildum, að farmurinn hefi verið metinn á 43 tunnur gulls. Eitthvað mun hafa bjargast af farm- inum og var það gert konungs eign. Þó mun allt sem bjargaðist ekki hafa kom- izt í hendur konungsmanna heldur farið í aðrar hendur. Segir svo í einum ann- áli: ,;Haldið var að margur yrði þá fingralangur fyrir austan.“ Einhvers staðar í sandinum mun því vera grafið gull og gersemar, en hvar það er vita menn ekki með vissu. Síðan þetta skeði hefur mikið vatn runnið til sjávar og sandurinn færzt utar og hann er fljótur að breyta sér. Þeir voru komnir í Dreka þegar við komum aftur að Skálm. Gestur í Skálmabæ var með þeim og þeir ætluðu að leggja strax af stað. Það síðasta sem við sáum til þeirr var að Drekinn var lagður út á svartan sandinn, reiðubúinn að leggja í vötnin á sandinum. Ilispursiney — Framhald af uls. 23. í dag, þegar ung stúlka mundaði skamm- byssu og hrópaði: „Þetta þýðir ekki peningana eða lífið!“ og skaut þrem skotum áður en hún hvarf inn í snyrti- herbergi kvenna. Meðan lögreglan var að búa sig undir áhlaup á virkið, gekk' stúlkan út eins og ekkert væri. Það var farið með hana í gæzluvarðhald, oð þar sagðist hún bara hafa ætlað að vekja ringulreið. Þetta studdi staðhæfingu hennar, að byssan var hlaðin kúlulausum skotum. Hh|a NÁTTKJÓLAK OG UNDIRFATNAÐUR Heildsölubirgðir: ö VALDEMARSSON OG HIRST H.F. Sími 38062 bonnie 36 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.