Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 18
Hann er tilbeðinn af þúsundum kvenna en samt segir hann, að eng- inn í heiminum sé jafn einmana og hann. Hann hefur orðið fyrir miklu mótlæti í einkalífi sínu, misst tvær eiginkonur og einkason sinn . . . Perry Mason er aSalsöguhetjan í nýju framhaldssögunni, sem hefst í þessu blaSi og hér segir frá lífi hans. Perry Mason í sjónvarpsþætti ósamt Lynn Huntingdon sem kjörin var ungfrú Amerika fyrir nokkrum árum. Raymond Burr er án efa einn dáðasti og þekktasti leikari heims í dag. Alls staðar þar sem sjónvarp er, er hann ,,á skerminum“ nokkrum sinnum í mán- uði. Raymond Burr sem hinn óviðjafnan- legi lögfræðingur Perry Mason, sem leysir öll vandamál. En að baki hinnar ævintýralegu velgengni hans liggur mannleg sorg, sem hefur gert hann að einum mest einmana og óhamingju- samasta manni heimsins. Þetta er sú bakhlið velgengninnar, sem fæstir vita um. Raymond Burr fær daglega fleiri þúsund bréf hvaðanæva að úr heimin- um frá ungum og gömlum, körlum og konum. Nokkur hundruð þessara bréfa geyma hjúskapartilboð til hins hávaxna og karlmanniega leikara og þar á meðal hafa verið tilboð frá vellauðugum kon- um, jafnvel frá ungum konum af aðals- ættum. Það hefur verið úr nógu að velja, en Raymond Burr hefur hingað til kosið einveruna. Stundum hefur verið talað um rómantískt samband milli hans og kvenstjarna í Hollywood en það hefur hinga til ekki orðið neitt úr því. Raymond Burr getur ekki gleymt þeirri sorg sem í hvert sinn hefur steypzt yfir hann, þegar hann virtist hvað hamingjusamastur. — Ég skil ekki, sagði hann nýlega i viðtali — að einn maður geti borið jafn mikið af andlegu mótlæti eins og ég hef orðið að þola. Það þýðir ekki fyrir yður að spyrja, hvaðan mér hafi komið styrkur, því að ég veit það ekki sjálfur. En ég skammast mín ekki fyrir að viðurkenna, að stundum hef ég verið að því kominn að gefast upp . . . Fyrsti sorgarleikurinn hófst með fyrsta hjónabandi Burr. Hann kvænt- ist hinni fögru Anette Sutherland, sem bæði var aðlaðandi og skynsöm stúlka og hjónabandið var álitið mjög ham- ingjusamt. Þau tvö lifðu hvort fyrir annað og hamingjan óx enn, þegar þau eignuðust son. Reyndar hafði Raymond Burr ekki svo mikið að gera á þeim tíma, því að langur tími leið, þangað til hann hafði heppnina með sér, en hann var ungur, ástfanginn og glaður. Svo skeði fyrsta slysið. Fjölskyldan ætlaði í orlof og ætlunin var sú, að þau fylgdust að. En sonurinn hafði verið lagður inn á sjúkrahús og það var ákveð- ið, að frúin færi fyrst, svo kæmi Burr á eftir. Nokkrum mínútum eftir að vélin lagði af stað frá flugvellinum .fyrir utan Hollywood með frú Burr um borð, hrapaði hún til jarðar. í marga mánuði talaði Burr ekki við fólk og vinir hans óttuðust, að hann væri að missa vitið. Að hann skyldi komast yfir það var í fyrsta lagi því að þakka, að hann átti 18 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.