Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 17
Ef allar minningar, sem finnast í heila eldri manns yrðu skrá- settar myndu þær fylla hundrað miljónir bóka. tilfelli. Sjúklingurinn var feit, fjórtán ára stúlka, sem legið hafði hreyfingar- laus í margar vikur. Aðeins augu henn- ar voru lifandi. Hún fylgdist stöðugt með, þegar læknar hennar gengu um og hún virtist alltaf ætla að segja eitt- hvað. En hún sagði aldrei neitt. Það varð að mata hana eins og smá- barn. Hún kyngdi hverju, sem sett var upp í munn hennar, en tuggði aldrei. Ef hægt var að fá hana til þess að hreyfa sig eitthvað, þá skeði það allt í ,,slow motion“. Ef hún var stungin með prjóni sýndi hún engin merki sársauka eða reiði en færði hönd sína hægt í burtu. Og þegar henni var kitlað undir iljum færðist aðeins veikt bros yfir varir hennar. Hún þáði súkkulaði bita, sem stungið var vandlega í hönd hennar. En hún var ekki að hafa fyrir því að færa sælgætið upp í munn, svo það rann að lokum úr hendi hennar niður á gólf. Stúlkan var læknuð með sérstakri skurðaðgerð. Læknar fjarlægðu lítinn hnúð eða blöðru, sem hafði tekið upp á því að vaxa nálægt efri enda heila- stofnsins. Tíu mínútum síðar settist stúlkan upp í rúminu og byrjaði að spyrja spurningar. Með tilraunum á öpum og öðrum dýr- um hafa menn getað framkallað svip- uð sjúkdómseinkenni. Apar með skemmdan heilastofn sitja til dæmis, uppréttir tímunum saman svo til hreyf- ingarlausir. En þetta eru ekki einu áhrifin, sem skemmdir á heilastofninum hafa. — Truflun á öðrum hlutum hans hefur í för með sér algjörlega gagnstæðar verk- anir. Dýrin verða ótrúlega rótlaus og stafsöm. Þau eru stöðugt á hreyfingu og unna sér hvergi hvíldar. í heilastofninum er sérstök svefnstöð og sérstök vökustöð. Þessar stöðvar stjórna svefni og vöku og ef þær skemm- ast hefur það oft einkennilegar afleið- ingar í för með sér. Stundum er hægt að lesa um menn í blöðum, sem ekki hafa sofið í langan tíma, jafnvel árum saman. Þessir menn hafa skemmda svefnstöð. Til eru svo aðrir, sem sofa vikum og mánuðum saman án þess að vakna. Þeir hafa skemmda vökustöð. Ekki alls fyrir löngu var gerð skurð- aðgerð á heilastofninum í litlum, svört- um kettlingi. Kettlingurinn vaknaði malandi úr svæfingunni. Hann lapti örlítið af mjólk, lék sér að litlum vír- spotta og byrjaði að elta skottið á sér. f raun og veru var hann algjörlega heilbrigður — nema að einu leyti. Hann þurfti engan svefn. í vikur lifði hann eins og ekkert hefði ískorizt en þá hvarf hann á dularfullan hátt. Enginn getur enn skilið hvernig honum tókst að sleppa úr lokuðu búri og lokuðu her- bergi. Ef til vill er hann einhvers stað- ar á vappi í Bandaríkjunum, lítill svartur köttur, sem ekki getur sofið. Heilastofninn er endastöð allra skyn- tauga. Þanga koma taugar frá augunum og eyrunum, sem flytja boð um það, hvað maðurinn eða dýrið sér eða heyrir. Aðrar skyntaugar koma með boð um ilm eða brögð frá munni og nefi, og frá öllum hlutum líkamans koma taug- ar, sem segja til um snertingu, hita og kulda, eða sársauka. Eftir að boðin hafa farið í gegn um heilastofninn sendir hann þau áfram til heilabarkarins eftir sérstökum milli- taugum. Þó gerir hann það ekki fyrr en hann er búinn að sortera þau boð úr, sem honum þykja mikilvægust — og þá erum við komin að því sem er athyglisverðast við heilastofninn, og sem reyndar sannar að minniS hljóti aS vera staSsett aS mestu leyti í honuni: hann stjórnar athyglinni. Stjórn athyglinnar. Millitaugarnar, frá heilastofninum greinast og liggja til flestra hluta heila- barkarins. Það fer algjörlega eftir því, hvar hinar straumleiðandi millitaugar lenda, hvað meðvitundin skynjar. Séu straumar í millitaugunum, sem liggja til heilabarkarins í hnakkanum, „sér“ maður eitthvað. Séu þeir í millitaug- unum, sem liggja til „heyrnarstöðvar- innar“ í heilaberkinum, „heyrir" maður Framh. á bls. 32. 17 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.