Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 37
Þegar skoðað var í veski stúlkunnar, kom í ljós að, hún heitir Minerva Mind- en, sem að minnsta kosti eitt dagblað hefur nefnt ærslafengna milljónaerf- ingjann frá Montrose. Þessi imgi milljónaerfingi, sem hef- ur áður gist lögreglustöðina virtist líta á þetta sem saklaust grín, en Carl Baldvin dómari leit öðnnn augum á málið. Þegar unga konan var tekin fyrir rétt, krafðist hann fjögur þúsund doll- ara tryggingar af henni. Ungfrúin var nokkuð miður sín þegar hún reiddi af höndum tryggingu í reiðu- fé og gekk út úr réttarsalnum. Hún á að mæta fyrir rétti klukkan hálftíu í fyrramálið til að standa fyrir máli sínu og þola dóm fyrir tiltækið.“ „Jæja,“ sagði Della Street þegar hún slökkti á tækinu. „Gætirðu ímyndað þér að þessi ærslafengni milljónaerf- ingi sé tvífari skjólstæðingsins okkar, hennar ungfrú Ambler?“ Það var barið hikandi á skrifstofu- dyrnar út á ganginn. Mason leit á úrið. „Fimmtán mínútur yfir fimm. Opnaðu ekki þessar dyr, Della. Farðu út gegn- um biðstofuna og segðu að búið sé að loka.“ Della hvarf fram og augnabliki síðar kom hún aftur. „Gettu nú!“ sagði hún. „Dorrie Ambler!" „Sá hún þig?“ Della Street hristi höfuðið. „Ég var bara rétt að opna þegar ég sá hana.“ Mason glotti, gekk til dyra og opn- aði þær. „Fröken Ambler,“ sagði hann. Hún hrökk við og snerist á hæli. „Komið inn,“ sagði Mason og hélt opnu. „Þér eruð þá í rauninni Minerva Minden, líka nefnd ærslafengni millj- ónaerfinginn frá Montrose.“ Hún mætti augnaráði hans með opin- skáu, stöðugu augnaráði. „Það er ég ekki!“ sagði hún. Mason hristi höfuðið. „Ég er hræddur um, að ekki sé mikið á neitun yðar að byggja, en þér um það. Eitt af því, sem til álita kemur, þegar ég ákveð þóknun frá skjólstæðingum mínum, er gjaldþol þeirra. Segið mér hvað sem þér viljið, en það kostar yður drjúgan skilding.“ „Þér skiljið þetta ekki,“ sagði hún. „Ég er smeykur um að ég geri það einmitt,“ sagði Mason. „Nú ætla ég að segja yður nokkuð. Ég fékk einkanjósnara til að veita yður eftirför. jæja, ungfrú Minden, mér þætti gaman að vita hvað Þér hafið á prjónunum." „Heyrið þér nú,“ sagði hún, „ég er ekki Minerva Minden. Ég er Dorrie Ambler, og það sem ég gerði í dag á flugvellinum var í því skyni gert að neyða Minervu Minden til að leggja upp spilin. En hún var slungnari en ég hélt.“ Áhugi Masons virtist vera vakinn. „Haldið áfram,“ sagði hann. Hún sagði: „Þetta byrjaði allt fyrir fjórum dögum, þegar ég svaraði auglýs- ingu eftir ungri konu, milli tuttugu og tveggja og tuttugu og sex ára að aldri, 160 cm á hæð, 50—52 kg á þyngd. í auglýsingunni voru boðnir 1000 dollar- ar á mánuði í kaup.“ „Haldið áfram,“ sagði Mason. „Einhver sendi mér í pósti auglýsing- una og ég sótti um starfið,“ sagði hún, „og það var eitthvað óhreint við þetta. Fyrst og fremst átti ég að fara í íbúð í gistihúsi og leggja þar inn umsókn. Ung kona sat við skrifborð, sem skilti hafði verið sett á: RÁÐNINGASTJÓRI. Þegar ég var búin að bíða í tíu mín- útur eða kortér, voru dyr opnaðar og maður sagði við mig: „Gerðu svo vel að koma hingað.“ Hann kvaðst vera aðstoðarforstjóri og sæi um ráðningar starfsfólks. Hann spurði mig fjölda spurninga um fortíð mína, foreldra, hvar ég hefði unnið áður og þar fram eftir götunum. Þá bað hann mig að standa upp og ganga um gólf.“ „Og svo?“ „Svo spurði hann mig hvort ég hefði gott minni og hvort ég væri fljót til svars við spurningum og fjölda margs í sama dúr, og að því búnu sagði hann: „Hvað voruð þér að gera að kvöldi þess 6. september?“ Það var nú ekki svo langt um liðið, og eftir dálitla umhugsun sagði ég hon- um að ég hefði verið heima. Þá bað hann um símanúmer mitt og sagði mér, að ég kæmi til athugunar í starfið.“ „Sagði hann yður í hverju starfið væri fólgið?“ „Hann sagði að þetta yrði dálítið óvenjulegt starf, að það væri trúnaðar- starf og ég mundi verða ljósmynduð í ýmiss konar fatnaði. Mig grunaði strax, að ég myndi eiga að sitja fyrir nakin, en því harðneitaði hann, þetta væri að öllu leyti lögum samkvæmt og siðsamlegt. Þá vantaði myndir af ungum dömum á götum úti, og ég mætti ekki láta mér bregða þó að einhver beindi að mér myndavél og tæki myndir, það yrði gert svo oft, að mér hyrfi öll feimni við það og ég yrði alveg eðlileg.“ „Hvað gerðuð þér?“ „Ég fór heim og eftir nokkra stund hringdi síminn og mér var sagt að koma aftur í gistihúsið, ég hefði orðið fyrir valinu.“ „Hvað svo?“ ,,Ég fór í gistihúsið, og nú var allt breytt. Það var enginn kvenmaður við skrifborðið, en þessi maður fékk mér pils, jakka og blússu og sagði að ég ætti að ganga í þessum fötum þangað til ég vendist þeim. Hann sagði, að næsta morgun ætti ég að vera við gatna- mótin á Hollywood- og Vinegötu og ganga fimmtíu sinnum yfir götuna. Síðan mætti ég fara heim.“ „Var einhver sérstakur þarna við gatnamótin?“ „Já maður með ljósmyndavél. Hann tók fjölda mynda af mér, en auk þess stundum af öðrum.“ „Gott. Haldið áfram. Hvað gerðist?“ „Mér hafði verið sagt að hringja í leyninúmer, þar sem mér yrði sagt fyr- ir verkum. Ég hringdi og mér var sagt, að ég hefði gert allt, sem ég þurfti þennan dag.“ „Hvað svo?“ spurði Mason. „Ég hringdi aftur í þetta leyninúmer, breytti röddinni og spurði eftir Mac. Maðurinn sem svaraði sagði að ég hefði fengið skakkt númer og spurði í hvaða númer ég hefði hringt og ég sagði hon- m það. Hann sagði: „Þetta er leyni ^íónustufyrirtæki Billings & Comntnn Það vinnur enginn Mac hjá okkur.“ “ „Hvað svo?“ „Svo,“ sagði hún, „leitaði ég upp skrifstofu Billings & Compton leyni- þjónustunnar og fór þangað til að heimta skýringar.“ „Hvað gerðist?“ spurði Mason. Dvergurinn í Valhöil TEIKNARI: THAYER FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.