Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 31

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 31
sannleikur í því að Erminio gerði henni upp orð, sem henni hefði aldrei dottið í hug að segja og að hann tæki kurteisi fyrir ást, Ettore fyrir sitt leyti var að missa þolinmæðina og eftir því sem hann sagði, hótaði hann blóðsúthelling- um. Sá tími kom, að ég þurfti að fara til Terni með vörubíl frænda míns. Svo að ég sagði við Erminio einn morg- uninn: „Því fyrr sem þetta er útkljáð því betra, auk þess þarf ég að fara. Komdu nú til Piazza Mastai á barinn og gerðu út um málið við Ettore og Fiammettu." „Ég fer ekki fram á meira,“ svaraði hann. Við fórum til Piazza Mastai og ég kallaði á Fiammettu út úr turninum og tók um handlegg hennar, ég tók líka um handlegg Erminio og gekk þannig inn á barinn og sagði: „Ettore, hérna eru trúlofuðu hjúin.“ Það var snemma og það var enginn á barnum. Ettore kom á augabragði fram fyrir borðið og hrópaði: „Sjáðu tii, er þetta brandari? Hvað meinarðu með trúlofuðu hjúin?“ „Við skulum setjast,“ sagði ég rólega. „Nú skulum við láta fara fram svolitla samprófun. Þú, Erminio, endurtekur bara það, sem Fiammetta sagði við þig í gærkvöldi.“ „Hún sagði,“ svaraði hann ófyrirleit- inn „að hún þyrfti að velja milli mín og Ettore, að hún vissi það og vildi aðeins fá svolítinn tíma.“ „Og þú, Fiammetta, hvað hefur þú að segja?“ „Að ég sagði hið gagnstæða, að hann hefði enga ástæðu til að gera sér vonir.“ „Já, en þú sagðir það á vissan hátt, eins og þú vildir gefa mér í skyn, að Kæri Astró. Með von um að þér svarið mér sem fyrst, þar sem það er í annað skipti, sem ég skrifa yður, því mér er farið að lengja svo eftir svari. Mig langar að vita um heilsuna, fjár- málin og svo hvort ég kemst ekki bráð- um til útlanda. Vinsamlegast sleppið fæðingarstað, stund, degi, mánuði og ári. Með fyrirfram þakklæti, Sædís. Svar til Sædísar. Á þeim þrem bréfum, sem þú hefur ritað þættinum má sjá að þú hefur sérstakan áhuga á að vita um möguleika á ferðum til útlanda. Níunda hús fellur í merki Vatnsber- ans, þannig að margar vonir þínar eru tengdar til útlanda eða jaínvel dvöl þar. Samskipti þín við útlönd yrðu þér þó ekki til sérstakrar ánægju ef af yrði, og litlar horfur eru á að þú getir komizt utan af eigin rammleik. Hins vegar eru aðrir þættir, sem benda til þess að vonir þínar rætist að einhverju leyti í þessu sambandi þó síðar verði, ég gæti haft svolitla von, þegar öllu væri á botninn hvolft.“ „Trúið því ekki.“ Ettore, sem hafði staðið með hendur á mjöðmum, skarst í leikinn á þessu augnabliki, hann leit út eins og villtur göltur. Hann gekk að Erminio og setti krepptan hnefann, sem var eins stór og barnshöfuð, undir nasir honum og sneri hnefanum eins og hann vildi láta hann þefa vel af honum og sagði svo: „Hér er þitt val, hnefinn eða ferð heim til Viterbo aftur. Og farðu nú ...“ „En ég. .“ „Farðu, ræfils tuskan þín, annars, jafnvel þótt þú sért frændi Alessandro, sem er vinur minn .“ Þegar við vorum komnir út úr barn- um, neri Erminio saman höndum. „Ég verð kyrr þar sem ég er,“ sagði hann. „Sástu hvernig hún horfði á mig? Og hvernig hún brosti til mín? Ég finn það, ég finn það, allt sem ég þarf, er að vera staðfastur, og þá kem ég því í kring. A, konur, konur, þú þekkir þær ekki eins vel og ég.“ „Hlustaðu nú á,“ sagði ég „hvers vegna kemurðu ekki með mér til Terni? Það verður ágætis ferðalag og við mun- um skemmta okkur vel.“ „í guðsbænum, ekki núna, þegar hún er að því komin að taka ákvörðun. Ég verð að vera hér. Ég verð að hamra járnið, meðan það er heitt.“ Svo að ég fór einn um kvöldið. Ég var í burtu í þrjá daga og kom að kvöldi hins fjórða. Ég fór af tilviljun til Piazza Mastai og sá, að Fiammetta var að taka til í turninum áður en hún lokaði eins og hún var vön á hverjum degi um þetta leyti. Ég fór yfir til hennar og hún sagði strax: „Mér þótti aðallega fyrir tilstuðlan náinna félaga þinna. Ég álít að þú eigir eftir að komast til talsverðra metorða í lífinu þar eð þú hefur bæði Mána og Úranus í tíunda húsi. Þú átt samt á hættu að verða bit bein rógtunga og ekki skaltu ávallt treysta því að þeir, sem eru brosandi viðmælendur þínir séu þér haldgóðir vinir. Þér mundi vegna vel í einhvers konar félögum, sem hefðu góðgerðar- eða mannúðarstarfsemi á stefnuskrá sinni. Hins vegar þarftu að varast að- gerðir öfundarmanna þinna. Þú hafðir Sól í merki Hrútsins á fæð- ingarstund og hefur því talsverðan metnað til að komast áfram í heiminum og jafnvel að skapa þér nafn. Hjálp vina þinna mun reynast þér mikils virði í þessum efnum og fyrir tilstuðlan þeirra mun mörg ósk þín rætast, sérstaklega ef um kynsystur þínar er að ræða. Karl- menn kunna hins vegar að reynast þér óáreiðanlegir. Svo að við víkjum aftur að ferða- lögum, þá eru ágætar afstöður í sam- bandi við stuttar innanlandsferðir, eða þá sjóferðir. Ágætt væri fyrir þig að miða ferðir þinar við að þú sæir, sem mest til sjávar eða vatns. þetta leitt með Erminio. En þetta var honum að kenna.“ „Hvað hefur komið -fyrir?“ „Hvað, veiztu það ekki? Ettore og honum lenti saman í gærmorgun. Til allrar hamingju voru nokkrir strákar frá bílskúr í nágrenninu viðstaddir til að skilja þá. En samt sem áður sló hann hann í andlitið og á eftir voru augu Erminio blá og bólgin. „Það er þér að kenna fyrir að vera með þetta daður.“ „Það er honum að kenna fyrir að vera svona þrjózkur. En veiztu hvað hann sagði við mig? „Þú hefur heimilis- fang mitt í Viterbo. Láttu mig vita strax og þú hefur tekið ákvörðun, þú gætir meira að segja sent mér sím- skeyti.“ ,Ah, ástin hindrar fólk í að sjá skýrt.“ „Algjör sannleikur." Nokkrum mánuðum síðar fór brúð- kaupið loks fram í kirkjunni San Pas- quale Bailonne. Eftir athöfnina" átti aS halda brúðkaupsveizluna á veitingahúsi í nágrenninu, í Via della Lungarina. Fyrir utan kirkjuna stalst ég burtu ásamt nokkrum öðrum gestum. Það rigndi og við vorum að flýta okkur, ég heyrði allt í einu nafn mitt kallað: „Alessandro." Ég sneri mér við og sá Erminio bendw mér frá þröngri götu. „Ég var í kirkjunni og fylgdist með allri athöfninni. Ég var nálægt altar- inu,“ sagði hann. „Falleg athöfn, var það ekki?“ „Og veiztu hvað? Hún sá mig, þótt ég feldi mig bak við súlu. Og aðeins augnabliki áður en hún sagði ,,Já“ við prestinn, sneri hún sér við og brosti til Framhald á næstu síðu. Ég held að þú þurfir yfirleitt ekki að gera þér miklar áhyggjur út af heils- unni fram yfir það, sem almennt ger- ist hjá fólki, þó að komi tími og tími, sem erfiðlega horfir. T. d. kann tíma- bilið umhverfis 43. aldursár þitt að reyn- ast nokkuð erfitt og gæti einnig komið fram á ástvinum þínum eða börnum. Talsvert mun reyna á álit þitt og heið- ur út á við 45. aldursár þitt og útlit fyrir að þú þurfir að gera ýmsar breyt- ingar til að komast betur í samræmi við þarfir líðandi stundar. 48. aldursár þitt verður með athafnameiri árum ævi þinnar og er þátttaka í félags- og menn- ingarmálum undir sérstaklega hag- kvæmum afstöðum þá. Þegar þú ert 51 árs eru mjög hagstæðar afstöður til ferðalaga, sérstaklega þegar um stuttar ferðir er að ræða. ★ FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.