Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 15

Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 15
KAGAVITA Þóra dóttir þeirra, nokkuð við sögu. Margar sagnir eru í minnum hafðar um séra Þorstein, eink- um um galdra hans, sérkenni- legt hátterni og fordæðuskap. Sú var ein, að hann hefði að morgni dags farið frá Útskál* um og reitt dóttur sína að baki sér, embættað að Bessastöðum, en seinnipart sama daginn sung- ið messu heima hjá sér á Út- i skálum. Brá hann sér þetta á gand- reið fram og aftur. En líklega hefur hann ekki þurft að messa oft á Bessastöðum, þar eð prest- ar voru þar jafnan. Þá er þess getið, að eitt sinn voru þau úti stödd, séra Þor- steinn og Þóra, dóttir hans. Voru þau að tala sín á milli um það, hvað margir fiskar væru í því og því skipi, er inn reri ósinn. Bar þeim saman að öllu, þar til skip eitt kom. Þá sagði séra Þorsteinn, að í skipinu væri 19 fiskar, en hún neitaði og sagði, að í því væru 20. Þrættu þau um þetta, gengu síðan niður í fjöruna og töldu fiskana, en þeir voru 19. Þá gekk Þóra að stórri löngu, risti hana á kviðinn og tók þar út nýja ýsu. — Of mikið hef ég kennt þér, sagði hann þá og sló hana utan undir. Eftir að séra Þorsteinn var orðinn rúmfastur af holdsveik- inni og blindur, skeði það að hann féll í barneignar hórdóms- mál með lítilsgildri kvenpers- ónu, er var þar á staðnum, Árnýju Hallsteinsdóttur að nafni. Vildi hann rengja barnsfað- ernisáburð Árnýjar af sér, nema það hefði hent, að vinnu- kona sín hefði verið fengin sér í rúmið í myrkri í eiginkonu stað. Árný játaði því, að svo hefði verið, þó með ráði og vitund konu hans. Kveðst konan hafa keypt það af henni að ganga í sinn stað, því að hún hefði haft viðbjóð á að samlagast honum með svo viðurstyggilegu sótt- fari. Þegar mál þetta var rannsak- að, þótti ótrúlegt að hann skyldi ekki hafa þekkt stúlk- una frá konu sinni, þótt myrkt hefði verið. Var um mál þetta haldin prestastefna á Útsálum 6. og 7. desember 1659 af Einari pró- fasti Illugasyni og fógetanum Tómasi Nikulássyni. Sór Árný upp á hann barnið og sönnuðu fjórar konur eiðinn með henni. Var prestur þá dæmdur frá embætti 1660. Kona Einars prófasts lét flytja bamið heim til móður Árnýjar. Kærðu hreppstjórar þetta á þinginu og spurðu hver barnið skyldi annast. Var þá ályktað, að það skyldi alast upp á fé séra Þorsteins. Fékk séra Þorsteinn máli sínu þannig fyrir komið, að hann fengi að verja sig á Al- þingi. Lét hann flytja sig í sæng sinni á kviktrjám sunnan úr Garði til Alþingis. Þegar þar kom, lét hann setja rúmið fyrir framan kór- inn í Þingvallakirkju. Vafði hann þar fremur málið með flækjum, heldur en að hann forsvaraði gerðir sínar. Lét hann síðan leiða sig fyrir búðir flestra höfðingja á Alþingi, til þess að hafa tal af þeim. Deildi hann fastlega um málið, þar sem hann gat því við komið, krafðist þess að verða sýknaður og fá að halda staðnum. Flestir sneyddu hjá að eiga við hann orðakast, enda var dómurinn staðfestur, séra þor- steinn sviptur embætti og skyldi hverfa frá staðnum. En brauðið var þá veitt séra Þor- leifi Kláussyni. Því var almennt trúað, að séra Þorsteinn væri kunnáttu- samur og myndi hann nú beita brögðum, þegar til þess kæmi að flytja hann nauðugan frá staðnum. Þótti hinu klerklega valdi, sem með málið fór, hyggi- legast að búast sem bezt um, þegar staðurinn yrði afhentur við brottför hans. Var séra Jón Daðason í Arn- arbæli fenginn til að svara og gegna brögðum karls. Þegar séra Þorsteinn átti að berast út úr baðstofunni, lét séra Jón rífa niður baðstofu- gaflinn og færa hann þar út, en ekki um karldyr. Séra Þorsteinn lét klæða sig og setja sig upp á gráan hest, sepi hann átti, og bað leiða hann undir sér kringum stað- inn. Lét séra Jón það eftir, að hann væri leiddur í kringum útikofa einn. Brann kofinn upp í björtu báli og skömmu síðar vissu menn engin efni til þess. Þá var klerkur fluttur á skipi sunnan úr Garði inn í Hafnar- fjörð, en ekki linnti skruggum og eldingum frá því hann var borinn á skipsfjöl og af henni aftur um kvöldið. Fluttist hann þá að Setbergi við Hafnarfjörð og bjó þar síðan á eignarjörð sinni, blind- ur og karlægur í 15 ár með Þóru dóttur sinni, þar til hann lézt árið 1675. Á dögum séra Þorsteins á Útskálum var galdratrúin í al- gleymingi hér á landi. Fólk var haldið hindurvitnum og nokkrir helztu embættismenn landsins stóðu fyrir ofsóknum á hendur galdramönnum. Var hinn mesti fjöldi galdramála tekinn fyrir á þessari öld, menn voru dæmdir til lífláts fyrir fjölkyngi og brenndir. Á árunum 1625 til 1685 voru 25 menn teknir af lífi fyrir galdra. Mátti svo heita, að eng- inn gæti um frjálst höfuð strok- ið fyrir gerningum og ofsókn- arbrjálæði einstakra manna. Margir tóku þá að yrkja sær- ingakvæði og galdraþulur. Séra Þorsteinn var einn þeirra. Hann lét lesa sér til skemmtunar það, sem í voru hindurvitni. Hann hóf síðan að yrkja á latínu. Liggur eftir hann lengsta kvæði þessarar tegundar, sem enn er til í hand- Framhald á bls. 40. 15 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.