Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 39

Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 39
— þau eru alveg sýnileg. Til að skipta um umræðuefni sagði ég: Og þessi við hliðina á Lucenti er Vivaldi. Þú kannast sjálfsagt við hana úr myndinni „Stattu kyrr eða ég skýt“. Rigóletta virti fyrir sér Vivaldi, töfrandi dökk- hærða konu gædda svo mikl- um kvenlegum yndisþokka og fjöri, að maður gæti haldið, að hún gæti vakið dauða til lífs- ins. Eftir augnablik sagði hún: — Guð almáttugur, eiga 'þessar að vera stjörnuvnar? ■ Santina sagði: — Talið bara ihreint út.....eiga þessar að vera stjörnurnar?" — Má ég geta mér til, hvernig þér ætluðuð að halda áfram? „Ef þetta eru stjörn- urnar, er ég þeim fremri.“ Ekki satt? Ekki satt? Rigóletta tók bersýnilega nú íyrst eftir háðstóninum og sagði: — Segið mér Signorina, þér eruð þó ekki að gera grín að mér? — Nei, ég skal vara mig á því. — Gigi getur sagt yður hver ég er. Gigi er einmitt að koma frá framleiðandanum, sem hef- ur beðið mig að koma í kvöld ,til að hann geti ráðið mig í eina af sínum næstu myndum. Mér til undrunar spurði Santina grafalvarleg: — Virki- lega? Hefur Gigi verið hjá Parodi fyrir yður? — Einmitt. Strax og unnt er vil ég leika í kvikmynd. Sjáið, hér eru myndir af mér, lítið á þær. Dásamlegar, dásamlegar. — Já, þær eru góðar, ekki satt? Santina sagði lágt: — Þú hefur aldrei viljað tala við framleiðandann, fyrir mig, Gigi, þótt ég hafi oft beðið þig urrí það. Ef þú hefur gert það fyrir þennan sjimpansa. Ég ætla ekki að reyna að, lýsa, hvað nú fór fram. Rigóletta réðst að Santínu TRÚLOFUNAR H R I N G A R ULRICH FALKNER oullsm LÆKJARGÖTU 2 2. HÆO og hrópaði: Segðu það einu sinni enn, ósvífna manneskja. Santina hrökklaðist aftur á bak og sagði: — Út af hverju eruð þér móðgaðar. Ef ég hef móðgað nokkurn, hljóta það að vera sjimpasarnir. Rigóletta reyndi að þrífa í baðkápu Santinu og opnaði hana og afhjúpaði brjóst San- tinu. Hún hrópaði: — Hvað nú, viljið þér nú einnig sjá vöxt minn? Fyrir alla muni verið ekki hlédrægar. Allir í veitingasalnum höfðu staðið á fætur til að horfa á. Santina hljóp út og kallaði til mm: — Við tölum saman! Svo gekk ég leiðar minnar með Rigólettu, bálreiður. Af til- viljun stóð Parodi fyrir utan og talaði við leikstjóra. Ég gat einfaldlega ekki þolað meira, ég vildi losna við Rigólettu svo fljótt sem auðið væri. — Sjáðu, þarna er Parodi. Þú þarft ekki að bíða þangað til í kvöld. Þegar hann er búinn að tala við manninn, farðu þá bara beint til hans og segðu: Ég er Rigóletta, sú stúlka, sem Rinaldi hefur sagt yður frá. Og hlustaðu vel á það, sem hann segir við þig. Hún leit á Parodi og sagði svo: —- Já, en veiztu hvað, ég vil ekki að hin verði enn afbrýði- samari, þegar hún sér, að ég er að tala við hann. Reyndar skil ég vesalinginn. Þú hefur gert dálítið fyrir mig, sem þú vildir ekki gera fyrir hana. Ég sagði: — Farðu bara, farðu bara rólega til hans. Nú hafði Parodi lokið við samtal sitt. Rigóletta lagði af stað og gekk þvert yfir torgið. Hún vaggaði á hinum hjólbeinóttu fótum sínum, taskan hékk úr hinum langa handlegg hennar hún líkist í raun og veru sjimpansa. Ég sá hana ganga til Parodi, tala við hann og opna töskuna og sýna honum myndirnar. Hann tók myndirn- ar, leit lauslega á þær og rétti henni þær aftur, svo lagði hann höndina á öxl hennar og talaði við hana. Þegar hann var til- búinn, klappaði hann henni brosandi á kinnina og gekk að bílnum sínum. Rigóletta stóð augnablik kyrr með hendurnar að síðunum, horfði á eftir bíln- um sem fjarlægðist og kom svo aftur til mín. Ég sagðist vilja fylgja henni eitthvað áleiðis. Við yfirgáfum kvikmynda- bæinn og fórum eftir akurgöt- unni í áttina að Tiberstíflunni. Þegar við vorum komin út úr bænum, sagði hún: — Hann var vingjarnlegur, reglulega vingjarnlegur. Hann spurði mig: — Hvers vegna viljið þér endilega gerast kvikmyndaleik- kona? — Og hverju svaraðir þú þá? — Ég svaraði: Ég hef hugsað mér kvikmyndirnar, því að það er mjög gott að taka af mér myndir eins og þessar myndir sýna og einnig vegna þess, að ég er viss um, að ég hef svo góðan framburð. — Hvað sagði hann? — Hann sagði: — Fyrir konu eins og yður yrði maður að gera myndir eftir máli. — Og hvað sagðir þú þá? — Ég sagði: — Gerið það Þá. — Hverju svaraði hann þá? — Hann svaraði: — Ég skal hugsa um það nánar og láta yður svo vita gegnum Rinaldi. Við vorum komin á engjarn- ar, sem liggja meðfram Tiber og vorum ekki mjög langt frá Porto di Roma. Rigóletta gekk á grasinu gagntekin af tilfinningum sín- um og söng með þanið brjóst, hár hennar blakti í vindinum. Skyndilega spurði hún: — Segðu mér, Parodi verð- ur ekki erfiður, ha? — Hvað áttu við með því? — Ég á við, er hann ekki hræðilega ágengur? Fyrst lagði hann höndina á öxl mína svo klappaði hann mér á kinnina. Ég vil ekki að hann geri sér neinar vonir. Hefðum við ekki verið stödd úti, þar sem allir gátu séð okkur, hefði ég gefið honum löðrung. f þetta sinn var ég orðlaus. Ég gekk við hliðina og vildi gjarna hafa spurt: — Sérðu raunverulega fljótið? Eða sérðu kannski í stað fljótsins mal- bikaða götu, sem bílar aka eftir? Og hvað sérð þú í stað geymisins við gasstöðina? Rjómatertu? Hún beygði sig niður til að tína gult blóm, sem hún stakk í hnappagat mitt. Svo sagði hún, meðan hún leitaði 1 tösku sinni: — Já, nú fer ég, þú átt að vinna. En taktu þessar sígarettur og hugs- aðu um mig, þegar þú reykir þær. Ég stóð með báða sígarettu- pakkana í hendinni, ruglaður og biindaður af birtunni frá himninum. Ég horfði á eftir Rigólettu, sem fjarlægðist eftir engjunum við Tiberstífluna, sem var þakin skýjabólstrum og hún dansaði. Cluggi aft götunni Framhaid af bio. 27. hugsa um, fór ég inn í prjóna- verzlun og keypti prjóna, mik- ið af mjúku gulu ullargarni og nokkrar léttar uppskriftir. Meðan ég blaðaði í mynstur- bókinni tók hin góða, gamla góða afgreiðslustúlka eftir því að ég var ekki með neinn hring og brosti. — Ég hélt reyndar, að það væri yðar eigið barn, sagði hún. Mig langaði til að segja, að það væri það, en það var eitt- bvað sem hélt aftur af mér. Þegar ég fór út úr búðinni, var ég orðin sjálfri mér reið og dá- lítið hrædd. Ef ég gat ekki við- urkennt það fyrir gamalli konu, sem ég myndi aldrei sjá fram- ar,og ekki hafa minnstuþýðingu fyrir mig, hvernig gæti ég þá gert það alla ævina? Það tók ekki betra við, þegar ég tók eftir, að ég stóð fyrir framan skartgripaverzlun og horfði á hringa. í skranverzlun lengra burtu kom ég auga á tóbaksdósir úr postulíni með M á lokinu og þær keypti ég handa Mavis. Svo var það John. Æ, hvað ég óskaði þess að geta keypt handa honum plötuspilara, en það end- aði með því að ég keypti handa honum belti úr marglitu leðri. Svo sótti ég bögglana í ritfanga- verzlunina og gekk heimleiðis. Við komum seint í jólaboð Doris. Ég hafði verið döpur allan daginn, en síðdegi?, þegar Toby var farinn út til að kaupa vínflösku til að hafa með sér í boðið til Doris, leið mér bet- ur og fór að klæða mig. En ekk- ert af því, sem ég átti, fór al- mennilega. Pilsin og víðu kjól- arnir mínir voru ekki nógu víð lengur. Það var ekki neitt lag á hárinu heldur. Þð hékk eins Framhald á næstu síðu. Shqdr tínsJbjL 5 ivuxtNna ER KJORINN BÍUFYRIR ÍSIENZKA VEGC RYÐVARINN. RÁMMBYGGÐUR, ' AFLMIKIU OG 6 □ Ý R A R I TÉKHNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ WNARJTRATI 12, ÍÍMI 3TMI FÁLKINN 39

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.