Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 42

Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 42
lindir Garðskagavita Framhald af bls. 40. ur. Þar kynntist hún Hallgrími, sem var við nám í Kaupmanna- höfn. Bundust þau tryggðum og varð það að ráði, að hann hætti námi og fylgdi henni til íslands. Guðríður hafði verið gift, áður en hún var hertek- in, en mun ekki hafa vitað, hvort maður hennar var á lífi, þegar þau Hallgrímur heitbund- ust. Svo reyndist, að maður hennar var látinn, þegar þau Hallgrímur komu til landsins. En almenningsandinn var á móti þeim, og sek voru þau að þeirrar tíðar lögum. Hallgrímur tók að stunda erf- iðisvinnu sér til framdráttar og eitthvað búhokur höfðu þau, en lifðu við fátækt og andstreymi, þar eð mjög var litið niður á samband þeirra Guðríðar. Og ekki virtust miklar líkur fyrir því fyrstu ár þeirra á Rosm- hvalanesi, að Hallgrímur fengi nokkurn tíma embætti. En hér höfðu frændur hans verið kenni- menn fyrr á öldinni. Afabróðir hans, Einar Hallgrímsson, hafði verið prestur á Útskálum, og síðan Bergsveinn, sonur Einars. Brynjólfur biskup Sveinsson vísiteraði um Suðurnes 1642. Sennilegt má teljast, að fund- um þeirra Hallgríms hafi þá borið saman. En tveimur árum síðar er Hallgrímur vígður að Hvalsnesi, Sagt er, að mörgum hafi þótt lítið til koma, að Hallgrímur fengi kennimannsembætti og hafi hann orðið fyrir kerskni og glettingum. Einkum er til- fært, að Torfi sýslumaður hafi lagt til hans í orðum. Herma sagnir, að þá er sýslumaður sá séra Hallgrím fyrst, þá lítt bú- inn til klæða, hafi hann sagt: — Þetta er líðilegur slordóni,“ en Hallgrímur hafi þá svarað með vísunni: Áður en dauður drepst úr hor drengur á rauðum kjóli, feginn verður að sleikja slor slepjaður húsgangs drjóli. Var þessara orða séra Hall- gríms minnzt, þegar Torfi sýslu- maður var dæmdur frá æru og embætti nokkrum árum síðar. En orsök þess, að Torfi sýslu- maður missti embætti var sú, að hann hafði veitzt að fátæk- um manni saklausum, haft við hann illyrði, kallaði hann skálk og skelmi og sagt, að hann haii logið og stolið sakramenti af presti. Fyrir þessi illyrði í garð sak- lauss manns var á Alþingi sótt mál á hendur sýslumanni. Var hann á þingi 1660 dæmdur í 73 marka sekt og einnig dæmd- ur frá æru og embætti. Vildi sýslumaður ekki svara þessu í fyrstu, en þá var gerð að hon- um aðför og teknar hjá honum 37 vættir smjörs og lest fiska. Voru því á sama þingi dæmd- ir frá embætti á Rosmhvalanesi bæði hinn veraldlegi og geist- legi embættismaður. En Torfi sýslumaður átti hauk í horni. Sonur hans og Þordísar frá Útskálum var Þormóður, sagna- ritarinn frægi. Var Þormóður í góðu vin- fengi við Hinrik Bjelke, hirð- stjóra konungs á íslandi, enda studdi Bjelke hann til virðinga og embættis sem sagnaritara við hirð konungs, Friðriks III. Hafði konungur miklar mætur á Þormóði fyrir lærdómsstörf hans. Þormóður tók upp mál föður síns og fékk því áorkað við kon- ung, að Torfi sýslumaður fékk frá konungi uppgjöf allra saka. Og ári síðar íékk hann aftur æru og embætti með konungs- bréfi, en sektarfénu var skilaS aftur úr fjárhirzlu konungs. Sigurður, bróðir Þormóðs, var þá kirkjuprestur í Skálholti. Hann gerðist sekur um hór- dómsbrot og var fyrir þær sak- ir vikið úr embætti. Þormóður útvegaði honum einnig uppreisn hjá konungi og síðan prestsskap að Melum í Melasveit. Og sagan heldur áfram að spinna þráð sinn. Gísl Framhald af bls. 21. þar margir hlutir til. Góð þýð- ing Jónasar Árnasonar rithöf- undar, leikstjórn Mac Anna, leiktjöld Gunnars Bjarnasonar og síðast og ekki síst frábær leikur leikendanna. Þetta er á margan hátt óvenjuleg sýning; hispurslaus og köld þrátt fyrir allt grínið. Við bregðum hér upp nokkr- um myndum frá frumsýning- unni. Fyrst úr sjálfu leikritinu og svo af nokkrum frumsýn- ingargestum. tg stla skreppa 1 briim ðmL atund, Stebbl, og J>ti ítt o3 vera beima og llta eftir í me9an Þi ekaltu'loko beðii djrrum og gluggum vel i eftlr Stebblf Eðo drepet ' bann loksins í brugginu? 42 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.