Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1963, Síða 30

Fálkinn - 21.10.1963, Síða 30
LITLA SAGAIM EFTIR WILLY BREIIMHOLST ÞRJÚ A TIMBURFLEKA Eftir margra ár taugaslítandi vinnu hafði Gilbert Morton, hinn þekkti bandaríski iðju- höldur, loks látið eftir sér að taka sér leyfi og var lagður af stað í hnattferð með lysti- skipinu Golden Anchor. Ferða- lagið varð nú ekki alveg eins og hann hafði hugsað sér það, því að til allrar óhamingju hafði kona hans, Patricia, heimtað að fá að leiðbeina honum á ferðalaginu, og þegar það er athugað, að hjónin höfðu í átján ár búið saman sem kött- ur og hundur, þá getið þér skil- ið, að ferðin olli nokkrum von- brigðum. Það vantaði ekki unga, kven- lega fegurð um borð — það var tækifærið til að komast í samband við hana, sem skorti. Patricia hafð augun í hnakk- anum. Hún sá og heyrði allt. Aðeins einu sinni gleymdi hún að líta eftir hinum kvensama eiginmanni sínum, nefnilega þegar Golden Anchor rakst á sker í kyrrahafinu og sökk á tæpum þremur mínútum. Eftir að hafa synt nokkurn tíma, kom Gilbert auga á timburfleka úr þykkum trjá- bolum, fleka, sem nokkrir ung- ir, ævintýraþyrstir bandarískir vísindamenn höfðu haft með sér á skipinu. Nú rak hann einn og yfirgefinn á hinu stóra hafi. Gilbert heppnaðist að bjarga sér upp á hann ásamt hinni þekktu sjónvarpsstjörnu, fegurðardrottningu og dægur- lagasöngkonu, Diönu Twist. Það getur vel verið, að Gilbert hafi rekið upp stór augu, er hann sá, hversu heppinn hann hafði verið. Hann hafði reyndar gefið Di- önu hýrt auga allan tímann og hann hafði það á tilfinningunni, að henni stæði ekki alveg á sama um hann. Þegar mesta skelfingin var liðin hjá, strauk hún hina votu ljósu lokka frá enninu og brosti til hans. Hann fann, hvernig hjartað byrjaði að slá óreglulega og flýtti sér að brosa á móti. Puh-ha ,sagði hún, hvílík skelfing. Gilbert gat ekki svarað. Höf- uð kom í ljós við rönd timbur- flekans og spjó vatnssúlu í höfuð honum. Það var Patricia. Æ, ert það þú? tautaði Gil- bert og hugsaði um það eina sekúndu, hvort hann ætti að berja á fingur hennar, svo að hún sleppti takinu, svo sigraði hið góða í honum — svo var hvössu augnatilliti Patriciu fyr- ir að þakka —o g hann fór að drasla henni um borð, en það var nokkuð sem var þrekraun, þar sem hún var næstum c og meðalstór hippopotamus, sem er fínt orð á flóðhesti. En um borð komst hún og við höf- um nú hinn sígilda þríhyrn- ing: Einn maður og tvær kon- ur á fleka einhvers staðar í Kyrrahafinu. Getur maður kraf- izt betra efnis í spennandi sögu? Við skulum sjá, hvernig það fer. Timburflekann rak frá staðn- um, þar sem Golden Anchor hafði sokkið. Sólin skein, en það var ekki heitara en svo, að hægt var að þola það. Það var nóg af vatni og niðursoðnum matvælum. Það voru ekki töluð mörg orð. Gilbert sat og horfði sljóum augum fram fyrir sig. Það, sem eitt augnablik hafði virzt ætla að verða heilt rómantískt æv- intýr, hafði hrunið til grunna við komu Patriciu og var sprungið eins og sápubóla. Di- ana var önnum kafin við að koma lagi á hinar ljósu krull- ur sínar, Patricia sat og sendi henni fjandsamlegt augnaráð. Þannig leið dagurinn. Sólin hvarf og það va'ð nótt, það komu stjörnur á himininn. Gil- bert gat ekki sofið. Hann stóð varlega á fætur og sá, að kon- urnar tvær, sem lágu með teppi yfir sér í sitt hvorum enda flekans, sváfu þungt. Honum hafði dottið nokkuð í hug. Úr björgunarkassanum dró hann fram stingsög og án þess að gera of mikinn hávaða, fór hann að saga sundur man- illakaðlana, sem trébolirnir voru bundnir saman með. Hann ætlaði einfaldlega að skipta flekanum í tvo jafnstóra hluta. Hann var að þessu meginhluta nætur. Loks gat hann með ánægjulegu andvarpi ýtt þeim hlutanum burt, sem hann sat ekki sjálfur á. — Vertu sæl, Patricia, taut- aði hann, við skulum vona, að þér verði bjargað. Þetta var fróm ósk, en Gil- bert var nú líka óvenju góð sál. Þann helming flekans, sem hafði verið sagaður frá, rak lengra og lengra burt og að lokum gat hann ekki greint hann. Með eftirvæntingarfullu brosi skreið hann að og beygði sig yfir hina sofandi fegurðar- drottningu undir teppinu, tók utan um hana og þrýsti ástríðu- fullum kossi á munn hennar. — Við erum ein, elskan! hrópaði hann hrifinn. Hún reis upp. Það var Patricia. Willy Breinholst. O0 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.