Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 35

Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 35
Fjallstindar. 375 g hveiti 2 Vz tsk. lyftiduft y4 tsk. muskat 2 tsk. kardimommur 200 g smjörlíki 150 g sykur 90 g rúsínur 50 g súkkat eða sultaður appelsínubörkur örlítil mjólk. Öllu þurru sáldrað í skál, smjörlíkið mulið saman við. Hrært vel saman með eggi og það mikilli mjólk, að deigið geti staðið í toppum. Sett með stórri teskeið á vel smurða plötu eða í lítil kökumót. Bakað við 225° í um 15 mín- útur. Kaffikaka með döðlum. 240 g hveiti 2Vz tsk. lyftiduft 3 tsk. kardemommur 100 g smjörlíki 2 tsk. kanell. 60 g súkkat 150 g saxaðar döðlur i/2 dl lútsterkt kaffi 1 egg, þeytt saman 1 dl mjólk. Hveiti og lyftidufti sáldrað í skál, smjörlíki mulið saman við, sykri, kryddi og döðlum hrært út í. Eggi, kaffi og mjólk hrært vel saman við deigið, sem sett er í vel smurt mót. Kakan bökuð við 200° í um 45 mínútur. Ef vill má hylja kökuna með kaffibráð, þegar hún er orðin köld. (240 g sáldr- aður flórsykur, 2 msk. kaffi, hitað saman, þar til volgt). Möndlu-kaffibrauð. 425 g hveiti 2% tsk. lyftiduft 3 tsk. kardemommur 50 g saxaðar möndlur 1 egg 100 g sykur 150 g smjörlíki IV2 dl köld mjólk. Öllu blandað saman, deigið hnoðað og búnar til 2 lengjur, sem flattar eru dálítið út með fingrunum. Bakað við góðan hita 1 15 mínútur. Skorið strax með beittum hníf á ská í um 1 cm breiða bita. Lagðir á skurðarflötinn á plötu, þurrkað í nokkrar mínútur í ofninum. Framh. á bls. 36. ■■■ ' .......................................................................... ' : sg,; lí '■ : ■ 'Vv p % mm ■■ ■ BOÐID UPP Á NÝBAKAD MEÐ KAFFINU 35 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.