Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 41

Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 41
- H PANDA DG TDFRAMAÐURINN MIKLI „Við skulum fara,“ sagði Goggi og leit á veggina. „Halló“ tautaði Plútanus, sem hafði fengið áhuga á sjónvarpi, sem hann rakst á. „Þetta verð ég að rann- saka.“ Á augabragði leystist hann upp í reyk ... Goggi, sem var að safna saman herfangi sínu, flýtti sér að dyrunum til að opna þær. „Læst,“ tautaði hann. „gerir ekkert til. Plútanus þarf ekki annað en muldra nokkur orð og þær opnast af sjálfu sér.“ Hann sneri sér við og spurði: „Herra Plútanus, vildir þú vera svo góður að...“ Hann þagnaði og horfði í kringum sig. „Hvar er hann?“ hrópaði hann. Já, hvar er hann? Goggi byrjaði að svitna mikið. „Ef greifinn finnur mig hérna,“ stundi hann. „Gerir hann út af við mig með einni af þessum byssum.“ Hann reyndi aftur að opna en varð ekkert ágengt. „Hvar ertu herra Plút- anus,“ hrópaði hann örvæntingarfullur. Það kom ein- kennilegt hljóð frá sjónvarpstækinu. Augu hans urðu kringlótt af undrun. „Þarna er hann,“ hrópaði hann. „Á tjaldinu.“ Hann fór að hreyfa takkana í þeirri von að frelsa töframanninn. Allt, sem hann hafði upp úr því, var að stækka höfuð Plútanusar mikið. „Komdu út, herra Plútanus,“ hrópaði Goggi. „Geturðu heyrt til mín.“ Töframaðurinn virtist skemmta sér konunglega inni í sjónvarpstækinu. „Mér datt aldrei í hug, að ég fyndi svona kyrrlátan stað í ytra heimi,“ sagði hann. „Komdu út, herra Plútanus,“ bað Goggi. „Við verðum að fara.“ Meðan Goggi var að tala við töframanninn opnuðust dyrnar og kraftalega vaxinn maður birtist. „Gerið það, herra Plútanus,“ hélt Goggi áfram og tók ekki eftir manninum. „Við verðum að fara áður en Greifinn kemur og fer að spyrja spurninga.“ „Hvernig væri þessi spurning," þrumaði dimm rödd bak við hann. „Hvað ert þú að gera í mínu herbergi?“ r'ÁLKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.