Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 11
Safnið seðlunum saman og
sendið alla í emu -
seðlarnir verða að vera
klipptir út úr blaðinu.
Dregið verður 20. desember
10 fXlkinn
VERDLAUNA-
GETRAUfJ FÁLKANS
SIJNBE/VMl - rakvél
SUIXIBEAIVI - strauvél
GETRAUNIN:
1. Eftir hvern er þetta erindi?
Hvað varð um yður, Austurstrætisdætur,
með æskuléttan svip og granna fætur,
sem ungir sveinar buðu í bíó forðum
og bekkjarskáldin vöfðu í hlýjum orðum?
2. Hér kemur bókarkafli:
„Það er þessa nótt, kyrra, vota og kol-
dimma nótt í marz, er allir liggja í fasta
svefni, að Ragnheiður og Elín vakna hér um
bil jafnsnemma án þess að vita strax, hvað
hefur vakið þær.
„Hér sé guð!“ er sagt í dimmum, lágum
róm á glugganum.
„Það var guðað á gluggann,“ segja þær
báðar í einu til að fullvissa sig um, að þær
hafi heyrt rétt.
Og báðar þjóta þær í einu fram úr rúminu.
„Hver er úti?“ hrópar Ragnheiður við
gluggann.
„Daði Halldórsson“, er sagt í eyra hennar,
með rúðuglerið á milli.“
Hér lýkur bókarkaflanum, og nú er spurn-
ingin: Hvað hét faðir þessarar Ragnheiðar?
(nafn og föðurnafn hans).
3. Hvað heitir kvæðið, sem þetta
erindi er úr?
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg,
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
Hér kemur þá fjórði hluti verðlaunagetraunar Fálkans.
Eins og áður hefur verið skýrt frá, er getraunin með
því sniði, að vinningar eru átta. Allt eru það heimilis-
tæki, sem við höfum keypt hjá sama fyrirtækinu, O. John-
son & Kaaber, og öll af vönduðustu gerðum, Philco,
Sunbeam og Vitesse. Stærstu verðlaunin eru Philco
ísskápur, sex kúbikfeta, sem kostar 10.693 krónur. Önn-
ur verðlaun eru Philco transistor útvarpstæki, sem kost-
ar 3349 krónur og þrjátíu aurum betur. Þriðju verðlaun
eru Sunbeam hrærivél, sem kostar 2862 krónur, fjórðu
vcrðlaun eru Vitesse hárþurrka, sem kostar 1752 krónur,
fimmtu verðlaun eru Sunbeam rafmagnspanna, sem
kostar 1575 krónur, sjöttu verðlaun eru Sunbeam dósa-
opnari, sem kostar 1235 krónur, sjöundu verðlaun eru
Sunbeam rafmagnsrakvél, sem kostar 1170 krónur og
áttundu verðlaun eru Sunbeam straujárn, sem kostar
568 krónur og fimmtíu aura.
____ ____ KLIPPIÐ HÉR ______ _______
SVÖRIN ERU:
4
1____________________________________
2
3
NAFN
HEIMILI
FÁLKINN 11