Fálkinn - 17.02.1964, Blaðsíða 12
ÞÆTTIR
ÚR ÆVI
JOHN F.
KENNEDY
VI. SEIVI VIÐ IVfllNNU
Joseph Kennedy sneri ekki
baki við stjórnmálunum, þegar
hann lét af sendiherrastörfum.
Útvarpsræðu hélt hann gegn
láns- og leigulögunum í janúar
1941. Um vorið flutti hann
ræðu við Oglethorpe-háskólann
í Atlanta og sagði þá: „Land
þetta skyldi ekki ganga til
ófriðar, sökum þess að við
unnum Churchill, en hötum
Hitler. Við megum ekki hemja
flóðbylgju þeirrar miklu breyt-
ingar, sem nú ríður yfir Asíu
og Evrópu. Tilraunum til þess
lyki með óförum og vansæmd
utanlands með vonbrigðum og
gjaldþroti heima fyrir.“ En
þegar Bandaríkin urðu stríðs-
aðili, sendi Joseph Kennedy
Roosevelt skeyti: „Tilnefnið
vígvöllinn. Ég bíð skipana
yðar.“ Skeytið komst ekki í
hendur Roosevelts. Allnokkru
siðar hitti Joseph Kennedy að
máli John McCormack þing-
mann, sem sagði honum að
Roosevelt hefði látið í Ijósi
undrun sína við sig, Joseph
Kennedy hafði ekki boðið
fram starfskrafta sína, í þágu
styrjaldarrekstursins. Þegar
Joseph Kennedy heyrði það,
skrifaði hann Roosevelt. Þeir
skiptust á nokkrum bréfum, en
Joseph Kennedy tók ekki við
starfi sínu í þágu ríkisins.
12 KALKINN
Joe lauk síðara prófi sínu
við Harvard-háskólann sumarið
1941. Hann gekk þá í flugh'er
flotans. í maí 1942 hlaut hann
liðsforingjatign og flugréttindi.
Til Englands var hann sendur
í septemer 1943. Hann varð
flugmaður á Liberator-flugvél
í flugsveit, sem fylgdist með
ferðum kafbáta í hafinu um-
hverfis Bretlandseyjar. Hann
var frábærlega öruggur flug-
maður. Þegar hann átti að baki
áskilinn flugstundafjölda og
hafði þannig áunnið sér tilkall
til áhættuminni starfa, taldi
hann flughöfn sína á að fljúga
annað tímabil til. Þegar því
lauk sumarið 1944, bjóst flug-
höfnin til heimferðar.
Kathleen varð blaðamaður
við Washington Times Herald
veturinn 1939—’40. Því starfi
sínu sagði hún lausu sumarið
1943 og gekk í þjónustu Rauða
krossins. Hún var send til Bret-
lands. Þar vann hún við her-
mannaheimili í Hans Crescent
í Knightsbridge í London. Ekki
höfðu fyrnzt kynni hennar og
Williams Cavendish, mark-
greifa af Hartington. Þagar
William Cavendish bauð sig
fram til þings í West Derbys-
hire í febrúar 1944, fékk hún
orlof til að styðja hann í kosn-
ingabaráttunni. Hann náði ekki
kosningu, en stuttu síðar til-
kynntu þau trúlofun sína. Þótt
jafnræði kunni að hafa sýnzt
með þeim, var meinbugur á
ráðahagnum. Cavendish-ættin
hafði verið í fylkingarbrjósti í
siðaskiptunum í Englandi á 16.
öld og hafði ávallt síðan verið
talin til máttarstólpa ensku
kirkjunnar. Aftur á móti var
Joseph Kennedy einn kunnasti
leikmaður kaþólsku kirkjunnar
í Bandaríkjunum og hafði af
henni þegið ýmsar vegsemdir.
Kaþólska kirkjan leyfir því
aðeins sóknarbörnum sínum að
ganga í hjónaband með mót-
mælendum, að börn, sem getin
verða í hjónabandinu, verði
alin upp í kaþólskum sið. Að
þeim kostum taldi William
Cavendish sig sem næsta her-
toga af Devonshire ekki geta
gengið. Hik kom þá á Kathleen,
en Joe taldi í hana kjark. Loks
féllst hún á borgaralega hjóna-
vígslu. Kathleen og William
Cavendish voru gefin saman í
hjónaband í maí 1944.
Eftir björgun skipshafnar-
innar á PT-109, dvaldi Jack
um hríð á sjúkrahúsi. Venja
var að veita orlof skipstjórum,
sem orðið höfðu skipreika. Jack
afþakkaði orlofið. Hann tók
við öðru skipi, hraðbát, sem í
tilraunaskyni ver verið að
breyta í fallbyssubát. Tundur-
skeytapípurnar vpru teknar úr
bátnum. í stað þeirra var kom-
ið fyrir tveimur litlum fallbyss-
um og nokkrum brynvörðum
vélbyssum. Jack steig 1. sept>
ember um borð í bátinn, sem
bar einkennisstafina PT-59.
Fjórir skipverja hans á PT-
109 fylgdu honum yfir á
þennan nýja bát. Breytingun-
um á bátnum var lokið 7 sept-
ember. Höfn bátsins var á Vella
Lavella-eyju við gamla kin-
verska verzlunarstöð, Lambu
Lambu. Japanir og Bandaríkja-
menn börðust þá um Choiseul-
eyju. Til hraðbátastöðvarinnar
í Lambu Lambu bárust 2. nóv-
ember þau fyrirmæli í skeyti
að senda hraðbát til strandar
Choiseul-eyju til að sækja flokk
landgönguliða, sem Japanir
höfðu umkringt á ströndinni.
PT-59 var annar tveggja báta,
sem lágu í höfn. Bátarnir voru
umsvifalaust sendir af stað. í
skeytinu hafði verið gefin upp
staðarákvörðun tveggja inn-
rásarskipa, sem verða áttu leið-
sögubátar þeirra. Hraðbátarnir
komu til Choiseul-eyjar um
sólarlag. Eftir nokkra leit
fundu þeir innrásarskipin, sem
biðu skammt undan staðnum,
þar sem Japanirnir krepptu að
landgönguliðunum. Innrástr-
skipin sóttu landgönguliðana
upp í fjöru. Að öðrum bátnum
kom leki, svo að PT-59 sótti í