Fálkinn - 17.02.1964, Blaðsíða 29
Austurbæjarbíó mun á þessu ári sýna margar
góðar myndir og skulu hér nefndar nokkrar þeirra
en þær verða kynntar hér nánar jafnóðum og þær
verða teknar til sýningar.
Af frönskum myndum má nefna „Ferðin yfir
eyðimörkina“ með Hardy Kriiger, Lino Ventura
og Maurice Biraud í aðalhlutverkum. Lögmál stríðs-
ins mjög þekkt mynd með Mel Ferrer, Peter Van
Eyck og Magali Noel. Af bandarískum myndum
má nefna Elmer Gantry, sem kynnt verður hér
í þessum þætti og Hvað kom fyrir Baby Jane?
Þá verður einnig sýnd hin heimsfræga mynd
Buster Keaton Hershöfðinginn sem er ein allra
bezta gamanmynd sem gerð hefur verið. Og síðast
en ekki sízt hina margumræddu Misfits, en það
var síðasta myndin sem þau léku í Marilyn Mon-
roe og Clark Gable. Þá verða sýndar ensku mynd-
irnar Meistaraverkið með Alec Guinness og saka-
málamyndin Föstudagur klukkan 11,30. Þá verður
einnig ítalska myndin Rocco og bræður hans sýnd
í Austurbæjarbíói.
Bókin Elmer Gantry eftir Sinclair Lewis kom
út í Bandaríkjunum árið 1927 og vakti miklar
deilur og umtal. Hún var bönnuð í Boston en
leyfð skömmu síðar þegar höfundurinn var sæmd-
ur Nóbelsverðlaununum. Hann var fyrsti ameríski
rithöfundurinn, sem fékk þau verðlaun. Bókin er
mjög bitur ádeila á hræsni og skinhelgi og hefur
önnur betri vart verið skrifuð. Mun því óhætt að
fullyrða að kvikmyndin á ekki síður erindi til
manna nú á dögum en bókin á sínum tíma.
Leikstjóri myndarinnar er Richard Brooks. Hann
gerði kvikmyndahandrit eftir sögunni en ekkert
kvikmyndafélag treysti sér til að gera myndina.
Það var ekki fyrr en hann kom að máli við Burt
Lancaster að úr þessu varð. Brook fékk Oscarverð-
launin fyrir handritið að þessari mynd.
Höfuðhlutverkið Elmer Gantry er leikið af Burt
Lancaster. Fyrir leik sinn í þessu hlutverki fékk
Burt Oscarsverðlaunin. Burt hefur leikið í um 30
kvikmyndum og síðan 1954 hefur hann framleitt
þær sjálfur. Fyrst hafði hann samvinnu við Harold
Hecht en árið 1958 bættist James Hill í hópinn.
Jcan Simmons fer með hlutverk Sharon Falconer.
Hún er fædd í Englandi en fluttist til Hollywood
um 1950. Þá hafði hún fengið fern alþjóðaverð-
laun fyrir kvikmyndaleik sinn og verið útnefnd
sem vinsælasta kvikmyndadís Englands. Hún hef-
Framhald á bls. 31.
Elmer Gantry í fararbroddi í herferð á eitt af gleði-
húsum borgarinnar.
AIJSTIJRBÆJARBÍÓ
SÝNIR
Elmer Gantry
Siðfcrðispredikarinn Elmer Gantry fær sér viskílögg hjá Jim
Lefferts blaðamanni.
FALKINN