Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1964, Blaðsíða 15

Fálkinn - 17.02.1964, Blaðsíða 15
ekki þetta.“ „Og eina nóttina rís ég upp alvakinn og Jrrki minningarljóð eftir Svein.“ D EFTIR 70 ÁR fergi yfir öllu. Eftir að við fórum framhjá Hvammi í Norður- árdal sá hvergi á dökkan díl. Og alls staðar voru ærnar að fara að bera. Það var ljóta ástandið. Við vorum átta saman í hóp og urðum illa úti í andliti vegna sólbruna. Það var glaðasólskin alla leiðina og ég hafði engin hlífðargleraugu, við reyndum að vefja okkur dulum og tuskum. Við vorum orðnir stórspilltir í andliti loks þegar komið var á leiðarenda. Og ekki var aðkoman falleg heima. Ég átti orðið sextán kindur þegar hér var komið sögu. Hafði þær í sérkofa. En við urðum að skera hvert einasta lamb jafnóðum og þau fæddust til að bjarga ánum. Á stöku stað stóðu auðir hnottar upp úr krapanum. Það var lítið sem þessir smátæku bændur áttu í innlegg um haustið. Þeir komust betur af sauðabændur, þeir fækkuðu bara sauðunum og hey- leysi skaðaði þá ekki. Þó bjargaðist hjá mér eitt lamb, tvæ- vetla sem ég átti hafði gengið upp og bar ekki fyrr en í ágúst. Árið 1911 staðfestir Hjálmar ráð sitt og gengur að eiga Önnu Guðmundsdóttur frá Holti í Ásum, merkiskonu og vel greinda. Þau bjuggu fyrstu búskaparárin á Holti, á hluta jarðarinnar en 1912 flytja þau að Mánaskál í Laxárdal og bjuggu þar í fjögur ár. Árið 1916 bregða þau búi fyrir norðan og flytja búferlum suður á Kjalarnes. Hjálmar keypti landnámsjörðina Hof þar sem hann hefur búið síðan. Það var á þeim árum sem Hjálmar kynntist hinu nafn- togaða alþýðuskáld,, Svein í Elivogum og urðu skipti þeirra löng og ekki ætíð sem vinsamlegust. Er af því mikil saga Við báðum Hjálmar að segja okkur frá skiptum sínum við Svein. — Já, Sveinn þóttist mikill vinur minn og þó lauk því svo að við elduðum grátt silfur og það jafnvel á opinberum vett- vangi. Leigðum að síðustu samkomuhús í Reykjavík og ort- um skammarvísur hvor um annan fyrir fullskipuðum sal. — Var þetta einhver skáldarígur‘> — Þetta byrjaði allt eftir að ég gaf út mitt fyrsta ljóða- kver. Það hét Geislabrot og kom út árið 1928. Um sama leyti gaf Kvæðafélagið út ljóðabók eftir Svein í Elivogum, sú heitir Andstæður. Nú var það svo að mín bók kom seint norður ea seldist undarlega vel. Sveinn gekk með sína bók á hver i bæ og mér er ekki grunlaust um að fólk hafi átt von á skammr- vísum ef það vildi ekki kaupa. Annars er fjarri mér að geia lítið úr Sveini sem skáldi. Hitt er annað að hann var ólánsmað- ur og mér liggur við að segja ótukt. Hins vegar var han í skarpgáfaður maður og fróður: Nú fer hann að yrkja skamm.r um mig og mína bók. Þetta barst mér til eyrna og setti ég þá saman nokkrar stökur og sendi honum í rauðkrítuðu bréfi, það þurfti hann að leysa út á pósthúsinu. Það þótti enn verra að þurfa að kaupa út skammirnar og til þess var leikurinn gerður. Nú líður og bíður. Þá kemur við hjá mér á Hofi ungur söðlasmiður sem var á leið norður í land, glannafengin r nokkuð. Hann spyr hvort hann eigi ekki að hafa með sér norður vísu til Sveins. Ég sagði sem var að ég ætti hjá Sveini vísu og með það fór hann. Þegar norður kom, hitti han \ Svein að máli og sagði að ég væri sáróánægður yfir því að fá ekki borgaða síðustu vísuna mína. Og það varð úr að Svein i sendi mér vísu. Og henni svaraði ég með vísu sem aldrei v • prentuð og kannski nokkuð tvíeggjuð. Þannig stóð á að Svein í var sakaður um að hafa tekið kind ófrjálsri hendi og ví ' það á allra vitorði. Árni á Geitarskarði gekk þó f málið cj var það látið niður falla. Þá orti ég um Svein: Sveinn í öngum sínum þröng er háður kyrjar söng við kámugt hjal, kroppar föng í Laxárdal. Sveinn varð æfareiður og hótaði mér málsókn. Nú frétti ég ekki af Sveini um sinn. Þá er það vorið 1935 að hrinpt er til mín frá Reykjavík í ofboði. Það var Einar frá Skelj - brekku, formaður Kvæðafélagsins. Segir hann mér að Sveir i í Elivogum sé kominn í bæinn og lesi upp skammir um m;g á samkomum. Sé nú illt í efni, segir mér að koma samstundis 15 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.