Fálkinn - 17.02.1964, Blaðsíða 42
Kapellan
Framhald af bls. 40.
ar af völdum eldgoss. Skaftár-
eldar urðu illur örlagavaldur
víða um land, og ekki sízt í
Skaftafellssýslu. Síðla um sum-
arið tók eldrennslið svo aust-
læga stefnu, að kirkjan á Núps-
stað var talin í hættu. Síra Jón
Steingrímsson fór 20. ágúst
austur að Núpsstað „og tók
þaðan allt hvað kirkjunni til-
heyrði og ég gat með mér
flutt“. 12. september segir síra
Jón í bréfi til Finns biskups
Jónssonar í Skálholti: „Er nú
áin (þ. e. Brunná) farin að
stíflast og eldur farinn að
kvikna austan til í Núpahraun-
um, hvað langt sem koma
kann .. . Áður hafði ég burt
komið skrúða kirkjunnar á
Núpsstað. En nú þá ég þetta
heyrði, fékk ég mér menn og
fór austur þann 6. hujus, tók
Núpsstaðafólkið til sakramentis
og embættaði í kirkjunni dag-
inn eftir. Var þar þá öskufall
svo mikið, að meira var myrk-
ur en dimma í kirkjunni.
Tók ég svo skrúða kirkjunn-
ar, bækur, peninga og ann-
að lauslegt til mín, hvað
sem upp á kynni að koma.
En með klukkurnar gat ég ei
í það sinn farið, og bað ég
Hannes á Núpsstað fyrir þær.
Ætla ég, ef guð þyrmir því
húsi og ég helzt hér við, að
embætta þar aftur, fólki því til
huggunar, sem að hvergi getur
nú flúið eður sér fyrir komið
og hefur ei annað í hyggju en
eyða ætinu sér til vetrarlangt“.
Þó fljótt sé farið yfir sögu,
er vert að líta aðeins við á
Núpsstað að afstöðnum mestu
hörmungum Skaftárelda. Árið
1785 býr þar ekkja Hannesar
Jónssonar, Guðrún Bjarnadótt-
ir en maður hennar og nær
helmingur heimilisfólksins er
dáið í harðindunum og af af-
leiðingum móðuharðindanna.
En þrátt fyrir það, að ömur-
legt sé að hugsa til örlaga fólks-
ins á Núpsstað, blasa við í
heimildum langtum hryllilegri
örlög, séu þær lesnar í kjölinn.
Um skeið fækkar heimildum
um Núpsstað. En árið 1809
á Núpsstaður kirkjusókn að
Kálfafelli, því Núpsstaðabænd-
um er gert að skyldu að halda
við kirkjugarðsveggnum á
Kálfafelli. Árið 1840 kaupir
bóndinn á Núpsstað jörðina og
öll jarðarhús, þar á meðal
kapelluna fyrir 400 ríkisdali.
Núpsstaðabændur héldu kirkj-
unni vel við og röskuðu ekki
gerð eða stærð hússins, þó að
því væri haldið við. Var
kirkjan notuð sem skemma, en
jafnframt gegndi hún fleiri
hlutverkum. Á stundum bar
ferðamenn að garði á Núpsstað,
bæði innlenda og útlenda. Var
þeim stundum fengin gisting
í kirkjunni fornu. Brezki ferða-
garpurinn og jökulkönnuður-
inn W. L. Watts gisti nokkrum
sinnum á Núpsstatí á árunum
1871—1876. Var honum fengin
gisting í kirkjunni og minnist
hann á dvöl sína þar í ferða-
bók sinni. Árið 1879—1880
fékk Einar sýslumaður Torlací-
us húsið til leigu og bjó þar.
4.
Eins og þegar er sagt
hefur kapellan á Núpsstað
gegnt margvíslegum hlutverk-
um. Hún var sóknarkirkja bæja
í afskekktri sveit, skjól ferða-
manna eftir erfiða ferð um
eyðisand og yfir illfærar jökul-
ár, bústaður tiginna vísinda-
manna og ferðamanna á um-
breytingaöld í íslenzku Þjóð-
lífi, aðseturstaður sýslumanns,
skemma bóndans á Núpsstað
og nú síðast helguð að nýju
sem bænhús til minja um
forna frægð og varðveizlu
bændanna á Núpsstað á hinu
forna húsi. Saga hennar er því
merk, svo merk að vert er á
líðandi stund að kynnast sögu
hennar og ferðamenn ættu
aldrei að koma svo að Núps-
stað, að láta það undir höfuð
leggjast að skoða hina fornu
kapellu.
Kapellan er sennilega sú
sama að stofni, er byggð var
skömmu fyrir 1657. Þá var
þar bóndi Einar Jónsson. Kap-
ellan hefur auðvitað verið
endurbætt og haldið vel við
síðan. En að stofni til er það
sama húsið er þá var byggt. Er
því hér um að ræða síðustu
sóknarkirkjuna á Núpsstað og
er það merkilegt margra hluta
vegna. Kapellan var 5 stafgólf
með standþiljum allt um kring,
timburgólfi í kór en hellugólfi
í framkirkju, bekkjum með
öllum veggjum, hálf þil norðan
kórdyra og lofti í fremsta
stafngólfi. í kirkjunni var alt-
ari með grátum og prédikunar-
stóll sunnan kórdyra (og því
var þar ekki þil). Hringur var
í kirkjuhurðinni, en ekki virð-
ist hafa verið skrá né lykill.
Um 1706 er sett skrá með lykli
í kirkjuhurðina og einhvern
tíma síðar hefur verið bætt
við þverbekkjum kvennmegin.
Auðvitað hefur kirkjan verið
endurnýjuð oft frá því um
1657, en ekki virðist hafa verið
byggð þar ný kirkja frá grunni.
Er það allmerkilegt, að Núps-
staðabændur skuli hafa sýnt
þessu húsi svona mikla ræktar-
semi eins og raun ber vitni.
Það er engu líkara en huldir
vættir hafi haldið yfir kapell-
unni vernd sinni.
Kringum kapelluna á Núps-
íg verð víst að
hrista hann og
hatta á að fá
kjaftshögg.