Fálkinn - 17.02.1964, Blaðsíða 13
sagði Joe við hann: „Gleymdu
því ekki, að þú ferð næstu ferð
með mér. En meðal annarra
orða, ef ég á ekki afturkvæmt,
megið þið skipta á milli ykkar
því, sem ég á eftir af eggjunum
mínum.“ Flugið i átt til eld-
flaugastöðvanna gekk tíðinda-
laust. En í þann mund, sem
flugmennirnir áttu að láta sjálf-
stýrisútbúnaðinn taka við
stjórn, urðu tvær sprengingar
í flugvélinni, sem tættist i
sundur. Lík hvorugs flugmanns-
ins fannst. Eftir Joe var nefnd-
ur tundurspillir: U.S.S. Joseph
P. Kennedy, Jr.
MST JOF
skotmál Japana landgöngulið-
ana, sem voru 40—50 að tölu
Landgönguliðarnir fylltu hvern
krók og kima á bátnum. Á fleti
Jacks var lagður særður mað-
ur, sem lézt áður en báturinn
náði til hafnar.
Um þetta leyti fékk Jack
þær fréttir, að Bobby bróðir
hans, þá 17 ára gamall, hefði
verið tekinn í flotann. Hann
skrifaði þá Bobby bréf og sagði:
„Fjölskyldan sendi mér úr-
klippur, þar sem þú sézt vinna
eiðinn. — Á myndinni varstu
eins og þú ætlaðir að ganga út
úr herberginu, grípa byssu
þína og skjóta nokkra Japani
fyrir hádegi. Eftir að ég hafði
lesið bréf pabba, skildist mér,
að kuldalegur, innilegur glamp-
inn í augum þér stafaði af um-
hugsuninni um þennan stóra
bakvörð í Groton, sem stöðv-
ar alltaf sóknina. Mér skilst,
að þú verðir þar 1. febrúar ...
Hittumst bráðlega vona ég.“
Þegar japanski tundurspillir-
inn hafði siglt á PT-109 hafði
Jack hlotið högg á bakið. Og
í sjóhrakningum þeirra skip-
verjanna hafði hann tekið
mýraköldu. Þegar leið á haust-
ið, duldist ekki, að hann var
hvíldarþurfi. Hann var leystur
frá skipstjórn 18. nóvember.
Hann var sendur til Banda-
ríkjamia og honum var falið
að þjálfa skipshafnir hraðbáta
í Mamu. Hann hresstist samt
sem áður ekki. Vorið 1944 var
honum veitt sjúkraleyfi. Hann
lagðist inn á sjúkrahús í Boston
og dvaldist á því eða við það
allt sumarið. Þar með var her-
þjónustu hans lokið.
Þegar Joe var að búa sig til
heimferðar ásamt flughöfn
sinni, var leitað eftir tveim
sjálfboðaliðum til að fljúga
sprengiflugvél til árásar á ein-
ar eldflaugastöðva Þjóðverja,
en þeir voru þá farnir að skjóta
eldflaugum, V-2, á enskar borg-
ir. Eldflaugastöðvarnar voru
svo vel varðar, að sprengjum
varð ekki varpað á þær úr
flugvélum. Til annarra ráða
þurfti að grípa. Það var að
lokum tekið til bragðs
að senda sjálfstýrða, hlaðna
sprengjuflugvél á eldflauga-
stöðvarnar. Flugmennirnir áttu
að láta sjálfstýrisútbúnaðinn
taka við stjórn flugvélarinnar
í nokkurri fjarlægð frá stöðv-
unum og stökkva síðan úr flug-
vélinni i fallhlif. Til þessa
verks bauð Joe sig fram. Hon-
um ásamt öðrum flugmanni
var fengin í hendur stjórn
slíkrar flugvélar. Undirforing-
inn, sem bjó flugvélina undir
flug, var kunningi hans. Um
leið og hann steig upp í flug-
vélina, en það var 12. ágúst,
pegar Josepn Js.ennedy barst
fréttin um dauða elzta sonar
síns, sinnti hann áfram störfum
sínum, en hann sat löngum
einn og hlýddi á sinfóníur af
plötum.
Liðlega þrem vikum eftir
dauða Joe féll William Caven-
dish í orrustu. Kathleen bjó
áfram í íbúð þeirra í 4 Smith
Square í Westminster, London.
Það hefur verið í frásögur fært,
að hún hafi stundum farið á
fætur í dögun til að hlýða
messu með þjónustufólkinu,
þegar hún um helgar gisti
sveitasetur brezka aðalsins.
Jack ákvað nokkrum dögum
eftir dauða Joe að taka saman
um hann minningarrit, sem
hann nefndi As We Remember
Joe, Sem við minnumst Joe.
Hann bað ættingja þeirra og
vini og kunningja Joe að
skrifa um hann. Meðal þeirra,
sem í bókina skrifuðu, voru
John F. Fitzgerald, Kathleen,
Harold Laski, Eddie Moore og
Ted Reardon.
Harold Laski sagði í minn-
ingargrein sinni: „Áhuga hafði
hann á hverju einu. Og honum
var gefin sú fágæta gáfa að
geta látið hrífast. Það, sem
hann tók ástfóstri við, tók hann
ástfóstri við af öllu hjarta.
Áhugi hans á stjórnmálum
risti djúpt og hann var stað-
ráðinn að leggja stjórnmál fyr-
ir sig; hann sat oft í vinnu-
stofu minni og brosti brosi,
sem var einskærir töfrar, þegar
honum var hlífðarlaust strítt
með þeim ásetningi sínum að
verða ekki neitt minna en for-
seti Bandaríkjanna.“ Kathleen
skrifaði: „Aldrei mun nokkur
hafa átt annan eins bakhjall
og ég átti, þar sem Joe var,
hina erfiðu daga fyrir giftingu
mína. Hann hughreysti mig
ávallt og styrkir mig í ákvörð-
un minni. Siðferðilegt þrek átti
hann í ríkum mæli...“
Um Joe skrifaði Jack:
„Honum vannst ekki létt. Ég
held að það sem hann áorkaði,
verði rakið til hinnar undar-
legu ákefðar hans við öll störf,
sem hann tókst á hendur. Ég
held að ég muni ekki nokkru
sinni eftir að hafa séð hann
halla sér aftur á bak i stól og
slappa af. Jafnvel þegar hann
sat kyrr, var sem hann legði
sig fram um að halda hreyf-
ingu í skefjum. Og samt sem
áður spratt þessi sífellda hreyf-
ing hans ekki af eirðarleysi eða
taugaóstyrk, heldur öllu frem-
ur af hinni áköfu hrifningu
hans við allt, sem hann sneri
sér að, og af hinu óvenjulega
úthaldi hans. .. . Það var sak-
ir vitundar þess, að framtíðin
byggi yfir fyrirheiti um mikil
dáð Joe, að dauði hans var
mikið áfall þeim, sem þekktu
hann. Veraldargengi hans var
svo tryggt og óhjákvæmilegt,
að dauði hans virtist rjúfa
náttúrulega skipan hlutanna.
En samt sem áður ber ævi Joe
svip þess fullgerða og það full-
gerða var fullkomnunin ... Og
hann átti ávallt trausta og
varanlega trú, — guð var aldrei
fjarri huga hans, — svo að ég
gat ekki varizt þeirri hugsun,
að á ágústdegi þessum, hátt
upp í sumarhimninum, „hafi
honum dauðinn síður verið að
leggja upp í ferð en að hverfa
heim.“
Jack lauk bókinni á þessur.i
Ijóðlínum Maurice Baring:
.... When Spring shall wake
the earth,
And quicken the scarred fields
to new birth,
Our grief shall grow. For what
can Spring renew
More fiercely for us than the
need of you.1)
H. J.
1) Þegar vorið vekur mold-
ina og hrærir upprifna akrana
til nýrrar fæðingar, vex sorg
okkar, því hvað getur vorið
ákafar vakið á ný en þörfina
fyrir þig.
FÁLKINN í)