Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1964, Blaðsíða 19

Fálkinn - 17.02.1964, Blaðsíða 19
ER HÆGT AÐ RANNSAKA ENDIJRHOLDGIiN VÍSINDALEGA Er unnt aS beita dáleiðslu til rannsókna á fyrra lífi Getur átt sér stað, að dáleitt fólk komist „í sarr- band” við fyrra líf sitt? Meðan á rannsókn minni stóð virtist mér ætíð svo sem fólk hefði af tilviljun orðið fyrir þeirri reynslu, að það hefði lifað fyrr .... til dæmis stúlkan í kvikmyndahúsinu í Liverpool, sem hélt að hún hefði verið þjónustustúlka lafði Grey, ung- versk telpa, sem allt í einu fór að tala spönsku og svo frv. Það er örðugt um vik að koma við vísindalegum rannsókn- um í þessum tilfellum nema um sé að ræða ótvíræða sönnun éins og átti sér stað um drenginn, sem vissi af líkinu í hell inum. En á seinni árum hefur vísindamönnum þótt ómaks- ins vert að rannsaka endurholdgun vísindalega. Flestir þeirra hafa reynt að finna leið til að skapa mönn- um reynslu eða „endurminningu“ um fyrra líf. Áður fyrr höfðu slíkir atburðir átt sér stað en þeir einbeittu sér að því, að koma þeim af stað þannig að hægt væri að rannsaka þá undir vísindalegri smásjá. Einhvern veginn urðu þeir að hafa áhrif á þær heilastöðvar, sem stjórnuðu endur- minningum frá fyrra lífi, ef það á annað borð var til. Flestum þeirra fannst hægast að beita dáleiðslu, í raun- inni kom fátt annað til greina. Tilraunadýrin voru dáleidd og látin ímynda sér að þau lifðu miklu fyrr. Þannig hafði dr. Lund farið með sænsku konuna, sem fyrr er sagt frá. Maður nokkur í Englandi leitaði nýlega til sálfræðings sakir þess, að hann gat ekki varist því að ganga sífellt milli rifa á gangstéttarhellunum. Hann virtist óttast það mjög, að Stíga yfir hinar örmjóu rifur, sem mynduðust milli hellnanna. Sálfræðingurinn var einnig dávaldur. Hann áleit að hann mundi ggta fengið manninn til að rifja upp ástæðuna fyrir þessum óttá með því að dáleiða hann......... en það virtist hvorki ganga né reka. Þá ákvað dávaldurinn, að færa mann- inn enn lengra aftur í tímann. Brátt kom að því að maðurinn var farinn að lýsa reip- rennandi daglegu lífi í Rómaborg mörgum öldum áður. Furðulegasta frásögn hans var á þá leið, að hann hefði verið þræll er reyndi að strjúka frá eiganda sínum. Hann lagði á flótta en týndi lífinu, er hann reyndi að komast yfir fljót. Hann hafði reynt að komast yfir með því að stikla yfir á steinum en hrapaði í fljótið og drukknaði! Þaðan var sprottinn ótti hans við að stíga yfir rifurnar milli gangstéttarhellna. Mörg dæmi eru þessu lík. Vísindamaður frá Liverpool dá- leiddi venjulega brezka húsfreyju í tilraunaskyni. Hún hafði hlotið miðlungsmenntun, hafði aldrei til Frakklands kornið og aldrei lagt stund á frönsku. Af tali hennar mátti ráða, að franska stjórnarbyltingin hefði þá nýlega hafizt. Hún lýsti meira að segja dauða Maríu Antoinette eins og hún hefði sjálf verið viðstödd. Húsfreyjan hélt því fram, að hún byggi við götu, sem héti Rue de St. Pierre, nálægt Notre Dame dómkirkjunni. Nafn hennar var Mariella Pacasse og bóndi hennar hét Jules. Þegar húsfreyjan vaknaði af dásvefninum talaði hún um, að hana hefði dreymt undarlegan draum. Þegar hún var yf- irheyrð á frönsku, rak hún upp stór augu og virtist ek!;i skilja orð. Rannsókn leiddi í Ijós, að í París var engin gata me5 þessu nafni. En það hafði vcrið gata, sem hét Rue de St. Pierre í grennd við Notre Dame fyrir 170 árum! Þannig mætti ætla að með því, að beita dáleiðslu, væ;i hægt að fá fólk til að rifja upp atriði úr fyrra lífi og sanna þannig eða afsanna kenninguna um endurholdgun. Ætla mætti að sérhver gæti skyggnzt um gáttir fyrra lífs ef dáleiðslu er beitt á réttan hátt. Mál af slíku tagi vakti gífurlega athygli í Ameríku fyr!r nokkru. Dávaldur dáleiddi frú Rut Simmons og ,,færði“ hana smám saman aftur í tímann, allt til þess að hún var lítið barn og að lokum enn lengra aftur og yfirheyrði hana um leið. Allt í einu fór frú Simmons, sem hafði aldrei komið út úr Ameríku, að lýsa lifinu í írlandi fyrir meira en 100 árum. Hún sagðist hafa fæðst sem Bridey Murphy árið 1798. Hún hélt því einnig fram, að hún hefði gifzt lögfræðingi að nafni MacCarthy og hefði dáið í Belfast árið 1864. Ruth Simmons hafði aldrei farið út fyrir landsteinanna og þó gat hún lýst nákvæmlega stöðum á írlandi, sem síðar kom í ljós, að voru til. Hún gat lýst ströndinni við Antrim gaumgæfilega. Hún mundi nafnið á skóla sínum — Miss Straynes School — og gat jafnvel lýst í smáatriðum húsi sínu í Belfast cg kirkjunni í grennd — kirkju heilagrar Teresu. Við frekari dáleiðslu gat hún rifjað upp dansa og söngva þessa tímabils, sagði hvaða götur væru steini lagðar og hverj- ar ekki og lýst öllu heimilishaldi, jafnvel búrreikningunum. Þegar málið var rannsakað var hægt að finna í skjala- söfnum upplýsingar um verzlanirnar sem Bridey Murpky hafði keypt í matinn! Þó voru ýmsar skekkjur í frásögn hennar. En þær ge! a hafa staðið af misminni. Sú staðreynd stendur óhögguð, að frá Ruth Simmo-- s liafði greinargóða vitneskju um daglcgt líf í Irlandi hundr- að árum áður, vissi um hluti.sem hún gat ekki hafa fræðct um á venjulegan hátt. FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.