Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1964, Blaðsíða 25

Fálkinn - 17.02.1964, Blaðsíða 25
stendur skrifað“, er viðkvæði múslema, sem þekkja lönd sin og landa. „Það stendur skrifað“ er líka eina viðhorfið, sem gerir ferðamanninum lífið bærilegt. Póstbíllinn, sem ekur þrisvar á viku milli Peshawar og Kabul beið niðri í húsagarði konsúlatsins. Ritararnir hrópuðu niður til bílstjórans að bíða eftir einum farþega enn meðan þeir gengju frá árituninni Sá greiði var auðfenginn. Brott- farartími er enginn ákveðinn. Haldið er af stað, þegar allir eru tilbúnir og látið nægja að ákveða aðeins brottfarardaginn. Að skilnaði — eftir mörg handabönd og góðar ferðaóskir — gáfu ritararnir mér þrjár myndskreyttar bækur um Afg- anistan og fimm ára framfaraáætlun konungsins fyrir land sitt og þegna. Þrátt fyrir allt hefur það í þessum löndum vissa kosti stundum, að vera skráður blaðamaður. Síðla morguns 21. október rann afganski póstbíllinn af stað út úr húsagarði afganska hússins í Peshawar og inn á um- ferðarmikla aðalgötu Qissa Khawani bazarins. Farartækin, að nokkrum bílum undanskildum — eru þar aðallega hest- vagnar og uxakerrur til vöruflutninga og léttakerrur með hesti fyrir til mannflutninga. Að auki má sjá lestir af ösnum og einstaka úlfalda með klyfjar á baki. Hér og þar í iðandi ös fjölbreytilega, en ekki að sama skapi vel klædds fólks, ber að líta tötrumklædda burðarkarla með kassa eða poka á baki ganga inn í þröngar hliðargöturnar, sem ekki eru færar öðr- um en gangandi fólki. Peshawar hefur stundum verið nefnd „hliðið að Mið-Asíu“. Khyberskarðið, sem er skammt undan, er greiðfærasta leiðin frá Indussléttunni inn á hálendi Afganista og Mið-Asíu og hefur frá fyrstu tíð í ríkara mæli en nokkuð annað skarð tengt saman sléttulöndin í suðri og löndin í norðri og vestri handan fjallagarðanna miklu, sem eru áframhald Himalaya- fjallanna í vesturátt. Friðsælir hirðingjar með hjarðir sínar og kaupmenn með vörur á úlfalda og asnalestum hafa farið nm þetta langa, hrjóstuga og hrikalega skarð frá ómunatíð. Fleiri hafa þó lagt leið sína um skarðið en þeir, og ekki allir friðsamlegra erinda. Ef til vill hafa ekki fleiri hermenn gengið yfir nokk- urt annað skarð í veröldinni. Khyberskarðið var aðalleið hins aríska kynstofns niður á sléttur Indus og Ganges fyrir 3500 árum. Það var leið Darí- usar Persakonungs, er hann lagði undir sig Indussléttuna. Um þetta skarð þrömmuðu hersveitir Alexanders mikla eftir að það hafði tekið þá fjögur ár að berja Afgana til undirgefni. Foringjar Mongóla, Tartara og Húna ruddust í gegnum þetta skarð með mannhjarðir sínar og drápu, rændu og brenndu. Ýmis fleiri herveldi, sem nú eru gleymd og óþekkt af öðrum en sagnfræðingum og grúskurum, ruddu sér leið um þetta Gamali Paþani í Peshawar. hlið að hinum frjósömu, hlýju og auðugu löndum suðursins. Afganar lögðu undir sig hluta af Indlandi um stund og síðar komu um þetta skarð Mógúuar, sem ríkt höfðu yfir Indlandi í rúmar tvær aldir, er Bretar tóku að ná því á sitt vald. Síðast börðust í Khyberskarði afganskar og brezkar her- sveitir, en Bretar áttu þrisvar í styrjöldum við Afgana, en þeim þó fæstum miklum. Urðu Bretar að síðustu að láta í minni pokann. Viðurkenndu þeir sjálfstæði Afgana nokkru eftir fyrri heimsstyrjöld og hefur Afganistan verið sjálfstætt ríki síðan. Enn má sjá í skarðinu skildi steypta í vörður, sem minna á þær brezku og indversku hersveitir, sem í skarðinu börðust. Skammt er til fjallanna frá Peshawar. Ekið er um þurra mela og gróðurlítið land. Sérkennileg hús Papana liggja & víð og dreif, en aðrar byggingar verða ekki á vegi okkar nema nokkrar herstöðvar. í nágrenni Peshawar eru aðalstöðvar Framhald á bls. 28 Paþanskt íbúðarhús með turni og háum gluggalausum útveggjum, eins og tíðkast hjá Paþönum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.