Fálkinn - 17.02.1964, Blaðsíða 14
„Um þær mundir bruggaði ég soldið — það
var ósköp lítið — bara soldið .... soldið .... “
„Það þætti saga til næsta bæjar ef við bænd-
urnir færum að gefa rollunum lyf, sem stein-
dræpi í þeim fóstrið! “
KRAFINN UM
FÁLKIM RÆÐIK VI» HJÁLMAR ÞOKSTEINSSON Á HOFI
Jörð var stirð af frosti og snjóhraglandi þegar við ókum í
hlað á Hofi ó Kjalarnesi árla hinn síðasta dag ýli en um það
leyti sem við snerum við heim helltist regnið úr lofti á freðin
túnin. Þannig höfðu einnig orðið veðrabrigði í lífi skáldbóndans
á Hofi, þar höfðu skipst á skin og skúrir á löngum ævidegi,
hann hafði lifað sínar rökkurstundir en einnig átt sín geisla-
brot.
Hjálmar Þorsteinsson á Hofi er löngu þjóðkunnur fyrir
kvæði sín og stökur sem margar hverjar hafa orðið landfleyg-
ar og yljað mörgum manninum um hjartarætur.
Eins og fleiri góð skáld er Hjálmar Norðlendingur að upp-
runa. Nánar tiltekið Húnvetningur. Hann er einn úr hópi
sjö systkina.
Hjálmar segir okkur að hann einn sinna systkina hafi hlotið
hagmælsku í vöggugjöf.
— Og það er sennilega af því að ég er undanvillingur.
— Undanvillingur?
— Já, það er nú saga að segja frá því, svarar Hjálmar
og brosir í kampinn. Ég veit hvenær ég er fæddur. Annars
veit ég sáralítið um fyrstu árin eftir það. Ég er fæddur á
Reykjum í Hrútafirði þann 5. september árið 1886. Þar bjó
pabbi þá. Þetta voru óskapleg harðindaár, hafís landfastur
og almenn harðindi og hallæri. Um þetta leyti flytja foreldr-
ar mínir búferlum suður yfir heiði, alla leið suður í Garð.
Og þá var nú ekki um annað að ræða en flytja allt á hrossum.
Þið getið ímyndað ykkur ferðalagið yfir hjarnbreiðurnar í
brunagaddi. Enda var ég dæmdur óferjandi, ég var skilinn
eftir, sex mánaðar piltkorn. Þess vegna var mér komið fyrir
til bráðabirgða. Það átti að sækja mig seinna þegar um hægðist.
Pabbi varð formaður suður í Garði. En það fór nú öðruvísi,
ég sá ekki pabba minn fyrr en eftir sautján ár. Ég lenti á
flandri, var hjá ýmsu fólki til skiptis, það er allt dáið og ég
veit ekki einu sinni nöfnin á því. Af einskærri tilviljun komst
ég að því seinna meir að ég hafði verið á Þingeyrum í hálft
ár, hjá hjónum sem hétu Björg og Pétur. En hvernig ég
kemst í þeirra hendnr, veit ég ekki. Nema hreppurinn hafi
14
ráðstafað mér. Og nú kemur ævintýri. Þessi Björg og Pétur
áttu ekkert barn, voru þarna sennilega í húsmennsku eins og
altítt var á þessum árum. Þau tóku ástfóstri við mig en gótu
ekki haft mig. Svo það varð úr að önnur hjón tóku mig að
sér, það voru Sigurlaug Hannesdóttir og Erlendur Hallgríms-
son frá Meðalheimi. Þau höfðu verið vinnuhjú hjá Möller
kaupmanni á Blönduósi en síðan fengið Bjarnarstaði í Vatns-
dal til ábúðar. Hjá þessum hjónum ólst ég upp og þau gengu
mér í foreldra stað á allan hátt. Þau voru mér afar góð og
þeim á ég margt gott að þakka. Þó var það aldrei ætlunin nð
ég ílentist hjá þeim. Ég mun hafa verið þriggja vetra þegar
mamma gerir sér ferð að sunnan gagngert til að sækja mig. En
fóstra mín vildi ekki fyrir nokkurn mun sleppa mér, sjálf
átti hún ekkert barn. Og það fór svo að mamma fór tómhent
suður aftur, ég rétt þekkti hana.
— Og föður þinn sástu ekki fyrr en löngu seinna?
— Þá var ég orðinn 19 ára, svarar Hjálmar. Pabbi og
mamma höfðu farið vestur um haf til Ameríku að freista gæf-
unnar en hrepptu hvorki gull né græna skóga. Mamma kom
heim aftur eftir tveggja ára dvöl vestra en pabbi varð að vera
eftir enn um þriggja ára skeið til að vinna fyrir farinu heim.
Hann gerðist nú formaður í Garði á nýjan leik og þá kem ég
til hans í vertíðarbyrjun árið 1906 Þetta var fyrsta kynning
við mitt fólk og ekki vildi ég hafa farið þess á mis að kynnast
föður mínum. Hann var í alla staði öðlingsmaður og af honum
lærði ég eiargt.
— Og varstu lengi með föður þínum?
— Nei, ég reri bara með honum þessa einu vertíð. Um
vorið fór ég norður aftur, fótgangandi. Þá var nú ekki ferð-
ast öðruvísi. Og það var ljóta aðkoman þegar heim kom, því
máttu trúa, vinur minn. Þá vorum við flutt að Mosfelli í
Svínadal og þar höfðu fósturforeldrar mínir búið í ellefu ár.
Jæja, við fórum með gufuskipi upp í Borgarnes og lögðum
þaðan af stað gangandi norður. Á leiðinni upp eftir fengum
við svo vont í sjóinn að gamlir skútukarlar af Akranesi urðu
þræl-sjóveikir. Og ekki tók betra við á landi. Þá var fann-
FALKINN