Fálkinn - 17.02.1964, Blaðsíða 43
stað er kirkjugarður. Er hann
ferhyrndur, með beinum veggj-
um, en mjög skakkhyrndur.
sama er að segja um kirkju-
grunninn, hann er ferhyrnd-
ur, en mjög hornskakkur. Eftir
að kapellan hætti að vera
raunverulegt guðshús og prest-
ar messuðu þar ekki lengur,
hurfu úr henni flestir kirkju-
legir gripir, sem þá voru eftir.
En Núpsstaðabændur héldu
sjálfu húsinu við, og notuðu
það aðallega sem skemmu,
auk þeirra nota, er þegar var
getið.
í maí 1958 var hafin viðgerð
kapellunnar á Núpsstað undir
umsjá þjóðminjavarðar. Vorið
eftir var svo viðgerðum haldið
áfram. Tek ég hér upp lýsingu
Gísla Gestssonar í Árbók Forn-
leifafélagsins 1961:
„Kirkjan nú að öllu væn og
nýuppgerð, 6 stafgólf alþiljuð
bak og fyrir og að báðum hlið-
um með reisiþili og steinhellu-
gólfi. Altari grátulaust, fjala-
gólf í kórnum. Bekkir um kór
og kirkju báðum megin. Hálf-
þil báðum megin milli kórs
og kirkju með pílárum undir
bita. Hurð á járnum með járn-
hring, skrá og lykli. Loft yfir
allri framkirkju. Kirkjan er nú
að innanmáli 5,2 m löng, þar
af kór rúmir 2 m, breidd við
austurgafl 2,5 m, en fram við
dyr 2,2 m, hæð frá hellugólfi
til lofts 1,80 m. Öll er hún
hornskökk að sínu leyti eins
og tóftin og kirkjugarðurinn.“
Sunnudaginn 3. september
1961 messaði prófasturinn í
Vestur Skaftafellssýslu, síra
Gísli Brynjólfsson, í kapell-
unni. Margt fólk var við mess-
una, aðallega úr Kálfafellssókn,
og reyndist kapellan taka á
milli 30 og 40 manns í sæti.
Að lokinni guðsþjónustunni
flutti Gísli Gestsson safnvörð-
ur erindi um sögu bænhússins.
En að þessu loknu buðu hús-
bændur á Núpsstað kirkjugest-
um upp á rausnarlegar veit-
ingar.
Þess er skylt að geta, að
aldrei hvarf öll helgi af kapell-
unni á Núpsstað. í tíð séra
Bjarna Þórðarsonar á Prests-
bakka árin 1884—1896, flutti
hann þar kvöldsöngva við og
við, og öðru hverju hefur verið
jarðað í kirkjugarðinum. Þegar
jarðað var í kirkjugarðinum,
voru líkin borin í bænhúsið
og sungið þar yfir þeim. Óvíst
er þó, að kirkjugarðurinn
hafi verið notaður á 19. öld
fyrr en 1882, að Margrét Eyj-
ólfsdóttir á Núpsstað var jörð-
uð þar.
Kapellan á Núpsstað er í
vitund manna á líðandi stund
merkilegt hús frá fyrri öldum.
En jafnframt er hún tákn um
tryggð fólks í afskekktri sveit,
um virðingu fyrir trú og erfð
forfeðranna, trú, sem var lif-
andi, sönn og frumstæð, bundin
horfnum minnum um fórnir og
bænheyrslu manna, er leituðu
til hins óræða í hættum og
þröng. Helgun Núpsstaða-
bænda á kirkjunni sinni og
trúin á hinn heilaga Nikulás,
ber glögg merki á líðandi
stund í varðveizlu hins forna
húss, og færir komandi kyn-
slóðum heim sanninn um mikla
rækt við fornar erfðir og virð-
ingu fyrir því er forfeðrunum
var helgast.
Heimildir: Árbók fornleifa-
félagsins, Islenzkt fornbréfa-
safn, Safn til sögu Islands,
Blanda Skírnir og nokkur út
lend rit.
Kvenþjóöit
Framhald ai bls. 35.
sinnum ★ takið 2 næstu 1. á
hjálparprjón og haldið honum
fyrir framan, 2 sl., því næst 1.
2 á hjálparprjóni sl., 2 sl. (1 br.
1 sl. í gegnum 1. fyrir neðan 1.
á prjóninum) 3 svar, 1 br.,
endurtekið frá ★ 2 svar til við-
bótar, (1 sl. í gegnum 1. fyrir
neðan 1. á prj., 1 br.) 4—5—
6—7 sinnum, 1 sl.
4. umf.: Eins og 2. umf.
Þessar 4 umf. mynda kaðla-
mynstrið.
Fylgið mynstrinu nákvæm-
lega, prjónið beint upp, þar til
síddin er sú sama og á bakinu,
þar sem handvegurinn byrjar.
Endið með umf. á röngunni.
Handvegshallinn: Tekið úr á
sama hátt og á bakinu, kaðla-
mynstrið látið halda sér, þar
til 22 1. eru eftir. Prjónið 2
umf. beint upp. Þá er tekið úr
fyrir hálsmáli: Næsta umf.
Réttan prjónuð 8 1., fellið 6 1.
af, prjónið 8 1. Næsta umf.
4 sl., 3 sl. saman, 1 sl. Takið
úr 1 1. við hálsinn í byrjun
næstu umf. og síðan í annarri
hverri umf. 4 sinnum. Fellt af.
Prjónið hinn helminginn eins.
Ermar: Fitjið upp 31—31—
35—35 1. á prjón nr. 5Ví og
prjónið 16 umf. brugðningu,
1 sl., 1 br. Sett á prjón nr. 6V2
og mynstrið prjónað eins og
á bakinu. Fylgið mynstrinu
nákvæmlega og aukið jafn-
framt út í um 1. hvorum me.gin
i 6—6—6—5 hverri umf., þar
til 59—63—67—71 1. er á.
Prjónað beint, þar til erma-
lengdin er 50 cm. Endað á
sléttri umf. Fellt af fyrir erma-
hallanum á sama hátt og á
bakinu, þar til 9 1. eru eftir.
Prjónið 4 umf. beint. Fellt af.
Hálslíning: Saumið ermarn-
ar við framstykkið beggja
vegna og annars vegar á bak-
inu. Látið réttuna snúa upp,
og takið upp á á prj. nr. 5Vz
10 1. við aðra ermina, 38 1. við
framstykkið, 10 1. við hina erm-
ina og 18 1. á bakinu. Prjónið
10 umf. brugðningu 1 sl., 1 br.
Fellt laust af slétt og brugðið.
Frágangur: Pressað léttilega
á röngunni. Saumið ermina við
bakið. Saumið hliðar- og erma-
saumana. Hálslíningin brotin í
tvennt inn að röngu, tyllt vel.
Allir saumar pressaðir.