Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1964, Page 21

Fálkinn - 13.04.1964, Page 21
— en. þeir hrifu okkur fremur til sin en hitt. Auk þess lærði ég ung að fara með byssu og þegar ég var níu ára gat ég skotið niður fugl á flugi. Þrátt fyrir æsku mína fór ég oft á antilópuveiðar. Fyrst grét ég sárlega þegar einhver veslings spepna var drepin, en smám saman vandist ég því og enn þann dag í dag tel ég mig ekki standa meðal kalrma karlmanni að baki á dýraveið- um. Árið 1944 ákváðu foreldrar mínir að senda mig í enska trúboðsskólann fyrir persnesk börn. Skólann rak ungfrú Eiden og var sá skóli ólíkt hreinlegri en aðrir skólar í Isfahan. Ætlunin var að ég byrjaði í sjöunda bekk, en fljótlega kom í ljós, að vegna hinnar marg- þættu og ágætu kennslu sem ég hafði notið, að ég var langt á undan bekkjarfélögum mín- um. Ég fékk því að hlaupa yfir þrjá bekki og tók lokaprófið fjórtán ára gömul í stað sautján. Heimsstyrjöldinni var fyrir nokkru lokið og móðir mín þráði að hverfa á ný til Evrópu. Tíu ár í Persíu hafði verið henni óralangur tími. Þar að auki hafði hana alltaf dreymt um, að börn hennar hlytu menntun á Vesturlöndum og aþr sem faðir minn hafði verið hagsýnn og snjall hafði hann efnast talsvert og hún hvatti hann óspart til að fara. Snemma árs 1947 fóru for- eldrar mínir til Sviss. Þau leigðu íbúð í Ziegel stræti, sem er í Wollishofenhverfi Zurich- borgar. Ég var send í skóla £ Montreux til að læra frönsku og þar var ég þar til haustið 1948, að ég var flutt í skólann Les Roseaux skammt frá Laus- anne. Þetta var mjög ánægjulegt tímabil. í skólaleyfum fóru foreldrar mínir með mig til Wengen og Lugano og á veturna til Gstaad og st. Morizt og þar komst ég í kynni við skíðaíþróttina og hafði sérstaka ánægju af skíðaferðum. En öllu mikilsverðara varð mér þó að á þessum skólaárum eignað- ist ég allmarga trausta og trygga vini. Nánasti vinur minn í La Printaniere var portugölsk stúlka að nafni Maria-Antonia Rebelo de Magalhaes, og ítölsk stúlka Maria Grazia Figori, sem lærði húsagerðarlist og býr nú í Róm. Meðan ég var í Les Rosesaux umgekkst ég sérstak- lega Wanda Papanicola frá Framhald í næsta blaði. ■ ' ' •. ' FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.