Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 10

Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 10
móti sér. Hann spurði aftur, hvernig ég hefði það og af ónauðsynlegri umhyggju. „Þú lítur vel út.“ Ég þakkaði fyrir. Hann handfjallaði einhverja pappíra. „Oh, James! Losaðu mig við þessi formlegheit, ég veit að þetta er út af erfðaskrá aum- ingja mömmu. Getum við ekki lokið þessu af? Hversu mikið erfi ég?“ „Það er einmitt mergurinn málsins." Svo kom dálítil þögn. Hann leit yfir til mín með ugluandlitinu sínu, skreytt stál- gleraugum (hvers vegna gat hann ekki notað hornspangar gleraugu?) og grár hárlokkur, allt of langur og mjósleginn féll út í annan vangann, eins og fortjald. „Martine, ég get ekki verið að leyna þig þessu lengur. Mál- ið er mjög alvarlegt, og það er ekki hægt að skýra þér frá þessu á þægilegan hátt. Þú færð ekki neitt." Óþægileg þögn. Ég sat aðeins og starði. „Þetta er dag satt, góða mín. Mér fannst ég yrði að segja þér þetta strax. Ég talaði við Don í New York í dag. Fyrirtækið gengur ekki vei hjá honum vegna verkfallsins í vélaiðnað- inum, og hann segir mér, að peningar Dot hafi verið upp urnir fyrir löngu. Don hefur séð fyrir þér siðustu árin, og nú getur hann ekki gert það lengur. Hann þarf að sjá um sín eigin börn. Dotty bað hann um að segja þér ekki, að pen- ingarnir hefðu verið hans. Hún viidi, að þú héldir að þeir kæmu frá henni. En þeir eru allir búnir. Þetta er allt og 10 FALKINN sumt, er ég hræddur um. Það er ekki eyrir eftir.“ „Ekki einn eyrir ...“ endur- tók ég. Það var eins og ég væri löm- uð. Þeir sögðu þér, að allt væri að hverfa, og þú trúðir þeim ekki, og svo gerðist það samt. Eitt augnablik hafði ég setið í stólnum hjá James og dingl- að fætinum. Ég var örugg, al- gjörlega viss, falleg og fær í flestan sjó. Nú, á einu auga- bragði hafði ég aðeins orðið ein af fjöldanum. „Ég geri ráð fyrir, að þú eigir enn eftir töluverða upphæð í bankanum af síðustu ávisun- inni, sem Don sendi þér,“ heyrði ég James segja, vin- gjarnlega. „Það mun kippa mál- um þínum í lag, að minnsta kosti, Martine. Og svo verður þú að fara að hugsa þér fyrir vinnu . .. • Meðal annara orða, mér dettur í hug, þegar ég lít yfir pappírana þína, að þú átt enn eftir hlutabréfin, sem Dot gaf þér á tuttugasta og fyrsta afmælisdeginum þínum. Þau munu koma í góðar þarfir núna.“ „Ég lét Joe hafa þau.“ „Hvað segirðu." „Joe vildi kaupa bíl.“ „Virkilega?" Athugasemdin fór í taugarn- ar á mér. „Oh, hættu að horfa svona! Ég hef alltaf verið eyðslusöm — mamma vildi að ég væri ' það. Hvers vegna skyldi ég ekki gefa unnusta mínum eitthvað af þessum blóð- ugu peningum rnínum?" „Jæja, jæja, vina mín, ef þú ert trúlofuð, þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur af þér, eða þurfum við þess?“ Hann bauð mér til hádegis- verðar, en ég afþakkaði boðið. Ég tók bíl heim. Þegar ég var að borga bílstjóranum og gefa honum ríflegt þjórfé, flaug mér allt í einu í hug, að ég gæti sjálf þurft á þessum peningum að halda. Þetta var í fyrsta sinn, sem ég hafði hugsað um peninga nema sem þjóna mína. Ég starði á Þá með fyrirlitn- ingu. Blaðið mitt var ekki komið enn þá, og íbúðin var ósnyrtileg og leiðinleg að sjá. Við höfðum ekki hrist púðana, sem voru bældir frá því við sátum á þeim kvöldið áður. Öskubakkarnir voru fullir. Það var dautt í arninum, og hann var fullur af ösku. Blaðlaus hvít lilja, sem Joe hafði gefið mér var dauð. Ég fór inn í eldhúsið og lag- aði mér kaffi. „Ég er fátæk," sagði ég upp- hátt. „Fátæk.“ Það var nepja í orðinu. Það var eins og sólin, heit og björt, sem umvafði allt líf mitt, þar sem ég lá á nota- legri strönd, hefði horfið bak við ský og kæmi ekki aftur. Allt, sem maður hugsaði um stóð í sambandi við peninga, eða var ekki svo? Heimilið, út- lit manns, það, sem maður gerði, hafði áhuga á, hló að, það sem maður borðaði og hvernig maður svaf. Ég settist niður í eldhúsinu í viktoríönskum stól, sem Joe hafði valið og hallaði mér að tágabaki hans. Ég sat lengi og reyndi að ímynda mér hverju þetta yrði líkt. Ég gat ekki fundið neitt nema leigubílana, sem ég gæti komizt af án. Ég myndi fara með strætisvagni eða neðanjarðarlestinni. En hvert ég ætlaði að fara eða hvers vegna, það vissi ég ekki. Joe hringdi til mín seinna um daginn til þess að segja að hann hefði tafizt og myndi ekki koma fyrr en seint. Ég flýtti mér í símann til þess að segja honum fréttirnar og létta þess- ari byrði af mér. „Komdu fljótt — ég hef dá- lítið, sem ég þarf að segja þér.“ „Nú, nú, elskan, ég kæmi ef ég gæti,“ sagði hann hrana- lega. Joe þoldi ekki, að hann væri spurður um fyrirætlanir sínar. Ég samþykkti og lofaði að bíða heima þar til hann kæmi aftur. Ég ráfaði um íbúðina, á meðan frú Brown, sem komið hafði full af afsökunum, sópaði og þurrkaði af. Ég fór inn í svefnherbergið, og opnaði klæðaskápana mína með renni- hurðunum og leit á fötin mín. „Ég geri ráð fyrir, að ég verði að fara vel með þau nú, þegar ekki eiga önnur eftir að bætast við.“ Fötin héngu á marglitum herðatrjám með satin utan um. Þau voru eins og marglit föt sem maður sér í cirkus, appel- sínurauð, gulbrún, rústrauð og fjólurauð. Ég hafði klætt mig eins og dutlungar mínir buðu mér — föt sem keypt voru í verzlunum eða saumuð sérstak- lega — stundum lét ég gera föt eftir einhverju, sem ég hafði séð í kvikmynd eða á leiksviði. Fötin mín voru dálítið furðuleg. Þau hæfðu útliti minu, sem ég hafði fengið að erfðum frá Dot. Þarna voru ballkjólar, galla- buxur, sokkabuxur og kjólar, i sem maður valdi sérstaklega fyrir Henley-róðrana á Thames. Þarna voru líka tveir verulega fínir kjólar. Þegar maður hugs- ar nánar út í þetta, þá hefði , mátt bera svarta grímu við öll ; mín föt. Ég heyrði í frú Brown þar sem hún vann, og raulaði glað- lega fyrir munni sér, og brátt hafði hún kveikt ljósin og kveikt upp í arninum. Hún * hafði meira að segja munað eftir að sprauta úr ilmflösk- unni minni í setustofunni. Allt var hreint og töfrandi. „Ég er búin að setja ketilinn á fyrir yður ungfrú Martine, ef þér skylduð vilja fá yður tebolla. Þér hafið verið mjög fölar og teknar síðan frúin lézt.“ „Þakka yður fyrir frú Brown.“ „Það er ekkert að þakka, ungfrú. Mér þykir gaman að horfa á yður. Þér eruð falleg- asta unga stúlkan, sem ég vinn fyrir.“ Hún galopnaði augun. Hún var um fimmtugt, feit- lagin, róleg og örugg í fram-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.