Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1964, Side 37

Fálkinn - 11.05.1964, Side 37
1 msk. appelsínubörkur 1 eggjahvíta 1 dl þeyttur rjómi. Öllu nema rjóma blandað saman í potti, hrært stöðugt í, þar til sýður og kremið er orðið þykkt. Kælt. Stífþeyttum rjóma bland- að saman við. Kljúfið sykur- brauðsbotn, setjið kremið á milli. Látið bíða til næsta dags. Kakan skreytt með þeyttum rjóma og appelsínu- bitum. Góð appelsínubrá'ð. 1 msk. smjör 5 dl púðursykur 1 tsk. rifinn appelsínubörkur 2—3 msk. appelsínusafi Öllu hrært saman í skál þar til bráðin er eins og mjúkt smyrsl. Ágæt bráð á muffins, mjúka piparköku eða sandköku. Ekki er öll nótt úti... Framhald af bls. 17. eru góð má rekja til hjarta- og æðasjúkdóma helming allra dauðsfalla. Þessu verður ekki móti mælt, jafnvel þótt tölur sýni að of hár blóðþrýstingur sem bana- mein sé 44% minna en fyrir 15 árum í Bandaríkjunum. Meiri lyfjanotkun hefur stuðlað að því. Rome A Betts framkvæmda- stjóri Hjarta- og æðasjúkdóma- stofnunarinnar sagði: „Á síð- ustu 15 árum hafa orðið meiri framfarir í þá átt að lækna hjarta- og æðasjúkdóma en á síðustu 15 öldum.“ IILAIIID DAGIR er víðlesnasta blað, sem gefið er út utan Reykiavíkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Áskriftasími 116 7. DAGIR Þar standa bátarnir Framhald af bls. 31. vegaverkstjóri, árið 1930, um allt Snæfellsnes frá Vegamót- um og Búlandshöfða. Og auk þess hef ég verið hafnsögumað- ur frá 1911 og á bréfið enn. Ég þyrfti að senda það suður því ég hef aldrei fengið eyri fyrir þetta starf. Einar Markússon? Já það var allt saman ágætis fólk. Hann lét gera bryggju út í sjóinn og lét renna eftir henni vagni á teinum og þannig var vörum skipað upp. Hann er annar maðurinn sem mér hefur fund- izt bregða birtu yfir Snæfells- nes, hinn vil ég ekki nefna. Bændaverzlunin var sniðin eftir norðlenzku félögunum og blessaðist vel í fyrstu. Ég ómyndugur drengurinn utan af Rifi, tók 1000 króna axíu. Þegar Einar verzlaði hér var Ólafsvík sjöunda stærsta kauptúnið á fs- landi, hér voru 600 manns. En svo kom Bankinn og við misst- um allt sem við höfðum lagt í verzlunina. Hér var heilmikið félagslíf, Reinhold Richter var lífið og sálin í öllu saman. Leikfélagið færði upp Moliére og Holberg. Við lékum ímyndunarveikina árið 1907, Sigurður Guðmunds- son guðfræðingur var hér á vegum Proppé-verzlunarinnar og hann þýddi þetta og leið- beindi leikurunum. Þá lékum við í Góðtemplarahúsinu, það var reist 1904 með miklum myndarbrag. Og enn er notast við það. Við lékum Jeppa á Fjalli, Ævintýri á gönguför, Skugga-Svein alltaf annað veif- ið. Þá má skjóta hér inn í að Stefán lék sjálfur Argan í ímyndunarveikinni og stærri hlutverk í flestum leikritum sem sett voru á svið og stjórn- aði leikritum allt fram til 1940. Og Stefán trúir okkur fyrir því að lokum að hann telji sig lánsaman mann og heppinn. — Ég er kominn að niðurlot- um en fólkið hefur verið mér ósköp gott. Og við höfum orð kunnugra fyrir því að ekki hafi sést á götum Ólafsvíkur upplitsdjarf- ari menn en Stefán Kristjáns- son, jafnvel á þeim tímum þegar kjörin voru kröppust og ekkert nema sortinn fram- undan. JálkiHh fjhjyur út Hulin fortíð Framhald af bls. 11. Hann hélt áfram að kaupa handa mér blóm, gera áætlanir, elda og segja mér nýjustu kjaftasögurnar. En hann snerti mig varla, og hann var ekki eðlilegur eitt einasta augnablik. Þegar hann stakk höfðinu inn um dyrnar á setustofunni minni, var hrekkjótt bros á and- litinu, en hvorugt okkar lét blekkjast. Joe vildi mig ekki lengur, og hugsunin fylgdi honum eftir. Það virtist enginn vera til, sem ég gæti talað við nema Ellie. Ég hring'di til hennar, án þes að segja henni ástæðuna. „Komdu strax yfir til mín. Þú hljómar eins og þú sért ekki í góðu skapi.“ „Má ég koma í hádegismat?" „Ég á ekkert nema epli og ost. Ég gleymdi að fara í búðir, og kemst ekki út núna, af því að ég er að mála eldhúsið. Þol- ir þú ekki lyktina?" „Ég hata hana.“ Ég kom um hádegið. Ellie var í gömlum skólaskokk, sem hún hafði notað í klaustrinu, og allt í einu var ég komin aftur til Devonshire, rauðu múrsteinsbyggingarinnar frá Viktoríutímabilinu og sá klifur- rósirnar og fann lyktina af fur- unni og húsgagnaáburði. Hún var föl en glaðleg. „Mér líður hræðilega," sagði hún ánægjulega, ,,af því að ég svaf ekki dúr í nótt. Harold gat ekkert sofið fyrir tannpínu og ég var að hjálpa honum. Það er dásamlegt að vera uppgefin. Maður sér allt hálft. Ég get aðeins séð helminginn af þér.“ Hún skáskaut augunum á mig. „Sá helmingur, sem ég sé, lítur hryllilega út. Hvað hefur komið fyrir?" Ég settist varlega á arminn á sófanum hennar Ellie. Hann var mjög slitinn. Og svo sagði ég henni allt. Ellie stóð þarna með galop- inn munninn. Það var einhver fullnæging í því að sjá furðuna á föla freknótta andlitinu henn- ar. „Ekki einn einasta eyri?“ „Ekki einn.“ „Dot var asni, finnst þér ekki? Ég hélt, að einhver hefði sagt mér, að hún væri milljóna- mæringur?“ „Það eru ýkjur, en hún átti vissulega töluvert mikið — hún fékk peninga frá móður sinni, og síðan kom heilmikið frá föður mínum og hinum eiginmönnunum tveimur. Hún eyddi því samt öllu.“ „Hafa tilfinningar þínar í hennar gai'ð nokkuð breytzt við þetta?“ „Auðvitað ekki.“ „Þú lítur stur.dum út eins og þú sért ofsalega reið. Það væri svo sem ekki nema eðlilegt, að þér líkaði ekki að vera skilin eftir á þennan hátt eftir upp- eldið, sem mamma þín veitti þér, eða hvernig hún ól þig ekki upp, svo maður hafi það nú rétt.“ „Hún gerði sitt bezta,“ sagði ég kuldalega. „Og ég dáði hana.“ „Já, þú gerðir það. Það verð ég að viðurkenna,” sagði Ellie og æddi fram og aftur um her- bergið eins og hestur, sem hvergi getur fundið ró, „þér féll það aldrei illa að eiga ekki heimili, að því er bezt varð séð. Og þegar við hinar fórum heim til foreldra okkar í fríunum, þá virtist þú skemmta þér konunglega í skólanum — allt- af að fara út með ungfrú, hvað hét hún nú aftur, sem þér líkaði svo vel við. Manstu eftir fót- leggjunum á henni?‘.‘ Ellie byrj- Framhald á bls. 39. JicMSim helgaft fegurft fagurra augna EIIXIGÖMGL tU augnfegurðai - óvið.iaín- anlegt að gæðum — við ótrú- lega lágu verðj undravert litava) í fegurstu demantsblæ- brigðum sem gæða augun skinandi töfraglóð. Fyrir það er Maybelline nauðsyn sér- hverri konu sem vili vera eins heillandi og henni er ætlað. Maybelline er SÉRFRÆÐI- LEG augnfegrun! Sjálfvirkt smyrsl og óbrigðul Masearavökvi og pensildregnar augnlinur. Smyrsl og Augnskuggastifti. Sjálfvirkir augnabrúna- penslar og augnaháraleiðarar. FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.