Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1964, Side 41

Fálkinn - 11.05.1964, Side 41
vin.1 Allt fólkið, sem ég þekki, hefúr nóg af peningum. Ætl- astu til þess að ég skríði til þess eins og — eins og —“ „Eins og Joe,“ lauk Ellie setningunni ánægð. „Nei, ég ætlast ekki til þess. Þú eignast bara nýjan kunningjahóp, bján- inn þinn, eins og allir aðrir gera, ef eitthvað alvarlegt kem- ur fyrir og gjörbreytir lífi þeirra. Og vel að merkja,“ bætti hún við, og leit á mig í ’ gegnum rökkrið, og velti sér að lokum við til þess að kveikja é hrörlegum rafmagnslampan- um á borðinu við arininn, „þér gæti aldrei gengið verr en Joe.“ Ég var hjá Ellie um kvöldið. Hún, var óhefluð og það var Þægilegt að vera í námunda við hana. Hún var sú eina í Hondon, að undanskildum þeim Joe og James Turnbull, sem vissi að ég átti aðeins fimmtíu Pund, hafði enga menntun, cngan kærasta, ekkert heimili °g enga framtíð. Eiginmaður hennar var ekki heima, og Ellie fékk mig til Þess að. fara út með sér að borða ódýran kvöldverð í kaffi- húsi, þar sem loguðu kertaljós, ®g þar sem venjulega sátu lög- fræðingar og blaðamenn. Flest- ir gestanna voru að háma I sig körfukjúklinga og þömbuðu rauðvín með. Ellie sat með olnbogana uppi á borðinu og borðaði fransk- brauðssneiðar og smjör og tal- aði um Harold, eða skólagöngu okkar, en annað slagið skaut hún inn í hagnýtum ráðlegg- ingum. „Hvers vegna selurðu ekki minkinn ...? Og svo er það nælan, sem Dotty gaf þér. Þú átt að minnsta kosti fullt af hlutum, sem hægt er að selja.“ Þegar við fórum út úr kaffi- húsinu, gengum við eftir dimmum strætunum heim til hennar. Hún sneri sér við og kyssti mig lauslega á kinnina og klappaði mér á öxlina. „Þetta fer allt saman vel. Hættu bara að vera svona döp- ur.“ „Já, ég er viss um að þetta gengur.“ „Enga kaldhæðni. Þú mátt ekki vorkenna sjálfri þér. Það kemur í veg fyrir, að aðrir geti nokkuð gert fyrir þig.“ Með þessi orð hljómandi í höfðinu fór ég í fyrsta sinn á ævinni upp í strætisvagn. Hann fór í gegnum alla borgina gegnum London, sem enn var iðandi af lífi og full af ljósum. Ég var að velta því fyrir mér, hvort Joe væri heima. Ég vissi fullvel, að hann væri þar ekki. Framhald í næsta blaði. — Hann týndi lyklinum! | Palmolive gefur yður fyrírheit um . . . aukinn yndisjiokka Palmolive meS olívuolíu er mildarí og mýkrí with Palmolive Prá og með fyrsta degi ver3- ur jafnvel þurr og viðkvæm húð unglegri og fegurri, en það er vegna þess að hið ríku- lega löður Palmolive er mýkjandi. Palmolive er framleidd meS ollvuoliu. Aðeins sápa, sem er jafn mild og mjúk eins og Pal- molive getur hreinsað jafn fullkomnlega og þó svo mjúk- lega. Hættið því handahófs- kenndri andlitshreinsun: byrj- ið á Palmolive hörundsfegr- un t dag. — Læknar hafa sannað hvaða árangri er hægt að ná með Palmolive. ÞvoiS nuddií 1 cina minútu SkoliS og þér megið búast við að sjá árangurinn strax. Mýkri, unglegri, aBdáanlegri húS. FALKINN 41

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.