Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 5

Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 5
i að ekki verði stöku sinnum les- } ið úr leiðinlegum bókum. Með innilegri kveðju. Hlustandi. Svar til Oltnu: Þetta mál er þannig vaxiO aO erfitt er aö gefa þér góö ráö og svo er alltaf hæpiö aö fara eftir annarra ráöum sérstaklega þegar ekki liggur állt Ijóst fyrir í mál- inu. Þii cettir aö liugleiöa öll at- riöi málsins vel og vandlega, taka aö því búnu ákveöna afstööu í málinu og halda lienni síðan til *• streitu. Hvernig' á hún að ná sambandi við hann? Kæri Fálki! Ég sé að þú hefur oft veitt mönnum góð ráð og þess vegna datt mér í hug að leita til þín og vita hvort þú gætir ekki gefið mér ráð. Ég vona að þú snúir ekki út úr fyrir mér held- ur reynir að hjálpa mér eftir beztu getu. Ég er fimmtán ára gömul og á heima í blokk vestur í bæ. í næstu blokk á heima strákur, sem ég er svolítið hrifin af og ég held að hann sé líka svolítið hrifinn af mér. Að minnsta kosti horfir hann oft einkenni- lega á mig þegar við hittumst úti á sjoppu en það kemur stundum fyrir. Við höfum þó aldrei talað saman og ég læt sem ég sjái hann ekki en það : er stundum erfitt og ég fæ oft hjartslátt þegar við hittumst í sjoppunni eða mætumst á götu. Ég veit hvað hann heitir og hvar hann á heima og eins sím- : ann hjá honum. Um daginn átti f að vera partý hjá einni vin- •1 konu minni og hún ætlaði að tala við strák sem hún þekkir og sem þekkir strákinn sem ég er skotin í og bjóða þeim. En *' svo varð ekkert úr þessu prrtýi B vegna þess að þessi vinkona mín fór úr bænum og kemur ekki aftur fyrr en í haust. En nú er önnur vinkona mín, sem ætlar bráðum að halda partý og hún var að tala um hvort við ættum ekki að bjóða þess- e um strákum. Hún þekkir þá * ekki neitt en er svolítið skotin í stráknum sem þekkir strák- inn, sem ég er skotin í. Ég kannast svolítið við hann og hef stundum talað við hann. "é. Og nú langar mig til að spyrja ■ ykkur hvort ykkur finnst rétt að ég hringi í þennan strák og s spyrji hvort þeir vilji ekki koma. Ég veit ekki hvort ég á að þora þessu eða hvort þetta sé nokkur dónaskapur. Getur þú kannski bent mér á eitthvert annað ráð til að kynnast strákn- um. Ég vona að þið svarið mér eins fljótt og þið getið og snúið ekki út úr þessu bréfi. Bless. Sigga. Svar: Þú skalt bara hringja í strákinn og bjóöa þeim féhögum. Þaö er ekkert dónalegt. AnnaÖ hvort koma þeir eöa þeir koma ekki og þá er aö taka því. Annars er lík- legt aö þeir komi fyrst þessi sem þú ert svo skotin l hefur horft einkennilega á þig. Og svo eru jú alltaf til einhver ráö til aö stofna til kunningsskapar. Hugsum okkur til dæmis aö þú reykir og þú hittir hann úti l sjoppu. Þá er ekkert auöveldara en aö biöja hann um eld í sigarettuna og þá cetti aö hafa tekist meö ykkur ágætur kunningsskapur um þaö leyti sem sígarettan er reykt. En þú skalt ekki byrja á því aö reykja vegna þessa ef þú liefur ekki gert þaö áöur. Viö vonum svo aö þér gangi hiö bezta í þessu máli. Hjartasjúkdómafélag. Kæri Fálki! Fyrir nokkru var stofnað hér í borginni félag sem hefur það á stefnuskrá sinni að vinna að vörnum gegn hjarta og æða- sjúkdómum. Stofnun þessa félags var mikil nauðsyn og óska ég félaginu allra heilla. Það er sagt gott ráð til að forða kransæðastíflu að ganga mikið. Eftir að bílarnir fóru að verða svona mikil almennings- eign hafa gönguferðir mikið til lagst niður. Menn fara til vinnu sinnar á bílum og hreyfa sig lítið nema í bílum. Þetta hefur líka sagt til sín. Eitt er þó félag hér á landi, sem hefur göngu- ferðir á stefnuskrá sinni, bæði langar ferðir og stuttar. Þetta er Ferðafélag íslands. Á vegum þess geta allir fundið göngu- ferðir við sitt hæfi og ætíð eru leiðsögumenn með sem þekkja vel landið, sem gengið er um og landið verður skemmtilegra þegar maður þekkir sögu þess. Ferðafélagið er stundum kall- að félag allra landsmanna og það ætti að hafa orðið það frekar nú eftir að þessi mál bar á góma. Ég geri það því að tillögu minni að menn fari í gönguferðir á vegum þess og fái sér hæfilega hreyfingu. Göngugarpur. Svar: Fyrir okkar leyti getum viö mælt meö því aö menn fari i gönguferöir á vegum Feröafélags- ins því þaö er hinn mætasti félags• skapur. ★ Karlmannaföt og frakkar. Stakir jákkar. Stakar buxur. Mikið úrval af fataefnum. Saumum eftir máli. FALKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.