Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 28

Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 28
ídenzk kvikmynd Framh. af bls. 25 að vera einn við kvikmynda- tökuna? — Það var auðvitað erfitt, þetta er þriggja manna verk ef vel á að vera, en ég vil nota tækifærið og þakka fyrir það, að allir voru mér afskaplega hjálplegir. Það var útilokað að senda fleiri menn með, því þetta eru svo dýrir flutningar, að hvert sæti er ákaflega dýr- mætt. Flugféiagið leigir vélarn- ar og við urðum að eiga um þetta við Konunglegu Dönsku Grænlandsverzlunina, og henni vil ég þakka fyrir að hafa gefið mér kost á förinni svo og Flug- félaginu, sem hafði milligöngu fyrir okkur við Grænlands- verzlunina. Og síðast en ekki sízt vil ég þakka Jóhannesi, Jóni og Oddi fyrir samveruna og öll þeirra liðlegheit og hjálp. — Á hverju varðstu mest hissa í förinni? — Ég var nú ákveðinn í því að verða ekkert hissa! En ég verð að viðurkenna að ég varð hissa á veðurblíðunni. Allan timann, sem ég var þarna, var skafheiðskýr himinn og logn, sterkjusólskin á daginn. Ég er viss um, að þetta gæti orðið mikil Paradís fyrir skíðasport- menn á þessum árstíma. Og það var veðurblíðan sem gerði það að verkum, að ég gat annað þessu, ég gat tekið myndir frá klukkan fjögur á morgnana til klukkqri tíu á kvöldin. Gwmall rnaður Framhald af bls. 17. í túninu. Þar sezt skáldið með ritföng sín. Umvafinn kyrrð og friði þess liðna. Friði og hvíld þess lífs sem lokið er, andblær þess leikur um gamlar tóftir og gamalt, lítið skáld, sem hef- ur flutt hingað með sér ævi- starf sitt, lítið að vöxtum, og hyggst að Ijúka því hér. Reynd- ar hefur hann aldrei skilið þetta ævistarf sitt við sig. Það hefur fylgt honum í vin'nuna dag hvern, og á kvöldin hefur hann sofnað frá því þreyttur, án þess að hafa þó getað sinnt um það. Alltaf hefur það búið í huga hans. Nú er því senn lokið og hann verður frjáls. Og lengi hefur hann beðið eftir þeim degi. Of lengi. Það er sólskin dag hvern. Hann skrifar af kappi og miðar vel. Aldrei hefur liann verið svona hamingjusamur, eins og b°T’ í faðmi náttúrunnar.---- Svo kom rigningin. Fyrsta rigningardaginn fer hann ekkert út úr tjaldinu. Skrifar allan daginn, stanz- laust. Húsfreyjan á Bakka fær- ir honum heitt kaffi. Næsta dag rignir enn. Það er hráslagalegt í tjaldinu, og skáldið fer í regnkápu og býst til að fara á göngu. Nú er ömurlegt í sveitinni. Kindurnar híma blautar og vansælar undir moldarbörð- um, hestarnir standa í hóp þétt saman og' skýla hver öðrum, enginn fugl lætur sér detta í hug að opna nefið og syngja. Hænsnin og tveir hundar væfl- ast á hlaðinu, óhrein og leið. Eftir stutta göngu fer skáldið aftur inn í tjaldið, kveikir á prímus, og það verður heitt og rakt í tjaldinu. Hann ákveður að ljúka þessum fáu línum, sem eftir eru, slá botninn í söguna og flýta sér heim. Flýta sér. Hann þarf að finna útgefanda. Undir eins. Tíminn flýgur hratt, hraðar með degi hverjum. Og hann er orðinn gamall maður. Ef hann dæi nú, meðan bókin væri í prentun. Sæi aldrei bókina sína. Sæi aldréi ritdómana. Guð minn góður. Deyja kannski einmitt núna. Hanr. fer heim með næsta áætlunai’bíl. Hefur aðeins dval- ið i sveitinni rúma viku. En það var nóg. lCZSÍt' íci#AinBi» A VAXTA DRYMUR IjKALIIUK Dr^kkurinn sem svalar Efnagerð Akureyrar h.f. Hafnarstræti 19 Sími 1485. Konunni finnst hann veiklu--, legur eftir fjarveruna. Hún skilur heldur ekki að hann var; ekki að hvíla sig, að hann var þvert á móti í strangasta erfiði skrifaði hvíldarlaust í heila viku. Og þegar hann var ekki að skrifa var hann að hugsa um hvað hann ætti að skrifa næst, og ekki er það léttara. Honum sárnar ekki þó hún skilji ekki af hverju hann er þreyttur. Það skilja fáir skáld. Og hún er ósköp góð kona, hlý og nær- gætin. Þegar hann hefur jafnað sig eftir sveitadvölina fer hann á stað að leita að útgefanda. Honum er það mjög erfitt. Það ætti að vera hægt að finna út- gefanda á jafn sjálfsagðan hátt og fara í mjólkurbúðina. Þannig er það engan veginn. Skáldið gengur milli útgefand- anna, bíður eftir þeim, talar við þá seinna. Er brynjaður þolinmæði og hæversku. Og það er gott, því svörin eru á eina leið: Of gamaldags, sveitarómantík, stíllaust bull. vonlaust. Svona bækur eru ekki keyptar, ekki lesnar. Ekki keyptar. Skáldið tekur þetta nærri sér. Hafði ekki átt von á því. Öðru nær. Ef maður hefur skrifað heila bók, með eigin hjartablóði, og gert allt af beztu samvizku, hvað er þá að? Hanh stendur frammi fyrir útgefand- aniim eins og lítið barn, sem er að byrja í skóla, og þekkir ekki einn einasta staf, og kann því síður margföldunartöfluna. Kannski væri betra að byrja á margföldunartöflunni. Skrifa svo skáldsögu.. Það liggur kannski í því. En útgefendurnir vita upp á hár hvað fólkið vill lesa, þeirri staðreynd verður hann að beygja sig fyrir. Að lokum finnur hann þó einn, sem vill gefa út bókinaj ef skáldið vill greiða helming af kostnaði, og uþplagið verður mjög lítið. Skáldið á líka að lesa prófarkirnar, og því er hann feginn. Veslings litla skáldið. Hann raular fyrir munni sér meðan hann bætir netin, og gömlu vinnufélagarnir gefa honum gætur í laumi. Hann er breytt- ur, finnst þeim, með óvenju- lega rjóða vanga og örari og opinskárri en hann á vanda til. Svo kemur að því að hann þarf að biðja um frí, nú ætlar hann að fara að lesa prófarkirn- ar. Það segir hann þó ekki. Hann fer heim, þvær sér og fer í betrifötin. — Ertu nokkuð lasinn, góði minn, segir konan hans. Hann 28 FALKI fsMM

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.