Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 19

Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 19
„Það lítur út fyrir, að við séum á réttri leið,“ sagði ein- hver, svo ókum við af stað. Við reyndum að fylgjast með í talstöðinni. Við heyrð- um, að M-300 var lagður af stað með sjúklingana niður í Borgarnes og bílstjórinn bjóst við að halda til Reykja- víkur með einhverja þeirra. En enn heyrðist ekkert um • ólæti unglinganna. Það var ekki fyrr en við vorum að aka fyrir Borgar- , fjörðinn að við heyrðum fyrstu köllin milli M-200 og R-1346. Við vissum að R-1346 sem er lögreglubíll úr Reykjavík, var á hnotskóg eftir unglingunum og við heyrðum, að hann var á Hreðavatni. Þeir létu ekki mikið yfir ólátum ungling- anna og við fórum að hugsa um, hvort för okkar yrði árangurslaus, eftir allt saman. Hvort það gæti verið, að „skríllinn“ hefði farið eitthvað annað. Við vorum komnir meira en hálfa leið frá Borgar- nesafleggjaranum upp að Hreðavatni. Það var bíll á eftir okkur og hann flautaði og fór framúr. Þetta var Mercedesbíll, M-525. Hann ók út í vinstri vegakantinn fyrir framan okkur og stanz- aði þar. Halldór stanzaði líka og í því stigu einkennis- klæddir menn út úr hinum bílnum. Annar þeirra var með venjulega lögregluhúfu og í lögregluþ j ónsbúningi, hinn var með svarta húfu, með ísaumuðu skjaldar- merki lýðveldisins og klædd- ur svörtum frakka. Þar mátti kenna Ásgeir Péturs- son, sýslumann. „Ég hélt ekki, að neitt væri að hjá mér,“ tautaði Halldór, meðan yfirvaldið nálgaðist. Enda kom í ljós, að svo var ekki. Bíll sýslumannsins var talstöðvarlaus og hann þurfti að komast í talstöð til að kalla upp lögregluna, sem var á Hreðavatni og sjúkra- bíllinn, sem var á leið suð- ur. Er því var lokið, spurði ég eins nærfærnislega og mér var unnt: „Er eitthvað fjör á Hreðavatni, sýslu- maður.“ Sýslumaður, sem skildi víst hugrenningar blaðamannsins, leit á okkur með glettni í augum og sagði: „Já, mér skilst það sé nóg fjör þar.“ Við ókum að Hreðavatns- skálanum klukkan langt gengin tólf. Þar var fátt manna utan dyra, en marg- Unglingamir urðu sér úti um hesta hjá ferðamönnum og þvældust dauðadrukknir á þeim iiman um bílana. ... en sú umhyggja varð honum ofraun og hann féll ofan á tjaldið. Hann gerði nokkrar virð- ingarverðar tilraunir til að standa upp, en árangurslaust. Á meðan vappaði sá þriðji fram og aftur og tókst enn að halda sér á tveimur .. .

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.