Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 6

Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 6
Þessi stúlka heitir Diana Baker og þeir eru margir sem spá henni glæsilegri framtið á sviði kvikmyndaleiks- ins. Hún hefur nýlokið leik í kvikmynd sem heitir „The Prize“ en hún er gerð eftir samnefndri skáldsögu Irvin Wallace og segir frá Nóbelshátíð og Nóbelshöfum í Stokkhólmi eitt árið. Þessi bók vakti talsvert umtal þegar hún kom út og nú hefur MGM gert kvikmynd eftir henni og Diana Baker fer með eitt hiutverkið sem fyrr segir. Verður að bíða brúðkaupsnætur- innar ■ 25 ár Hin eina sanna ást er ekki lengur til segja menn. Þessi tæra hreina ást tilheyrir aðeins fortíð- inni. En hvað segja þessir menn eftir að hafa heyrt sögu hinnar 23 ára gömlu ítölsku stúlku Anna Maria Giordano? Við getum sagt að þessi saga hefjist einn dag á hinni sólríku Suður-ítalíu þegar Anna Maria er að horfa á sjónvarpið. Á hinum hvíta skermi sjónvarpsins sá hún mynd af ungum manni, handjárnuðum, sem færð- ur var til fangelsis fyrir að hafa drepið póstmann. Þessi -sjón hafði svo mikil áhrif á hina suðrænu konu að hún skrifaði þessum 21 árs gamla manni bréf þegar í stað og seridi til fangelsisins. Hann heitir Livio Giordano og var dæmdur til lífstiðar fangelsis fyrir þetta morð en á ítaliu þýðir þar 25 ár. Livio svaraði bréfinu þegar í stað og þar með hófst bréfasamband þeirra og endaði með því að þau gengu í það heilaga. En strax eftir vígsiuna voru þau skilin, hann fór í fangelsið að nýju en hún til sinna heimabyggða. Hún heimsækir mann sinn í fangelsið alitaf öðru hverju og skrifar nær því dagiega bréf til hans og hann svarar henni og segir hvað á tiibreytingariausa dagana drífur í fangelsinu. En Anna er dugieg stúlka að því að sagt er og hún vinn- ur að þvi öllum kröftum að fá mann sinn náðaðan og hún gerir sér vonir um að henni takist það eftir eliefu ár. Og þá eru þau enn ung og lífið mun blasa við þeim. 6 SHIRLEY IVIcLAIIME OG ROBERT IUITCHlllll Það eru raddir í Holly- wood sem segja að til tíð- inda muni bráðlega draga milli Shirley McLaine og Robert Mitchum. Það hefur lengi verið vitað að hlýtt væri á milli þeirra en um tíma virtist sem ekki ætlaði neitt að verða úr því en nú hefur þetta blossað upp á nýtt. Bæði hafa þau verið gift áður og þurfa að ganga frá skilnaði við fyrri maka áður en þau ná saman. Svo sem menn minnast léku þau saman fyrir nokkrum árum í mynd sem gerð var eftir leikritinu Tvö á saltinu, en það leikrit var á sínum tíma sýnt í Þjóð- leikhúsinu. Auðlegð er ekki alltaf til gæfu Kona nokkur suðui' á Ítalíu, Anna Sequino vann dag nokkurn nokkrar milljónir króna í knattspyrnugetraununum ítölsku. Þetta átti sér stað hinn 7. október 1962 og þá var eiginmaður hennar á heimleið frá Bandaríkjunum en hann var sjómaður á kaupskipi. Og þegar hann kom heim tilkynnti konan hans honum þessa auðlegð og Giovanni hætti á sjónum og settist að í landi. Þau hjónin virtust vera mjög hamingjusöm og hönd i hönd leiddust þau í hverja verzlunina á fætur annarri og keyptu það sem hugurinn girntist. Þau fengu sér vinnukonu og fóru að stunda skemmtanir og héldu dýrar veizlur. En svo fór að . blása á móti. Konan gerðist þreytt á manni sínum og þegar hún jagaði C í honum gleymdi hún ekki að geta þess að það var hún sem hafði unnið þessa peninga sem gerði þeim lífið svona auðvelt. Og í maí 1963 flutti hún að heiman til systiu' sinnar oe Giovsnni ákærði konu sína fyrir að hafa yíirgefið sig. Þeear hún frétti þettn hvarf hún frá systur sinni, með aila peningana og hefur ekki séðst síðan. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.