Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 27

Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 27
Qstakaka frá Hoilandi Deig: 200 g hveiti 100 g smjörlíki Ögn af salti 4 msk. kalt vatn Innan í: 1 msk. smjör 1 lítill laukur 150 g bacon 150 g ostur, sterkur 1 egg, stórt 1% dl mjólk Salt og pipar. Deigið: Hveiti sáldrað á borð, smjörlíkið saxað saman við með hníf, salti blandað í. Vætt í með kalda vatninu. Deigið hnoðað saman með léttum handtökum. % hlutar deigsins flattir út. Mót með lausum botni, þakið að innan, fallegt að nota gárað mót. Innan í: Smjörið brúnað á pönnu, laukurinn flysjaður, skorinn smátt, steiktur við vægan hita ásamt baconinu, sem skorið hefur verið í bita. Ostinum sem skorinn er í bita, hrært saman við. Hellt í mótið, jafnað vel. Egg og mjólk þeytt, kryddað. Hellt yfir fyllinguna. Afgangurinn af deiginu flattur út, skorinn í 1 cm breiðar ræmur, sem eru lagðar sem grindvei'k yfir mótið. Fest vel við endana. Smurt með samanþeyttu eggi. Bakað við 200° í 20 mínútur, síðan við 125° í 25 mín- Framhald á bls. 31, Bananakaka % bolli smjörlíki 1 bolli sykur 2 egg 1 bolli marðir bananar 1 tsk. sítrónusafi 2 bollar hveiti 3 tsk. lyftiduft Vz tsk. salt 75 g súkkat bolli saxaðar hnetur Smjörlíki og sykur hrært létt og ljóst. Eggjunum hrært saman við. Bananarnir marðir, hrært út í deigið ásamt sítrónusafanum. Öllu þurru sáldrað saman, hrært saman við ásamt smátt skornu súkkati og hnetum. Bakað í vel smurðu móti við um 175°—200° í 1 klst. Látið kólna dá- lítið í mótinu. FALKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.