Fálkinn - 01.06.1964, Side 27
Qstakaka
frá Hoilandi
Deig:
200 g hveiti
100 g smjörlíki
Ögn af salti
4 msk. kalt vatn
Innan í:
1 msk. smjör
1 lítill laukur
150 g bacon
150 g ostur, sterkur
1 egg, stórt
1% dl mjólk
Salt og pipar.
Deigið:
Hveiti sáldrað á borð, smjörlíkið
saxað saman við með hníf, salti
blandað í. Vætt í með kalda vatninu.
Deigið hnoðað saman með léttum
handtökum. % hlutar deigsins flattir
út. Mót með lausum botni, þakið að
innan, fallegt að nota gárað mót.
Innan í:
Smjörið brúnað á pönnu, laukurinn
flysjaður, skorinn smátt, steiktur við
vægan hita ásamt baconinu, sem
skorið hefur verið í bita. Ostinum
sem skorinn er í bita, hrært saman
við. Hellt í mótið, jafnað vel. Egg
og mjólk þeytt, kryddað. Hellt yfir
fyllinguna.
Afgangurinn af deiginu flattur út,
skorinn í 1 cm breiðar ræmur, sem
eru lagðar sem grindvei'k yfir mótið.
Fest vel við endana. Smurt með
samanþeyttu eggi. Bakað við 200° í
20 mínútur, síðan við 125° í 25 mín-
Framhald á bls. 31,
Bananakaka
% bolli smjörlíki
1 bolli sykur
2 egg
1 bolli marðir bananar
1 tsk. sítrónusafi
2 bollar hveiti
3 tsk. lyftiduft
Vz tsk. salt
75 g súkkat
bolli saxaðar hnetur
Smjörlíki og sykur hrært létt og
ljóst. Eggjunum hrært saman við.
Bananarnir marðir, hrært út í
deigið ásamt sítrónusafanum. Öllu
þurru sáldrað saman, hrært saman
við ásamt smátt skornu súkkati og
hnetum.
Bakað í vel smurðu móti við um
175°—200° í 1 klst. Látið kólna dá-
lítið í mótinu.
FALKINN
27