Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 30
LITLA
SAGAftl
ELTIK
WILIV
BKLHViHOLST
HJARTAIMLEGA
VELKOMIN
Við fengum bréf frá Olgu
frænku í gær. Olga frænka býr
í allt öðrum landshluta og við
höfum ekki séð Olgu frænku
árum saman, en nú skrifaði hún
sem sagt, að hún ætlaði að
koma og búa hjá okkur í viku,
hana langaði að sjá nýju íbúð-
ina okkar, og svo ýtti það und-
ir að hún þurfi að koma og Iáta
taka afsteypu af gómunum til
að fá falskar tennur, og það
myndi taka viku, áður en þær
yrðu tilbúnar. Síðast, þegar
Olga frænka heimsótti okkur,
bjuggum við illa. Til dæmis
höfðum við ekkert gestaher-
bergi. Það væri annars gaman
að vita, hvaða apaköttur hefði
sagt henni, að við hefðum það
núna. Ef ég næði í hann skyldi
ég snúa hausnum á honum sjö
hringi á hálsinum.
— Þú neyðist til að skrifa
frænku, að hún sé velkomin.
En vertu nú ekki óforskamm-
aður, skrifaðu kurteislegt og
vingjarnlegt bréf. Ég les það
yfir, þegar þú ert búinn, svo þú
skalt ekki reyna að . . .
Það var engin undankoma.
Maríanna þolir ekki að maður
skrifi fjölskyldunni það sem
maður segir, þegar hún er far-
in. Maður á að vera vingjarn-
legur og kurteis og gestrisinn
og brosandi . . . og þá fyrst,
þegar þau eru farin getur mað-
ur leyft sér að hlamma sér nið-
ur í stól og segja: „Guði sé lof
<C
Sem sagt, ég naði í örk og
byrjaði.
„Kæra frænka. En hvað það
er sætt af þér að ætla að koma
og heimsækja okkur. Við höfum
nú stórt gestaherbergi, sem
stendur autt. Ja, það er að segja,
Benni er með hvítu mýsnar
sínar þar inni,en þær eru in-
dælar og gera ekki ketti mein,
og þó þær hlaupi uppí til þín,
þá er ég viss um, að ykkur kem-
ur fljótlega vel saman. Þú get-
ur reitt þig á, að Benni varð
glaður, þegar hann heyrði, að
þú værir væntanleg. Þá get ég
spilað allar rokk og tvistplöt-
urnar mínar fyrir hana á fullu,
sagði hann og farið með hana
á fótboltaleik, ef þið viljið hafa
næði heima. (Hann er nýbúinn
að fá trompett, og það þarf
sterkar taugar til að hlusta á
þennan blástur dag og nótt. Þú
hefur ekkert á móti því, að
hann æfi sig inni hjá þér, er
það? Það er beztur hljómburð-
ur þar, fullyrðir hann). Marí-
anna ljómaði eins og sól, þeg-
ar hún las bréfið þitt. Hún þarf
að stoppa í svo marga sokka,
og það er svo margt annað svo-
leiðis, sem hún hefur ekki haft
tíma til að gera, því eins og þú
veizt, iást ekki vinnukonur
frekar en glóandi gull, en nú
þegar þið getið hjálpast tvær
að þessu er ég viss um, að það
skotgengur. Kannski gefur hún
sér nú loksins tíma til að fara
í búðir, smáheimsóknir, á hár-
greiðslustofu og þess háttar,
þegar hún veit að þú ert heima
til að sjá um erfiðistu verkim
Já, elsku bezta frænka, við er-
um öll reglulega kát yfir því, að
þú skulir koma, því máttu trúa.
En ein vika er bara allt of stutt.
Vertu hjá okkur í nokkra mán-
uði. Við höfum þá stærstu lóð,
sem þú getur hugsað þér og
hún er öll grasi gróin. Og þeg-
ar veðrið er gott, getur þú drep-
ið tímann við að slá hana.
Gamla sláttuvélin okkar er
raunar þung eins og valtari, en
færðu ekki líka allt of litla
hreyfingu svona venjulega? Og
ef þú getur ekki dregið hana
geturðu þó alltaf bitið grasið
með tönnunum þínum. Ha, ha,
þetta var nú náttúrlega grín hjá
mér! En sem sagt . .. þú mátt
reiða þig á, að þú ert hjartan-
lega velkomin. En ef eitthvað
skyldi nú koma fyrir, sem
hindrar þig í aðkoma, sem ég
vona nú að ekki komi til, ætla
ég að biðja þig um að skrifa
okkur. Hjartanlega velkomin.
og beztu kveðjur . . .“
Ég kaus að sýna Maríönnu
bréfið, þegar hún var önnum
kafiní eldhúsinu um kvöldmat-
inn.
— Viltu lesa það?
— Ég hef lítinn tíma núna.
Hvað skrifaðirðu?
— Að hún sé hjartanlega vel-
komin, að Benni sé glaður, að
þú sért glöð, að við öll séum
glöð yfir að eiga að fá að sjá
hana. Ekki eitt einasta slæmt
orð. Þú getur bara sjálf séð . .
— Ég treysti því, sem þú seg-
ir. Sendu það bara.
Ég fór undir eins á pósthúsið,
Ég var tilneyddur að senda
bréfið í bögglapósti, því ég
hafði náð í eina hvítumúsiná
hans Benna og sett hana í tóm-
an skókassa. Og hann sendi ég
með bréfinu tilfrænku.
í flýti hripaði ég nokkur vin-
gjarnleg orð neðanundir um að
hún ætti að reyna að hæna litla ■
sæta skinnið að sér eins fljótt
og hún gæti.
Willy Breinholst.
30
FALKINN