Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 12

Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 12
HANDKNATTSLID Að þessu sinni kynnum við kapp- lið Knattspyrnuíélags Reykja- víkur. Knattspyrnufélag Reykjavíkur er stofnað 1899 og heldur því um þessar mundir hátíðlegt 65 ára afmæli sitt. K.R. er stærsta íþróttafélag landsins. Það hefur frá upphafi átt traustum leiðtog- um á að skipa og félagsandi þess hefur löngum verið rómaður. Félagið hefur íþróttasvæði sitt f vesturbænum. K.R. hefur einu sinni orðið Is- landsmeistari í handknattleik innanhúss og einu sinni utan. Heinz Steinman. Hann er 26 ára gamall og er að læra húsasmíði. Hann hóf að leika með meistaraflokki 1955. Hann hefur leikið 1 landsleik. Reynir Ólafsson. Hann er þrítugur og er vélvirki að atvinnu. Hann hóf að leika með meistaraflokki 1951 og hefur leikið fjölmarga leiki siðan. Hann er fyrirliði liðsins. Hann hefur leikið 1 landsleik. Guðjón Ólafsson. Hann er 27 ára gamall og vélstjóri að atvinnu. Hann hóf að leika með meistaraflokki 1955. Hann hefur leikið 7 landsleiki. Karl Jóhannsson. Hann er þrítugur og er húsasmiður að atvinnu. Hann hóf að leika með meistaraflokki 1951 og hefur leikið þar siðan. Hann hefur leikið 17 landsleiki. Sigurður Óskarsson. Hann er 2z ára gamall og er rafvirkjanemi. Hann hóf að leika með meistaraflokki 1958 og hefur leikið þar síðan. 12 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.