Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 21

Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 21
mennt inni. Nokkrir lögregluþjónar voru á hlaðinu og við snerum okkur að þeim. Þeir sögðu okkur að ungling- arnir héldu sig við vatnið og hefðu margir tjaldað þar, eða að minnsta kosti gert tilraunir til þess. Það kom og í ljós, að sýslumaður hafði látið taka mjög röggsamlega á málum. Hann hafði látið leita í hverjum bíl, sem inn á tjaldstæð- ið fór, eftir að bera tók á ölvun, og tekið vín af fjölmörgum og vísað öðrum frá. Þeir sögðu okkur að í R-1346 væru tugir áfengisflaskna, sem teknar hefðu verið af unglingunum, allt eign fólksins, sem samkvæmt íslenzkum lögum má ekki komast yfir áfengi. Svo settumst við aftur upp í bílinn góða og ókum til baka, unz við komum að afleggjaranum heim að Hreðavatni. Er við höfðum ekið hann skamma stund sáum við fyrstu merki skemmtanamenn- ingar íslenzkrar æsku. Þrír ungir menn komu inn í ljóskeiluna. Þeir héldu hver um annars axlir. Vegurinn var ekki breiður, enda veitti þeim svo sannar- lega ekki af honum. Þeir slöngruðu til og frá, öðru hverju hnaut einhver þeirra, en hékk á hinum. Stöku sinnum sást glitta á brennivínsflösku, þar sem hún hékk milli munna þeirra. Og stöku sinnum ráku þeir upp einhver öskur, sem áttu víst að vera í einhverjum tengslum við sönglistina. Þeir voru engin börn í augum sjálfra sín, enda voru þeir af „eldri“ kynslóðinni á Hreðavatni þetta kvöld, hafa sennilega verið um sextán ára! Svo hurfu þeir út af veginum á tal við tvær blómarósir sem stóðu undir brekkunni. Áfram var ekið, unz komið var á brekkubrún, þar sem gamli afleggjar- inn lá yfir dalverpi, en nýi vegurinn hefur verið lagður framhjá. Þar stönz- uðum við. Þarna voru nokkrir bílar og við okkur blasti skemmtanamenningin í algleymi. Við vorum vissir um, að við værum á réttum stað. Út úr bílunum glumdi við sú tilraun til sönglistar, sem kennd er við Bítla. Jei-jei-jei-jei-jei, heyrðist öskrað draf- andi barnaröddum út um gluggana. Unglingspiltur, sem gæti hafa verið fermdur í vor, í mesta lagi í fyrravor, kom slangrandi utan úr húminu. Hann var í þröngum buxum, sem eitt sinn hafa vafalaust verið pressaðar, svörtum skóm, sem sjálfsagt hafa verið burstaðir fyrr um daginn, og rykfrakka, sem ein- hverntíma hefur verið hreinn. En nú var allt útatað í ryki og mold. Frakkinn flaksaðist frá, skyrtan var fráhneppt niður á bringu. í hendinni var sénever- pottur, fullur upp að öxlum. Hann slangraði inn á sviðið, andlitið fölt, augun starandi. Jei-jei-jei-jei-jei, vældi hann og lagði síðustu krafta sína í söng- listina. Svo varð hann magnþrota og steyptist fram yfir sig framan á Land- Roverbíl, sem var nýkominn að. Hann rak ennið í, því hendurnar héldu á of dýrmætum feng til þess að til mála kæmi að bera þær fyrir sig — kannski hefur hugsunin líka verið of sljó til þess. Hann stóð upp. Það blæddi ofur- lítið úr enninu, þó aðeins hruflur. Hann skjögraði í hring og tók svo stefnu á bíl með Kópavogsnúmeri. Hann datt utan í hann, hrökk til baka og slengdist aftur utan í hann og söng af sömu inn- lifuninni Jei-jei-jei-jei-jei. Úfið og drukkið stúlkuandlit, enn yngra teygði sig út um gluggann. Og sama lagið kvað við úr hennar munni, meðan hún teygði sig eftir séneverspottinum. Um síðir tókst þeim að miða rétt, svo hendur þeirra mættust. Svo sást á eftir flösk- unni inn í bílinn. Jei-jei-jei-jei-jei, söng pilturinn og reyndi að standa á eigin fótum, hvað ekki tókst og hann féll aftur yfir sig ... Við stigum að nýju upp í bílinn og ókum niður í dalverpið, þar sem tjöldin stóðu eða kannski ætti maður í mörgum tilfellum heldur að segja lágu. Er við vorum að virða fyrir okkur dalbúana komu þrír ungir piltar hlaup- andi og gáfu okkur merki um að stanza. Þeir hafa verið nálægt sautján ára og Framhald á bls. 29. Tvö börn komu eftir veginum, hald- andi á séneversflösku. Þeir röngluðu stefnulaust um og studdu hver annan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.