Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 15

Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 15
(prestar. Nú er þetta breytt. Menn hafar úr mörgu að velja og flestir eiga nú kost á að ganga hinn langa menntaveg. Sú bylting, sem orðið hefur í atvinnu og þjóðfélagsháttum fslendinga, hefur haft það í för með sér að einstaklingurinn á nú kost á fjölbreytilegu starfsvali. Áður var þessu á annan veg farið. Þá áttu menn ekki margra kosta völ í þessum efnum. Menn sneru sér að landbúnaðarstörfum eða sjávarútvegi, nema þeir fáu, sem áttu kost á langskólanámi og urðu sýslumenn eða prestar. Nú er þetta breytt. Menn hafa úr mörgu að velja og flestir eiga nú kost á að ganga hinn langa menntaveg. Til þess að einstaklingurinn geti unað lífs- 1 striti sínu sem bezt, er nauðsynlegt að hann « velji sér rétt starf. Og þetta er ekki aðeins ; mál einstaklingsins, heldur einnig þjóðfélags- 1 ins, því það er því fyrir beztu að hæfileikar i hvers og eins fái að njóta sín. Það hlýtur því I öllum að vera ljós nauðsyn starfsfræðslu, ’ þar sem unglingum er gert grcin fyrir þeim : störfum, sem þeir eiga völ á þegar þeir I stækka og verða að nýtum þjóðfélagsþegnum. I Þessi fræðsla er tiltölulega ný af nálinni | hjá okkur, en hún hefur allt frá því fyrsta |i verið mjög vinsæl og þeir eru orðnir ekki svo fáir, sem hennar hafa notið og fundið sér lífsstarf fyrir hennar tilverknað. Þessari fræðslu er m. a. hagað á þann hátt, að efnt er til starfsfræðsludags þar sem mæta full- trúar hinna ýmsu starfsgreina og veita ungl- ingunum upplýsingar sem að starfsgrein þeirra lýtur. Fyrst í stað var þessi starfs- fræðsla aðeins í Reykjavík en nú hefur henni einnig verið komið á fót úti á landi. Þegar við Fálkamenn vorum á ferð norður á Akureyri í vor hittist þannig á, að einn daginn sem við dvöldum þar var efnt til starfsfræðsludags. Við brugðum okkur þangað og fylgdumst með því sem fram fór. Þessi kynningarstarfsemi var mjög vel sótt og þær voru margar og margvíslegar spurningarnar, sem bornar voru fram. Að starfsfræðsludegin- um loknum hittum við að máli þann mann sem haft hefur veg og vanda að þessari merku kynningarstarfsemi, Ólaf Gunnarsson sálfræðing, og ræddum við hann um þetta mál. — Hvað hafa verið haldnir margir starfs- fræðsiudagar hér á Akureyri, Ólafur? — Þetta er fjórði almenni starfsfræðslu- dagurinn hér og aðsókn að honum hefur farið stöðugt vaxandi og sýnir það bezt, hversu nauðsynleg þessi starfsemi er. Auk hjns almenna starfsfræðsludags hafa ýms fyrirtæki hér gefið unglingum kost á að kynn- ast starfssemi sinni. — Og um hvað er nú helzt spurt hér? — Þeir, sem einkum hafa sótt þennan dag eru nemendur Menntaskóla Akureyrar. Þetta er eðlilegt vegna þess að nemendur hans eiga ekki eins greiðan aðgang að upplýsing- um varðandi hin ýmsu störf og nemendur Menntaskólans í Reykjavík. Þetta hefur líka komið fram í fyrirspurnunum. Þær greinar, sem mest hefur verið spurt um eru. 1. læknis- fæði. 2. arkitektur, en byggingaverkfræði, hagfræði og sálfræði voru jafnar í þriðja sæti. Hvað er langt síðan starfsfræðslan hófst? Framh. á bls. 40. Efst. Jón Baldvin Hannibalsson hagfræðingur veitir ungum mönnum upp- lýsingar varðandi hagfræðt í ntiðið. Hér er Björn Th. Björnsson listfræðingur unkringdur af hóp áhuga- samra unglinga. Neðst. Hinn kunni íþróttamaður Vilhjálmur Einarsson, núverandi kennarl kennari við Samvinnuskólann að Bifröst veitir upplýsingar varðandi skólann. FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.