Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 32

Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 32
Tízkusundbolir 1964, frá KANTERS. Fjölbreytt úr- val lita og sniða. Allar stærðir. KANTERS bolirnir eru saumaðir úr gúmmíþráðlausum teygjuefnum: Helanca og Spandex. Falla þægilega að líkamanum, en hindra ekki frjálsar hreyfingar. Veljið það bezta — biðjið um Kctníer’s HVAÐ GERIST I NÆSTU ViKU? Hrútsmerkiö (21. marz—20. avrílJ. Það kann svo að fara að þessi vika reynist yður nokkuð þung i skauti en við þvi er ekkert að gera nema taka lífinu með ró og sýna jafnaðargeð. Framundan eru betri tímar os bá mun betur leika. Nautsmerkiö (21. avril—21. maíJ. Þótt sitthvað skemmtilegt muni gerast i þessarl viku niun þó svo að yður mun finnast hún heldur dauf og tilkomulítil. Þér ættuð að reyna að skreppa x ferðalaa um helgina þvi það mundi hafa Kóð áhrif. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júníJ. Káðagerðir langt fram i tímann kunna að vera ágætar ef vel er til þeirra vandað en ráðagerðir sem eiga sér enga stoð geta verið hættulegar. Þér ættuð að huesa vel urri þetta þegar líða tekur á vikuna. Krabbamerkiö (22. júni—22. júlí). Þér munuð í þessari viku fá tækifæri til að framkvæma hlut sem þér hafið lengi beðið eftir. Þér skuluð gripa þetta tækifæri þvi óvíst er hvenær það kemur aftur. Farið gætilega á þriðju- dag. Ljónsmerkiö (23. júlí—23. daústJ. Þér ættuð að fylgjast betur með þróun mála á vinnustað og gæta bess vel að ekki verði gengið á yðar hluta. Þér skuluð samt fara varlega í sak- irnar og gæta þess vel að leika ekki af yður. JómfrúarmerkiÖ (2h. áaúst—23. sept.J. Fyrir þá sem enn eru ólofaðir og fæddir eru i ágúst verður þessi vika einstaklega rómantísk. Þeir sem fæddir eru í september ættu að leggia allt kapp á að koma fjármálum sínum í lag. Voaarskálarmerkiö (2h. sevt.—23. okt.J. Þessi vika verður i alla staði mjög róleg og það sem þér ættuð að gera er að notfæra yður þessi rólegheit og hvíla vður. Fyrri hluti vikunnar er hagstæð hvað fjármálum viðkemur. Svorödrekamerkiö (2h. okt—22. nóv.J. Það eru ýmsar blikur á lofti og þér ættuð að fara gætilega í sem flestum hlutum. Þér skuluð ekki stofna til rökræðna við fólk og alls ekki við þá sem yður eru nákomnastir. Minnist þessa. Boaamannsmerkiö (23. nóv.—21. des.J. Þér ættuð að sýna vinum yðar meira traust en þér hafið gert að undanförnu því þeir eiga ekki tortryggni skilið af yðar hálfu. Þeir sem fæddir eru í desember ættu að gera sér dagamun um helgina. SteinpeitarmerkiÖ (22. des.—20. ianúarj. Þessi vika verður yður að mörgu leyti hagstæð til framkvæmda og það ættuð þér að hafa hug- fast. Allt kapp er þó bezt með forsjá og ef þér farið gætilega í sakirnar þá ætti yður að ganga vel. Vatnsberamerkiö (20. ianúar—18. febrúarj. Þér ættuð ekki að vera of tilfinninganæmur því það getur komið sér illa á stundum. Þér ættuð að hafa rótt um yður þessa vikuna og vera sem mest heima við. Farið að huga að sumarleyfinú. Fiskamerkiö (19. febrúar—20. marzJ. Þessi vika verður yður minnisstæð fyrir margra hluta sakir. Gamall vinur, sem þér hafið ekki haft afskipti af í lengri tima mun gera vart við sig og svo verður þessi vika einstaklega rómantísk. o Q o © & 32 falkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.