Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 10
Fjórði kafli.
Þrír dagar liðu, og mér
fannst sem þetta væri mitt eina
líf. Sólin var hlý, og okkur lík-
aði vel við húsið, og það var
þægilegt að hugsa um það.
Ellie sópaði marmaragólfin og
fyllti vasana með mimisósum
úr garðinum. Harold vann á
morgnana, og fór svo með okk-
ur í ökuferð eða bíó á kvöldin.
Þegar veður var kyrrt borðuð-
um við úti á svölunum, sem
sneru út í garðinn og hallaði
maður sér yfir handriðið var
hægt að sjá Miðjarðarhafið.
Ég komst að raun um, að —
eins og Ellie gekk vel að reikna
— þá féll mér að annast heim-
ilisstörfin. Ég hafði aldrei gert
þetta fyrir nokkurn nema sjálfa
mig áður, og verzlunin hafði
ekki verið fólgin í öðru en
hringja til Harolds eða hrópa
upp yfir mig yfir því, sem
brúnu burðarsveinarnir hans
Joe komu með frá Jackson. Nú
bar ég saman verðlagið og fann
út hvar var ódýrast að verzla
á markaðinum. Markaðurinn
hófst við dagrenningu undir
rauðum bogum, sem líktust
kirkjuhvelfingu, og var kominn
í fullan gang klukkan um níu
á morgnana. Þarna gekk ég frá
einu verzlunarborðinu til ann-
ars með körfu, sem ég hafði
keypt á staðnum, og í voru
saumuð hræðilega ljót blóm,
og þar að auki með plastik-poka
til þess að bera í brauðin. Ég
keypti ost, makríl, egg og litlar
neiiikkur, þrjátíu og sex fyrir
tvo shillinga.
Eliie og Harold höfðu boðið
mér með sér til St. Marie, áður
en lífið hæfist fyrir alvöru, en
mér fannst sem það væri byrj-
að. Því ég fann stöðugt fyrir
því, að peningnna vantaði. Þótt
10
ég væri tiltölulega hamingju-
söm og hefði nóg að gera, og
nyti veðursins, bæjarins, sjávar-
ins og himinsins, þá var það
einna líkast því og ég væri með
band bundið um hnén. Ég gat
ekki hreyft mig frjálslega, ekki
hoppað, eða hlaupið. Allar
tilfinningar, eyðslusemin hé-
gómagirndin, eftirlátsemin
voru í fjötrum. Ég gat ekki
fengið mér glas af víni. Ég gat
ekki keypt óþarfa til þess að
lífga upp á matseðilinn. Og það
versta af öllu ver, að mé fannst
ég ekki vera frjáls lengui',
þegar ég hafði ekki peningana.
Við höfðum verið fjóra daga
í villunni, og úti var allt grátt,
en við og við komu smáregn-
skúrir. Öldutopparnir voru
hvítir. Ellie lá í sólstólnum úti
á svölum. Yfir fæturna hafði
hún breitt kápuna sína, og hún
var að lesa. Harold var við
vinnu sína, og hún var að lesa.
Harold var við vinnu sína í
setustofunni. Ég fór út úr vill-
unni og gekk eftir gangstígun-
um, framhjá Seine et Meuse, í
átt til gamla bæjarhlutans. Ég
var með heimþrá — og ég sakn-
aði Joe, svo undarlegt sem það
nú annars var. Það getur vel
hafa verið vegna þess, að ég
hafði komið inn í eldhúsið, og
kom að Harold og Ellie óvörum,
þar sem þau voru að kyssast.
Hann hélt utan um hana þess-
um sterku miðaldra örmum
sínum, og Ellie lá þétt upp að
honum, viljalaus og magnlaus.
Ég saknaði Joe enn. Líkami
minn saknaði hans. Ég saknaði
þess að hann kyssti mig, snerti
mig, gæidi við mig og léti vel
að mér. Þetta var í fyrsta sinn
frá því ég varð fullorðin, að
ég var ekki með einhvern karl-
mann í kringum mig. Ég vissi
ekki einu sinni sjálf, hversu
mikið ég þarfnaðist þess.
Það var óvenju mikið að gera
á markaðinum, og ég þurfti á
allri minni snilli að halda til
þes að komast áfram hjá hinu
óþolinmóða sveitafólki, sem
hrópaði verðið að mér með
sínum sérstaka framburði og
beið síðan óþolinmótt með út-
réttar hendur eftir peningun-
um, sem ég var að leita að í
mesta flýti.
Ég gekk meðfram söluborð-
unum, og bölvaði sjálfri mér
fyrir að hafa gleymt innkaupa-
listanum heima. Karfan mín
var orðin þung og yfirfull af
grænmeti. Hvar var eiginlega
konan, sem seldi horuðu kjúkl-
ingana? Allt í einu sá ég fyrir
framan mig regnkápu. Oh! enn
hvað ég þekkti hana vel, hún
hafði hangið í forstofunni við
Eaton Square, henni hafði verið
kastað á stóla og vafið utan
um herðar mínar til þess að
skýla mér fyrir regni. Hún var
hálfskítug, ljósleit á litinn, og
minnti mig á persónur úr kvik-
myndum um byltinguna í ír-
landi. Hann stóð við borð, þar
sém hengu grænmetisbúnt og
ég þekkti aftur kápuna, og það
hversu kæruleysislega hann bar
hana („Elskan, ég get ekki þol-
að klæðnað af þessari tegund,
sem lítur út eins og hann sé
alveg nýr!“).
„Joe. Elsku Joe!“ Ég hljóp
til hans, og strauk þumalfingr-
inum niður eftir hrygglengj-
unni á honum. Ég hafði gert
þetta þúsund sinnum áður.
„Hvað ert þú að gera hér, bján-
inn minn! Hvernig fórstu að
því að finna mig? Oh! ég hef
saknað —“
Hann snarsnerist við.
Ég hafði búizt við litla munn-
inum og skásettu augunum,
glampandi af ánægju. En mað-
urinn, sem leit niður til mín
var svo ólíkur Joe, að það var
næstum hlægilegt. Hann var
dekkri, þéttvaxnari, með djúp-
ar hrukkur, grá augu með
dökkum augnhárum, og augun
stóðu fremur djúpt í höfðinu,
en það varð til þess að hann
virtist horfa ákveðið og fast
fram á við.
„Mér þykir fyrir þessu!“
sagði ég á frönsku og skemmti
mér hálfvegis og lét augnaráðið
ekki á mig fá. „Ég hélt að þér
væruð maður, sem ég þekkti.“
Hann svaraði ekki, heldur
hneigði sig kuldalega fyrir mér
og sneri við. Öll árin, sem ég
hafði notað til þess að láta taka
eftir mér, létu nú til sín heyra.
„Ég hélt þér væruð maður,;
sem ég var trúlofuð!" sagði ég,r
og notaði öll þau vopn, sem;-
Dot hafði kennt mér að beita. J
Frakkar tala ekki kunnug-;
lega við ókunnuga, eins og
Ameríkanar og jafnvel Bretar
gera. En útlendingslegur fram-
burður minn hafði alltaf verið
nægilegur til þess að eftir hon-
um væri tekið, og ég var ákveð-
in í þvi að fá þetta óánægju-
lega andlit til þess að brosa við
mér.
„Mér þykir leiðinlegt, að þér
skuluð hafa orðið fyrir von-
brigðum," sagði hann stuttara-
lega á ensku. Ég hafði aldrei
heyrt jafn kuldalega rödd. „Ef
þér viljið afsaka mig“ Hann
gekk burtu löngum skrefum í
gegnum mannfjöldann.
Harold var á svölunum hjá
Ellie, er ég kom til baka. Þau
veifuðu til mín, þegar ég gekk
í gegnum garðinn.
„Komdu upp til okkar, við
söknuðum þin.“
Þegar ég kom til þeirra var
Harodl búinn að hella í glas
handa mér, og hélt á því í
hendinni.
„Ég ætti ekki að láta þig fara
út og verzla svona eina. Ertu
alveg dauðuppgefin? Eru þess-
ar körfur ekki voðalega þung-
ar? Ég vil ekki að þú þreytir
þig. Ég verð að fara með þig
í bílnum á markaðinn.“
„Ég vil miklu heldur fara
gangandi Harold, það -er alveg
satt.“
„Það er ekki gott fyrir konur
að bera þungar byrgðar, nema
þá sveitakonur. Seztu niður, og
segðu okkur hvað borið hefur
fyrir þig í morgun.“
„Hvers vegna er það, að sum-
um tekst svo vel að láta mann
finna til þess, hve bjánalegur
maður er, en aðrir hlýja manni
um hiartaræturnar?“
Ellie, sem lá á gólfinu á kápu
FALKINN