Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 43

Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 43
breyzt á skömmum tíma. Við ættum að hafa eins mikið reiðu- fé og mögulegt er.“ Ég vissi auðvitað aldrei upp á eyri hve stórar upphæð- irnar voru, sem keisarinn fékk fyrir, en það getur ekki verið ýkja mikið. Þegar ég spurði hann í Róm, hvort við gætum lifað á tekjum okkar, greip hann blýant og þegar hann hafði reiknað nákvæmlega sagði hann: „Ef það væru aðeins við tvö. En fjölskylda mín er yfir tut- tugu mans. Þess vegna langar mig að kaupa búgarð. Allir bræður mínir gætu búið þar og við gætum að minnsta kosti verið nokkurn veginn viss um að börnin fengju nóg að borða.“ Ég veit ekki, hvort þetta nýja líf hefði gert keisarann ham- ingjusaman. En hvað sem því líður, þá átti þetta að fara á annan veg. Daginn eftir kom ungur blaðamaður frá Asso- ciated press til okkar á hótel Excelsior, meðan við vorum að snæða hádegisverð. Hann rétti okkur sigri hrósandi bréfmiða. Við lásum: „MOSSADEQ YFIRBUGAÐ- UR — KEISARALEGAR HER- SVEITIR GÆTA TEHERAN — ZAHEDI FORSÆTTSRÁÐ- HERRA.“ Fréttirnar höfðu komið á fjarritarann nokkrum mínútum áður og meðan við lukum mál- tíðinni hraðaði hinn ungi vin- ur okkar sér aftur til skrifstofu sinnar síðan til okkar á ný að gefa okkur vitneskju um síð- ustu fréttir. Eins og ætíð fyrr undir svip- uðum kringumstæðum var ég róleg á yfirborði, en keisarinn varð svo fölur, að ég hélt hann væri að fá aðsvif. Nokkru síð- ar sagði hann við blaðamenn- ina, sem hópuðust að borðinu okkar: „Ef þessar fréttir eru örugg- ar, hefur íran nýja löglega stjórn. Sé svo munu keisaraynj- an og ég snúa heim eins fljótt og mögulegt er.“ Meðan við gengum upp til herbergja okkar tók hann um hönd mér og tautaði: „Hvernig vissuð þér, Soraya? Hvernig gátuð þér séð þetta fyrirfram?" Auðvitað vissi hvorki hann né ég hvað hafði verið að ger- ast í Teheran. Þegar símasam- band var aftur eðlilegt fengum við hinar ýmsu útgáfur á gangi málanna. Síðar tókst mér — í samræðum við mennina, sem hlut áttu að máli — að mynda mér eftirfarandi mynd af því, sem við hafði borið síðan við hurfum úr landi. Zahedi og nokkrir aðrir liðs- foringjar höíðu fengið felu- stað hjá góðum vini í Shimram. Þar lét hann fjölrita skýrslu keisarans, þar sem hann er út- nefndur forsætisráðherra. Á mánudag smygluðu fylgismenn hans eintökum af skýrslunni í Teheran og skildu eftir í leigu- bifreiðum, vezlunum, skrifstof- um og á leitingahúsum, svo að fljótlega vissi öll borgin um sviksemi Mossadeqs. Meðan því fór fram hafði Mossadeq afvopnað lífvörð keis- arans og gert lögregluna á- hrifalausa. Árangurinn varð sá, að kommúnistar gættu stræta og torga í Teheran. En síðan hafði hjólið tekið að snúast á annan veg. Ame- ríski ambassaforinn, Loy Hen- erson fór til Mossadeqs og sagði: „Ef þér sitjið aðgerðarlausir og líðið ofstopamönnum Tudeha að ræna verzlanir og brjóta nið- ur listaverk, mun stjórn mín kveðja hina þrjú þúsund Bandaríkjamenn í landinu heim.“ Þessi viðvörun hafði sín áhrif á Mossadeq. Skyndilega gaf hann lögreglunni fyrirmæli um að halda aftur af múgnurn, og skyldu beita ölium tiltækum ráðum, jafnvel þótt fólkið væri að hylla hann sjálfan. Og þetta dró einnig niður í kommúnistum og þeir drógu sig í hlé. Um svipað leyti barst það alþýðunni til eyrna, að þeir hefðu gert tilraun til að sprengja í loft upp grafhvelf- ingu Reza keisara. Þar hafði þeim orðið á alvarleg skyssa. Fyrir einlæga Persa er mynd keisarans „skuggi Allah“ og litið var á hvelfinguna sem heilagan stað. Hina næstu nótt átti því Mullah Bebahani auðvelt með að vinna þúsundir á sitt band. Jafnframt því hófst nú Banda- ríkjamaðurinn Schwartkoph handa. Rússar höfðu verið ör- látir á rúblur. Schwartskoph tilkynnti kaupmönnum enn girnilegri boð. Það var sagt að á þessum fáu dögum hefði hann afhent meira en sex milljónir dollara. * \ X M miðvikudagsmorgunn var hver Teheran búi, sem vettlingi gátu valdið á götum úti og mótmæltu rauðu hætt- unni. Fólkið hyllti keisarann og bar geysistórar myndir af hon- um og mér um göturnar. í ýms- um borgum snerust hermenn- irnir á sveif með alþýðunni. Zahedi hershöfðingi sá, að nú var hans stund runnin upp. Um nónbil ók hann að lögreglustöð- inni í Teheran, en þar stóð yfir bardagi milli lögreglunnar og alþýðumanna. Hann gekk ró- legur út úr bílum og gekk í átt- ina að gapandi byssu kjöftum, sem vörnuðu honum vegar inn í bygginguna. Á þessu augnabliki hengu ör- lög írans á bláþræði. Hver ein- asti maður hætti að berjast og starði agndofa á það sem var að gerast við aðaldyrnar. Þeir bjuggust við að hershöfðinginn yrði skotinn niður. Skyndilega kastaði liðsforingi einn frá sér byssunni og hrópaði: „Lengi lifi Zahedi! Guð blessi keisarann!" Framh. í næsta blaði. ★ Norðurlandaferð 15.-30. júlí Bergen — Sognfjörður Oslo — Örebro Gautaskurðurinn — Stokkhólmur Gautaborg — Kaupmannahöfn Glasgow Hópfcrð með íslenzkum fararstjóra um fegurstu héruð Norðurlanda, viðkoma í Glasgow á heimleið FERÐASKRIFSTOFAN Hverfisgötu 12 Símar: 17600 og 17560 Skipagötu 13 Akureyri Sími 2950

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.