Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 18
Það er laugardagur fyrir hvitasunnu. Einhver heiðnasta
þjóð á vesturlöndum hefur lagt frá sér öll verk í Jesú
nafni og í hönd fara tveir helgir dagar. Og svo mikil er
helgin, að í kvöld má fólk ekki horfa á kvikmyndasýningar,
það má ekki fara i leikhús, það má ekki dansa á veitinga-
húsunum. Það má að vísu fara þangað inn og drekka
áfengi og hlusta á tónlist — en heldur ekki meira. Sem
sagt — það eina, sem er leyfilegt á þessari kristnu hátíð
til afþreyingar er að drekka, drekka, drekka ... Vissulega
vel til fundið, enda árangurinn eftir þvi. Þetta er allt í
anda þeirrar gagnmerku æskulýðsumbótastefnu, sem nýlegá
lýsti sér í þeirri snilldarráðstöfun nokkurra öfundsjúkra
gróðamanna, þegar algerlega var bönnuð sala á öllum
nauðsynjavörum eftir ákveðinn tíma á deginum, NEMA
náttúrlega tóbak og sælgæti! — og virðuleg dagblöð í
Reykjavík lýstu því yfir að vandamál æskulýðsins hefðu
stórminnkað!
Unga fólkið á víst býsna erfitt með að skilja þessa miklu
helgi fullorðnafólksins — en úr því ekkert má gera nema
drekka, því þá ekki það? Að minnsta kosti hafa hvítasunnu-
hátiðir undanfarin ár orðið sannkallaðar Bakkusarhátíðir,
og i fyrra gekk ölæði unglinganna svo langt, að yfirvöldin
skipuð nefnd sérfræðinga til að athuga málið. Já — meira
segja gekk þetta svo langt, að nefndin komst ekki hjá því
að sjá, að eitthvað var að. Vonandi hafa verið gerðar ein-
hverjar úrbætur. þegar börnin, sem komu undir í Þjórs-
árdal í fyrra fara að hugsa til hvítasúnnuhelgarinnar ferm-
ingarárið sitt. Kannski þau geti jafnvel farið í bíó? Nei,
annars, þetta er nú kannski til of mikils ætlast.
Þessar hugsanir, og aðrar syndugri, flugu í gegnum huga
minn, þegar Weapon bíllinn R-1051 ók með okkur blaða-
menn fyrir Hvalfjörðinn. Við höfðum slegið okkur saman af
Fálkanum og Alþýðublaðinu og ákváðum r.ð fylgjast eitt-
hvað með ferðum unglinganna þetta kvöld. Við höfðum
reynt að halda uppi spurnum um daginn um það, hvort
eitthvað sérstakt væri í bígerð, og ef svo væri, hvar þá.
Upplýsingar voru ekki miklar, en eftir því sem næst var
komizt, virtust unglingarnir ætla að stefna að Hreðavatni,
en fleiri staðir voru raunar nefndir. Flestir töldu þó, að
Borgarfjörður yrði fórnar„dýrið“.
Upp úr hádeginu var endanlega ákveðið að „freista gæf-
unnar“ en þá var þyngsta þrautin eftir, — að fá bíl til
fararinnar. Þó tókst eftir sérstaka lipurð forráðamanna
bílaleigunnar Bílsins að fá áðurgreindan bíl til fararinnar.
í kaupunum fylgdi hinn þekkti bílstjóri Halldór Ólafsson
frá Rauðalæk. Sá var einn stærstur kostur bifreiðarinnar,
að hún var búin talstöð. svo við gátum fylgzt með samtölum
talstöðvarbíla og þannig ekið rakleitt þangað, sem ungl-
ingarnir héldu sig, og sparaði það okkur tvimælalaust
mikinn tíma. Þá var ekki ónýtt, þegar á staðinn kom, hversu
stórir gluggarnir voru og útsýni gott.
Við komumst ekki af stað fyrr en um hálfníuleytið, og
var það óneitanlega fullseint vegna birtunnar, sem kom
niður á gæðum myndanna. Tveir blaðemenn frá Alþýðu-
blaðinu voru með, Grétar Oddsson og Jóhann Vilberg ljós-
myndari. Er við vorum í Hvalfirðinum hrökk ég upp úr
hugleiðingum mínum um viturlega stjórn landsfeðra okkar
á æskulýðsmálunum við það, að bílar Borgarneslögreglunn-
ar fóru að kallast á. M-200 kallarM-300... M-200 kallar
M-300 ... og svo kom erindið Það hafði orðið slys. Bíll
hafði ekið út af vegi og lent ofan í á. „Sennilega ekki það
eina,“ sagði Grétar. Við heyrðum, að fólkið væri talsvert
slasað, lægi við veginn, og M-300 var beðinn um að fara
á vettvang og flytja fólkið á siúkrahús. Hann var sem sagt
sjúkrabíll. Svo var farið að ræða um, hvar nást myndi í
íækninn. Skömmu síðar kom í ljós, að hann hafði verið á
ferðalagi og komið á slysstaðinn. Öllum létti, þeim á M-200
og M-300 og okkur líka.
Við stönzuðum aðeins í sjoppunni við oliustöðina í Hval-
firði. Nokkrir unglingar sátu inni og drukku gos og átu
pylsur. Bíll renndi í hlaðið og nokkrir „töffar“ stigu út.
Þeir vissu vel af sér og höfðu bersýnilega einhvers staðar
komizt í áfengi. Andartak varð mér hugsað til Þjórsárdals-
nefndarinnar og ónefnds lagabókstafs, en svo renndi annar
bíll að og aðrir ,,töffar“ stigu þar út. Sama ásigkomulag.
IV8AGMLS BJARMFREÐSSOIM
Ásgeir Pétursson sýslumaður fékk að nota talstöðina okkar.
Hann og hans menn eiga mikinn heiður skilinn fyrir fram-
göngu sína þetta kvöld að Hreðavatni.
„VORMENN
ÍSLANDS"