Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 40
ViSgerða- og varahlutaþjónusta
GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F.
Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200
Akcreyri
Framh. af bls. 15.
— Það var 1951, sem undir-
búningur að henni hófst, en
hann var mjög mikill. Ég
kynnti mér þessa starfsemi
erlendis, en að því búnu ræddi
ég við fulltrúa hinna ýmsu
starfsgreina og leitaði upplýs-
inga. Árangurinn af þessu
varð bókin Hvað viltu verða?
en hún bætti að nokkru
leyti úr brýnni þörf og hefur
40
nú verið send í flesta skóla
landsins. Næst heimsótti ég svo
ýmsa skóla og ræddi við nem-
endur um þessa starfskynningu
og hóf undirbúning að fyrsta
starfsfræðsludeginum, er hald-
inn var í Iðnskólanum í Reykja-
vík 1956. Síðan hefur þessi dag-
ur verið haldinn árlega, en
rinnig hafa verið sér fræðslu-
dagar fyrir sjávarútveg, þannig
að tala starfsfræðsludaga í
Reykjavík er orðin 13.
— Og þetta hefur alltaf ver-
ið vel sótt?
— Já, þetta var mjög vel
sótt þegar í upphafi. Þátttakan
hér er hlutfallslega meiri held-
ur en í nágrannalöndunum. Ég
held að mér sé óhætt að segja
að þátttakan hér sé níu sinnum
meiri en á Norðurlöndum.
— Það mun vera mikið starf
sem liggur að baki einum degi
sem þessum?
— Já, það er næstum ótrú-
legt starf, sem liggur að baki
einum slíkum degi, bæði hvað
varðar skipulagningu og fleira.
Til þess að starfsfræðslan
heppnist vel þurfa að vera
sem beztir fulltrúar fyrir
hverja starfsgrein, sem fræðsla
er veitt um. Og mér mun óhætt
að segja, að svo hafi altaf verið.
Fulltrúar hinna ýmsu greina
hafa lagt á sig mikið erfiði og
fyrirhöfn varðandi þessa
fræðslu og margir hafa fylgzt
með þemi unglingum, sem á
fræðsludagana hafa komið og
hafa seinna meir veitt þeim
margháttaða aðstoð við að kom-
ats að í greininni. Þetta er ó-
metanlegt starf, sem þessir
menn hafa innt af höndum.
Og þetta byggist mikið á því
að þessir menn eru ánægðir
með sitt starf, ber virðingu
fyrir því og veita þess vegna
alla þá aðstoð, sem þeir mega.
— Mundir þú vilja gera
starfsfræðsluna að skyldunáms-
grein í skólum?
— Nei, ég held að það sé
ekki heppilegt. Og ég vil gjarna
láta þess getið, að ég er að
mörgu leyti á móti skyldunámi.
Mörgum nemendum finnst það
of þvingandi og slá þess vegna
slöku við námið. Hitt er svo
annað mál að ekki er hægt að
komast hjá ákveðnu skyldu-
námi svo sem í lestri, skrift
og reikningi en það ætti að
vera hægt að velja milli greina.
Af þessum sökum er ég á móti
því að starfsfræðsla verði gerð
að skyldunámi en hins vegar
er mjög heppilegt að haldið sé
uppi fræðslu um hana í skól-
um og þá einkum gagnfræða-
skólum. En það eru nokkur at-
riði sem ég vál taka fram.
Starfsfræðslan er m. a. almenn
kynning á starfsgrein og það
er ekki annað en staðreyndir
varðandi þær, sem þarna koma
til greina. Þetta ættu allir hlut-
aðeigendur að athuga vel. For-
eldrar ættu því ekki að segja
börnum sínum að spyrja um
þessa og þessa grein heldur gefa
þeim frjálsar hendur. Og það
er eitt, sem ég vil alveg sér-
staklega taka fram. Kenndrar
ættu að forðast að senda nem-
endur sína á starfsfræðsludaga
með skriflegar spurningar, eins
og komið hefur fyrir. Þessar
spurningar hafa það í för með
sér að fulltrúar greinanna eru
raunverulega að svara keniiar-
anum en ekki nemandanum.
Sá unglingur, sem kemur á
starfsfræðsludag á að hafa sem
frjálsastar hendur og spyrja að
því, sem hann einn vill spyrja
um.
— Hvað hafa verið kynntar
FALKINN