Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 4

Fálkinn - 01.06.1964, Blaðsíða 4
/*3% Félagsprentsmiðjan h.f. SPÍTAJLASTÍG 10 (við Óðinstorg) SÍMI 11640. Prrniun Á BÓKUM — BLÖÐUM TÍMARITUM ALLS KONÁR EYÐUBLAÐAPRENTUN. Strikun á verzlunarbókum og lausblöðum. Vandað efni ávallt fyrirliggjandi. Gúmstimplar afgreiddir með litlum fyrirvara. Leitið fyrst til okkar. Félagsprentsmiðjan h.f. Spítalastig 10. — Sími 11640. osta-og smjörsalan s.f. Húsnæðismál Alþingis. Háttvirta blað. Það getur vel verið að þið viljið ekki birta þetta bréf mitt i Pósthólfinu, en þá gerir þáð ekki svo mikið til, þið hendið því þá bara, vonandi eigið þið eitthvað af nothæfum ruslaföt- um. Ég ætla ekki að biðja ykkur um aðstoð hvernig ég eigi að kynnast einhverri stelpu úti í bæ eða hvernig ég eigi að losna við fótraka né dagskrá útvarps- ins heldur ætla ég að ræða við ykkur miklu göfugra mál sem sé húsnæðismál hins háa Al- þigis. Mér er sagt af fróðum mönn- um og svo hefur maður bæði séð það í blöðum og heyrt í útvarpi að húsakostur þessarar öldnu og virðulegu stofnunar sé orðinn allt of lítill og hái það störfum þess mjög. Vitaskuld er leitt til þess að vita en mér kom nú annað í hug þegar ég frétti þetta: Mikið var. Nú gefst okkur alveg stórkostlegt tækifæri og við erum hinir mestu aulabárðar ef við látum þetta tækifæri úr greipum ganga. Þess vegna skrifa ég ykkur þetta bréf ef vera mætti að það vekti einhverja til um- hugsunar um þetta mál. Og ég hef í huga alveg sérstaka lausn á þessu máli. Mun ég nú gera grein fyrir henni hér á eftir. Svo sem allir vita þá var Alþingi til forna haldið á Þing- völlum við Oxará en er það var endurreist var það ekki á hin- um forna þingstað heldur hér í víkinni. Þetta var hið mesta glapræði svo sem komið hefur á daginn. Nú, þegar í Ijós hefur komið að húsnæði þess hér í víkinni er orðið of lítið, þá vakn- ar sú spurning hvort ekki væri hentugra og betra fyrir okkur að flytja þessa virðulegu stofn- un í heilu lagi austur á Þing- völl við Öxará. Nú kann svo að fara að ein- hverjum finnist lítið til þessar- ar hugmyndar koma en þegar farið er að athuga hana betur kemur í Ijós að hún er ekki aðeins vel nothæf heldur sú eina lausn sem kemur til mála. Þarna austur frá yrðu byggð nægileg hús fyrir Alþingi. Mér dettur í hug að um hringlaga byggingu yrði að ræða með sæmilegum húsagarði að húsa- baki. Þarna yrðu skrifstofur Alþingis og íbúðarhúsnæði þingmanna og starfsliðs. Utan um þetta yrði svo sett ramm- efld gaddavírsgirðing og inn fyrir hana fengi enginn að fara nema sem ætti brýnt erindi og ekki út fyrir heldur Þarna gæti svo Alþingi haldið störf sín, þráttað um það sem uppi er á teningnum hvert sinni og við sem fyrir utan þessa girð- ingu erum fengjum að vera í friði og lausir við allt þetta málskraf og upphrópanir sem þessu eru samfara. Svo þakka ég kærlega fyrir allt gamalt og gott svo sem venja er að ljúka bréfum og bið ykkur vel að lifa. Ykkar einlægur, Þ. Æ. Svar: Vissulega athyglisverö hugmynð, en á sennilega langt til jram- kvæmda. Skenimtiþættir á sunirin. Kæri Póstur! Mig langar til að senda þér nokkrar línur og koma fram með athugasemd, uppástungu eða hvað menn vilja kalla það. Nú er komið sumar og þessir tveir skemmtiþættir sem verið hafa í útvarpinu í sumar eru að hætta. Það verður mörgum mikil eftirsjá í Svavari Gests. Hann á mikla þökk og mikinn heiður skilinn fyrir sitt starf í þágu hlustenda. Og nú verður víst lítið af léttu efni í sumar. Kannski fáum við þó að heyra stöku sinnum í Guðmundi Jóns- syni og Jóni Múla. Getur út- varpið ekki haft einhverja skemmtiþætti fyrir ferðamenn annað en lög leikin á gramma- fóninn. Það er hægt að fá nóg af mönnum til að sjá um góða þætti. Góða menn. Það fylgir auðvitað sá böggull skammrifi að það þarf sennilega að borga því ekki er hægt að ætlast til þess að menn sjái um svona í gustukaskyni. Og alltaf eru af- notagjöldin að hækka svo það er ekki nema eðlilegt að menn vilji hafa eitthvað fyrir snúð sinn. Og af hverju að vera með þessi afnotagjöld. Því ekki að hafa nefskatt og hafa hann þá það háan að hægt sé að hafa góða dagskrá. Erum við ekki alltaf bæði drukknir og ódrukknir að tala um hversu mikil menningarþjóð við höf- um verið að fornu og nýju? Og því þá ekki að sanna okkar menningu með góðri útvarps- dagskrá þar sem ekki stöðugt eru sinfóníutónleikar og lestur úr svo og svo leiðinlegum bók- um heldur góð og skemmtileg dagskrá. Hún þarf ekki að vera sprenghlægileg frá morgni til kvölds. Það er enginn að biðja um það heldur hitt að stundum sé hægt að brosa nema kannski bara annað hvort sunnudags- kvöld Og svo er auðvitað eng- inn -ð biðja urr að sinfoni”,- tónleikar verði felldir niður og 4 FÁLKiNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.