Fálkinn - 10.08.1964, Page 4
Knattspyrna utan
Reykjavíkur.
Háttvirta blað!
Þegar maður ferðast út um
landið verður maður víða var
andúðar á Reykvíkingum. Þeir
sem búa utan borgarinnar virð-
ast bera í brjósti sér einhverja
minnimáttarkennd gagnvart
borgarbúum enda ekki nema
eðlilegt. Reykvíkingar standa
hinum talsvert framar um flest.
Annars var það ekki þetta sem
ég ætlaði að gera að umtalsefni
í þessu bréfi.
Það var knattspyrnan utan
Reykjavíkur sem mig langaði
til að ræða.
Þeir sem hafa horft á knatt-
spyrnuleiki utan Reykjavíkur
hljóta að hafa tekið eftir því
hversu utanborgarmenn eru
æstir áhorfendur. Það er eins
og velferð byggðarlagsins sé
undir því komin að þessi leik-
ur vinnist. Og þeir liggja ekki
á liði sínu að hvetja sína menn
með þeirri orðgnótt sem ekki
heyrist á áhorfendasvæðum
leikvalla í Reykjavík. Og það
getur verið stór hættulegt fyrir
lið úr Reykjavík að sigra. Fyrir
nokkrum árum kom það íyrir
að möl og sandi rigndi yfir
áhorfendhr eins Reykjavíkur-
félags norður á Akureyri. Þó
voru þessir áhangendur miklu
prúðari en hinir herskáu heima-
menn. Og nú skeði svipað þessu
á Akranesi um daginn eins og
öllum mun í fersku minni. Þess
vegna finnst mér það stór
spurning hvort ekki beri að
stefna að því að íslandsmót 1.
deildar fari aðeins fram í
Reykjavík. Ég held að þetta sé
eitt af þeim málum sem næsta
ársþing Knattspyrnusambands
íslands verði að taka afstöðu til.
Svo vona ég að þetta bréf
birtist en verði ekki stungið
undir stól.
Einn úr Vesturbænum.
Svar:
Þetta bréf þitt gengur kannski
heldur langt en viö birturn þaö
engu aö síöur enda Pósthólfiö opiö
öllurn þeim sem vilja láta frá sér
heyra á þessum vettvangi.
Svar til Þ.:
Þú skalt eklci berja hann. Þaö
borgar sig ekki því liann gceti bariö
þig illa á móti. Þú skalt ekki
heldur sparka í liann þótt þú mun-
ir sjálfsagt liitta heldur vegna
þess aö htinn' gæti sparkað illtí i
þig á móti eöa liöföaö á þig mál
fyrir líkamsárás. Þú skalt ekki
heldur kasta honum í síldarþróna
því þaö er óvíst aö þú ráöir viö
liann og og þá gcetir þú lent l
lienni i staöinn. Ofbeldi borgar
sig heldur ekki á þessum grund-
velli. En þú getur reynt aö hlœja
aö honum í hvert skipti sem þú
sérö hann en þú veröur aö æfa
þann hlátur vel áöur en þú ferö
af staö. Og mundu þaö aö lilæja
í hvert einasta skipti sem þú sérö
hann. Ef hann lemur þig þá ferö
þú bara meö máliö í bæjarfógetann
— ef þú stendur upp aftur.
Svar• til V.:
Þetta svar berst þér þaö seint i
hendur aö állt veröur afstaöiö.
Þess vegna förum viö ekki aö
gefa þér neiii ráö. En hins vegar
væri gaman aö fá Jrá þér llnu
þar sem þú segöir okkur frá
livernig málin hafa fariö.
Stjörnuspáin.
Fálkinn,
Reykjavík.
Mig langar til að skrifa
ykkur nokkrar línur og hvarta
við ykkur undan stjörnuspánni.
Mér finnst hún oft á tíðum ekki
heldur ekki alltaf að marka
hana. Um daginn stóð t. d. að
ef ég færi í ferðalag yrði helgin
skemmtileg. Og hvað skeður.
Það rigndi svo mikið að ég
nennti ekki að standa í því að
fara úr bænum. Svona er þetta
oft. Svo stóð einu sinni að um
helgina mundi ég verða fyrir
óvæntum gróða svo ég vgr
heima aldrei þessu vant í stað-
inn fýrir að fara út og skemmta
mér eins og venjulega. Svona
nokkuð finnst mér ekki hægt.
Ég vona bara að þið athugið
þetta að sjá að ykkur.
Palli.
Svar:
Þaö er ekki hœgt aö tala um
liagstœöa stjörnuspá, eins og þú
gerir Palli minn. Stjörnuspáin þín
veröur þvi aðeins hagstœö aö af-
stööur stjarnanna séu hagstceðar.
Þetta hlýtur þú aö sjá sjálfur. Og
þú ferö alls ekki eftir þvl sem
stjörnuspáin segir þér. Þú áttir
auðvitað aö fara úr bœnum um
daginn þótt þaö vceri rigning.
Spáin tók ekkert fram um veöur.
Og þetta hefur sennilega verið
þegar hestamannamótiö var á
Þingvöllum. Þaö er alveg greini-
legt aö þangaö hefur þú átt aö
fára. Sko þarna séröu. Þú lest
stjörnuspána en gerir svo þvert
ofan í þaö sem hún segir. Þessu
veröur þú aö breyta. Svo þetta
meö peningana. Þú segist hafa
veriö vanur aö fara út og skemmta
4 FÁLKINN