Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Qupperneq 12

Fálkinn - 10.08.1964, Qupperneq 12
Hvers vegna gat ég ekki losnað þessa ímyndun mína, að ég vœri einhver önnur en ég var? Var þetta allt hugarfóstur sjúkrar ímyndunar? Skynsemin sagði mér, að þannig hlyti það að vera, en samt gat ég ekki hœtt að vona, að ég íyndi skýringuna. Það sem áður er komið Þetta hefur gerzt hingaS til: Þegar ég vaknaði lá ég svolitla stund með lokuð augu og hugs- »ði um allt það dásamlega, sem Ibeið mín. Ég var átján ára og t dag átti ég DORCAS MALL- ORY, að giftast JOHN WIN- SLOW. Þetta yrði aðeins ein- falt stríðsbrúðkaup, ég ætlaði að verða í blárri drakt og faðir minn yrði sá eini, sem kæmi með okkur til lögmannsins, en það, sem mesta þýðingu hafði, var, að ég átti að verða kona Johns. Ég opnaði augun og tók eftir því, mér til mikillar skelfingar, að ég lá í ókunnugu herbergi. Það var fallegt, og húsgögnin voru augsýnilega dýr, en ég hafði aldrei séð neitt af þessu áður. Þarna voru tvö rúm, og það hafði verið sofið í hinu rúminu líka. Á milli rúmaima stóð náttborð með stórri lit- mynd. Myndin var af konu og ungri stúlku. Konan hefði verið fögur, ef hún hefði ekki verið með svona mikinn óánægju- svip og sýnzt svona hrokafull. Mér leizt sérstaklega illa á hana. Ég hélt mig dreynidi og kleip mig þess vegna í hand- legginn. Þá var það, að ég tók eftir giftingarhringnum á fingr- inum á mér. Þetta var ekki hringurinn frá John . .. Dyrnar opnuðust og maður kom inn. Ég þekkti hann aftur, þetta var stjúpbróðir föður míns, CHAR- LES LANDRY. Hann var bú- settur í Kanada og hafði kom- ið til London rétt fyrir brúð- kaupið. Ég þekkti hann varla, og var ekkert skyld honum, þar sem ég var aðeins fóstur- dóttir föður míns. Hvað var hann að gera inni í svefnher- berginu mínu? Smátt og smátt rann sann- leikurinn upp fyrir mér. Konan á myndinni var ég sjálf! Og allir komu fram við mig, eins og ég væri gift Charles Lan- dry og móðir hinnar átján ára JOANNA, sem ætlaði að fara að gifta sig þennan sama dag. Ég varð utan við mig af hræðslu, og um leið og ég var orðin ein hringdi ég til Darlton hótelsins, þar sem pabbi og ég höfðum fengið inni. Þar var mér svarað því til, að enginn með nafni Mallory væri þar. En alvarlegasta áfallið var þó að siá í dagblaðinu þennan dag, að daesetningin var árið 1057, en ekki 1943, eins og ég hafði haldið. Fjórtán ár voru gjörsam- lega horfin úr huga mér. Fyrst um kvöldið fékk ég tækifæri til þess að tala við Charles. Ég sagði honum, að ég væri ekki Lisa Landry heldur Dorcas Mallory, fóstúrdóttir stjúpbróður hans. — Ég hef aldrei átt neinn stjúpbróður, sagði hann, og heldur engan annan bróður... — Ég þekki yður nú samt! hrópaði ég. Þér leituðuð föður minn uppi. Við hittumst í London. Við borðuðum saman miðdegisverð þér hljctið að muna eftir mér! Hann kipraði saman munn- inn. — Vist man ég eftir þér. Það vaeri eitthvað undarlegt, ef ég myndi ekki eftir þér, við sem höfum verið gift í átján ár. — Þetta er ekki til þess að gera að gamni sínu með, sagði ég æst. — En hvers vegna heldurðu að þú sért — hvað hét hún nú aftur — Dorcas Mallory? — Vegna þess að ég er hún! — En það ert þú nú ekki, sagði CharJes óbolinmóður. Þú ert Lísa Laudry. — Ég veit alls ekki nokkurn skapaðan hlut um Lisu Landry. Ég; heyrði sjálf, hversu fjar- stæðukennt þetta var hjá mér. Hér hlaut að vera um einhvern misskilning að ræða. Ég veit , ekki, hvað ég er að gera hérpa í húsinu — eða hvernig ég kom hingað — eða hve lengi ég hef verið hér ... — Þú ert veik litla vina míh, sagði Charles. Það hlýtur áð vera út af hitanum, og svo öllu umstanginu út af brúðkaupi Joanna... — Ég er alls ekki veik! Veðr- ið kemur þessu ekkert við og heldur ekki brúðkaupið . . . — En hvers vegna ertu svona viss um, að þú sért Dorcas Mallory? — Af hverju er maður viss um, hver maður er? spurði ég aftur. Það er bara dálítið, sem maður — sem maður veit end- aði ég í uppgjöf. — Þú hefur haft mikið að gera að undanförnu, sagði Framhalda á bls. 14. Gleðin, sem ég hafði fundið til, þegar óg þekkti aftur hótelið, brevttist í ske*fingu. Ef ég var Lisa Landry, hvers veena þe’<kti ég þá alla hluti hér svo vel? 12 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.