Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Blaðsíða 20

Fálkinn - 10.08.1964, Blaðsíða 20
I þessu greinarkomi rœðum við lítiUega um flugnám c heimsœkjum einn flugskólann, en þeir eru þrír hér á landi um þessar mundir. Það er flugskólinn Þytur, sem við heimsœkjum, en nýlega eignaðist skólinn nýja og fullkomna kennsluflugvél. Hér á landi munu nú starfandi þrír flugskólar. Tveir hér í Reykjavík. Þytur og Flugsýn, og svo einn norðui á Akureyri, Flugskóli Tryggva Helga- sonar. Þeir, sem um þessar mundir leggja stund á flugnám í skólum þessum, munu vera eitthvað á annað hundrað. Nú munu margir spyrja, hvort þessir rúmlega hundrað sem eru að læra flug muni nokkru sinni fá atvinnu á þessu sviði. Þegar við leitum eftir svari við þessari spurningu, skulum við hafa hug- fast að margir læra flug eingöngu sér til ánægju, en ekki til að hafa af því atvinnu. Af um hundrað, sem heíja flugnám, eru þeir- tæplega þrjátíu, sem ljúka atvinnuflugmannsprófi. Flestir ljúka einka- flugprófi, en nokkrir hætta eftir sólópróf. Hvað um þessa þrjátíu sem ljúka atvinnuflug- mannsprófi? Flestir þeirra munu fá atvinnu hjá flugfélögunum, enda uppgangur hjá þeim báðum um þessar mundir. og þá eru þess mörg dæmi að menn leiti út fyrir landsteinana í atvinnuleit á 20 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.