Fálkinn - 10.08.1964, Blaðsíða 23
*
»
litlum flugvélum og úr þessu höfum við
áhuga á að bæta, með því að stofna flug-
klúbb. Ég kynnti mér svona starfsemi í
Bretlandi og hygg að við munum sníða okkar
flugklúbb eftir því. Menn myndu borga
ákveðið árgjald og fá í staðinn ákveðinn
fjölda flugtíma á vægu verði, og flugtímar
umfram þessa myndu verða á sama verði.
Þá er nauðsynlegt að menn í þessum klúbbi
hafi aðstöðu til að hittast og spjalla saman
um áhugamál sitt, flugið. Við myndum setja
meðlimum klúbbsins mjög strangar reglur
varðandi flug og brot á slíkum reglum myndi
að sjálfsögðu varða brottrekstur. En með
starfsemi svona klúbbs mundi mönnum gef-
inn kostur á að halda við kunnáttu sinni og
auka við hana. Ég veit það líka að almennur
áhugi fyrir flugi er mjög mikill hér og mundi
enn aukast með tilkomu svona félagsskapar.
— Þið eruð með strangar reglur í flug-
skólanum?
— Flugnám hefur verið þyngt mjög frá
því sem var, og ég held að á því hafi verið
nokkur þörf. Við höfum hér einnig mjög
strangar reglur og göngum að sjálfsögðu
______________________________________________________________________________________________________________________________________|
wmmmm
strangt eftir að þeim sé fylgt. í þessum efnum
þýðir enginn leikaraskapur og aldrei er of
varlega farið. Þeir sem leggja stund á leikara-
skap hætta því miður oft ekki fyrr en eitt-
hvað alvarlegt hlýzt af, og það getur eins
bitnað á öðrum.
— Hvað eigið þið margar vélar?
— Með þessari, sem við vorum að fá núna,
eru þær níu. Við eigum von á annarri eins
nú í haust. Kennsluskilyrði hafa batnað mjög
hjá okkur og við höfum mikinn hug á að bæta
þau enn meir.
Við göngum nú með Sigurði um húsa-
kynni flugskólans. Hann segir að þau séu
orðin helzt til þröng og þeir hafi hug á að
bæta við þau eins fljótt og kostur sé.
Flugskólinn rekur sitt eigið viðgerðar-
verkstæði þar sem öll viðgerð og eftirlit
flugvélanna fer fram.
— Eitt af vandkvæðum einkaflugs hér
á landi er að erfitt getur verið að fá gert
við flugvélar sem eru í einkaeign vegna
þes að hér er ekki um neina sambærilega
þjónustu að ræða og varðandi bifreiðar
t. d. Nokkrir einstaklingar hafa farið út
á þá braut að eiga vélar sjálfir en ég held
að sá rekstur hafi í mörgum tilfellum
gengið erfiðlega m. a. af þessum orsökum.
Flugkiúbbar t. d. á vegum flupskólanna
mundu aftur á móti bæta úr þessu.
Hér er loftmynd af Vogunum,
og Heimunum, f jær er Laugar-
ásinn og Sundin.
— Er talsvert um leiguflug
hjá ykkur Sigurður?
— Já, það er alltaf talsvert
um það. Annars látum við slíkt
flug sitja á hakanum og látum
kennsluna sitja í fyrirrúmi því
hlutverk flugskólans er fyrst og
fremst að kenna.
— Og hvað eru margir nem-
endur í skólanum núna?
— Ég veit það ekki nákvæm-
lega en ætli þeir séu ekki eitt-
hvað á milli sextíu og sjötíu.
— Og bókleg kennsla fer
einnig fram hér í skólanum.
— Já, við höfum hér dagleg
námskeið eftir þeim reglum
sem Flugmálastjórnin setur og
hún semur þau próf sem gengið
er undir að námi loknu.
— Og þú ert trúaður á að
menn muni í auknum mæli fara
að stunda flug sér til ánægju?
— Já, á því er ekki minnsti
vafi. Ég er þeirrar skoðunar
að einkaflug muni aukast mjög
á komandi árum eftir því sem
aðstaða þess batnar. En það er
ekki fyrst og fremst einkaflug,
sem mun aukast heldur og far-
þega- og vöruflutningaflug.
Þetta er afskekkt og strjálbýlt
land og þess vcgna er framtið
flugsins hér á landi mjög mikil.
Það er lika talandi tákn þessara
tíma að bæði flugfélögin eru í
örum vexti.
Við þökkum Sigurði fyrir
spiallið og göngum út á svæðið
fyrir framan skólann. Það stóðu
fimm strákar á mölinni fyrir
framan skólann og fylgdust
Framh á bls. 36.
FÁLKINN
23