Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Page 25

Fálkinn - 10.08.1964, Page 25
HUGLEIÐiNGAR HÁLSI EFTIR GÍSLA BRYNJÓLFSSON prestshjón, en þau voru eðlilega fljótt þrotin að kröftum og því skilin eftir á kirkjustaðnum. Þangað voru þau síðar sött á báti og flutt um borð í ræningjaskipið. Sögn myndaðist um það, að sr. Jón hefði aldrei til Algeirsborgar komizt. í myrkri og svækju skipslestar- innar lét hinn aldni Hálsklerkur ekki af því að lofa og ákalla sinn Guð og herra, hversu illmannlega sem böðl- ar hans otuðu að honum vopnum sínum. Loks var honum ekki þolað það lengur. Eitt sinn er hann heyrðist ákalla Jesú nafn, rak einn varðmaðurinn öxi sína í höfuð honum og varð það hans bani. En þetta mun missögn. Hitt er sannara um örlög þeirra Hálshjóna, sem segir í bréfi úr Barbariinu árið 1631: „Sr. Jón og Katrín eru í Guði burtsofnuð, en hitt hans fólk lifir, þ. á. m. Þorsteinn og Steinunn, berandi dagsins þunga með stóru erfiði og mæðu og enn þá sinni réttri trú haldandi". — Þannig bei' bæði sagan og þjóðsagan vitni um trúarstyrk og hugprýði þessa aldurhnigna klerks og fólks hans í eld- raun þjáninga og dauða. En Tyrkinn var ekki búinn að fullkomna sitt verk á Hálsi í Hamarsfirði með því að ræna staðinn öllu fólki bæði lærðu og leiknu. Daginn eftir komu 35 af þessum illskuskólkum þrammandi á leið inn að Hamri þar, sem þeir tóku 13 menn til fanga. Nú leggja þeir leið sína í kirkjuna, ræna því, sem þeim finnst þess virði að hafa brott með sér, eins og kaleik og skrúða, en spilla hinu, kljúfa altarið og kasta því fram að dyrum. Hálskirkja galt því mikið afhroð í Tyrkjaráninu ekki 6. júlí árið 1627 eða fyrir 337 árum komu Tyrkir að prestssetrinu Hálsi í Hamarsfirði og rændu öllu heimilisfólki 11 manns utan einum pilti, sem tókst að flýja síður en systurkirkjurnar á Berunesi og í Berufirði. Hún var svivirt, gripir hennar fordjarfaðir, peningum hennar rænt, „hvað dæmt var að yrði að vera hennar skaði, fyrst presturinn, hennar fjárhalds- maður, var líka hertekinn qg ræntur sinu.“ Já, satt var. Það var óhægt um vik að koma fram skaðabótakröfum á hendur sr. Jóni, eins og nú var komið fyrir þjóni Drottins á Hálsi í Hamarsfirði. Og lengi lifði í minningunni þessi heimsókn Tyrkjans í Háls- kirkju. Fimm aldarfjórðungum síðar — árið 1752 — þegar pró- fasturinn á Hólum, sr. Jón Þorláksson kemur að Hálsi til að vísitera tera stað og kirkju hér hjá sr. Jóni gamla Gizurarsyni farast prófasti svo orð í vísitaziugerðinni, að altari sé gamalt og fornfálegt, sem Framhald á bls. 31. Háls í Hamarsfirði.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.