Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Side 29

Fálkinn - 10.08.1964, Side 29
Jacqueline Framhaid aí bls. 19. strax að undirbúa orrustuna MIKLU, kosningabaráttuna 1960. Því meir, sem hið örlaga- ríka ár nálgaðist, því sjaldnar sá Jacqueline mann sinn. Innst inni fannst henni maður sinn flýta sér full mikið, að hann gæti vel beðið eitt kjörtímabil enn. En hún vissi, að hún myndi aldrei geta fyrirgefið sjálfri sér, ef hann tapaði og hún hefði ekki gert allt, sem í hennar valdi stóð til að stuðla að sigri hans. John var reiðubúinn til að sigra og hennar verkefni var að hjálpa honum .. . á sinn hátt. Það útheimti vinnudag, sem hófst klukkan sex að morgni og lauk um miðnætti, þegar bezt lét. Á daginn skrifaði hún greinar í stórblöð, hélt fyrir- lestra um barnasjúkdóma og skólamál og skrifaði bréf til áhrifamikilla kjósenda víðs veg- ar um landið. Á kvöldin kom svo oft fyrir, að hún héldi mikl- ar veizlur fyrir fólk, sem grun- ur lék á að hneigðist að repú- blikönum. Þegar hún hélt oft skínandi og algerlega ópólitísk- ar ræður, á spönsku, frönsku og ítölsku, fyrir innflytjendurna aflaði hún manni sínum og stjórnmálastefnu hans óteljandi fylgismanna. Kvöld nokkurt, snemma í nóvember, var öll Kennedy- fjölskyldan saman komin í Hyannis Port. Það var daginn sem kosningaúrslitin urðu kunn. Richard Nixon eða John Kennedy? Klukkan tíu voru tölurnar mjög Kennedy í hag. Klukkustundu síðar hafði Nixon náð honum, og meira til. Jacqueline brast í grát og maður hennar hjálpaði henni í rúmið. Þegar hún vaknaði var hún „fyrsta frú“ landsihs síns. John hafði unnið, en munurinn var ekki nema hársbreidd. UMDEILD FORSETAFRÚ. Næstu fjögur árin átti Hvíta húsið að verða heimili hennar. Þegar Jacqueline og John fluttu þangað ískaldan janúardag og var í fyrsta skipti fylgt af hópi öryggislögreglumanna vissi hún, að í framtíðinni myndi umheimurinn fylgjast spenntur með hverju fótmáli hennar. Og allt í einu uppgötvaði hún, að hún átti óvini. Margt fólk stytti sér stundir við að fullyrða að hún væri heimsk, að hún vissi ekki annað um stjórnmál en það, að John væri beztur. Margir sögðu einnig að hún væri „snobbuð“ og hégómleg. Og allt í einu æptu blöðin, að Jackie vildi fá skilnað! Maður gat lesið í þeim, að tengdafaðir hennar neyddi hana til að halda kyrru fyrir hjá John. Það var bara ein einasta manneskja, sem vissi hve Jackie tók þetta slúður nærri sér. Það var maðurinn hennar, John. Hann vissi hve hugrökk hún var. Hann vissi að hún hafði þegar aðlagað sig sínu nýja verkefni og var orðin því vaxin. (Næst: Verður hún nú rithöfundur?). Illinning . . . Framhald af bls. 10. Hún sneri sér við og nú flóði andlitið í tárum: — Þegiðu — bað hún, þeg- iðu... Eins og þér þóknast, einhver hlaut þó að segja þér þetta, svo þú rankaðir við þér. Hann snerist á hæli og fó og Sólveig hljóp út á götuna. Hún eigraði nú um göturnar í rigningu og allt hringsnerist fyrir augum hennar. Hin skýra mynd Kurts hafði dofnað í huga hennar. Fram að þessu hafði hún trúað staðfastlega á heiðarleik Kurts. En nú fór ýmislegt að rifjast upp fyrir henni sem bent gæti til þess að Kurt hefði verið henni óti’úr. Hún hafði jafnvel einu sinni beðið hann um skýringu og hann hafði haft hana á reiðum höndum og hún ti'úði honum. Og eftir það trúði hún honum eins og nýju neti. Og frá því Kurt beið bana í bílslysinu, hafði aldrei hvarflað að henni efasemd um einlægni Kurts. Hann hafði svarið henni að í hans augum væri engin önnur en hún ... Efasemdirnar vöknuðu ekki fyrr en þetta kvöld þegar þess- ari hræðilegu uppljóstrun var slengt framan í hana og fyllti hana bræði og örvilnun. Og nú þegar hún var vör við efasemd- ir í huga sér, fór skriðan af stað. Ægileg afbrýðisemi fyllti sál hennar, hún rambaði á barmi tortímingar. Hún varð að hitta einhvern að máli. Einhvei’n sem gæti hjálpað henni og stutt hana. Einhvern sem gæti lýst Emil ósannindamann svo minningin varðveittist jafn hrein og áður — minningin um Kurt. Það var ljós í glugga Jörgens. Hún studdi á dyrahnappinn og um leið og hann kom til dyra spurði hún: — Jörgen, þú verður að segja mér — hreinskilnislega — var Kurt ekki eins og ég hafði ímyndað mér að hann væri? Hún tók eftir glampanum í augum hans sem á samri stundu kom upp um hann. — Auðvitað var hann það, Sólveig, hvað annað? Hvernig gætiiðu efast um það? — Það stendur ekki heima, Jörgen. Þú lýgur. Segðu mér sannleikann! Rödd hennar varð hörð og titrandi. — Ég grát- bæni þig, Jörgen. Emil sagði mér í kvöld að Kurt hefði verið mér ótrúr. Er það rétt? Jörgen vék undan augnaráði hennar. Hann snerist í hring og fór að ganga um gólf í herberg- inu sínu en þangað hafði hann boðið henni. — Úr því þú á annað borð veizt það, Sólveig, já, Kurt var ekki þess virði að eiga þig. Hann hikaði og bætti svo við: Ég gæti myrt Emil fyrir þetta sem hann hefur gert þér. Þú trúðir á Kurt og hvort sem það var rétt eða rangt af þér. Enginn veit hvort það var satt sem um hann var sagt en þú trúðir á hann. — Já, ég gerði það ... Hún leit niður. Sál hennar var hrunin í rúst. Hún fann að Jörgen kom nær henni. — Þú hefðir ald'rei átt að fá vitneskju um þetta, sagði hann stillilega. Hún leit upp: — Þú verður að fyrirgefa mér komuna, Jörgen, vertu sæll. Ég er farin. Henni datt ekki í hug að hann hefði átt að fylgja henni heim eins og allt var í pottinn búið. Og rigningin að auki. En hann sneri aftur að lestrinum. Það var ekki fyrr en hún var næstum hlaupin í fangið á ein hverri mannveru sem stóð fyrir dyrunum úti að ljós rann upp fyrir henni. — Emil! hrópaði hún upp yfir sig. Hann hélt fast um axlir henni og neyddi hana til að hlusta á sig: — Sólveig, ég vil biðja þig fyrirgefningar, hvort sem þú hatar mig eða ekki og þó þú hatir mig allt þitt líf. Ég sagði þetta í fljótfærni og æsingi og hafði ekki taumhald á tungu minni. Mér þykir það mjög leitt. Hún losaði sig úr örmum hans og gekk hægt af stað og hann fylgdi henni eftir. Sálin var enn í rúst en þó var eins og nýr sproti væri að fæðast. — Vertu ekki að sjá eftir þessu, Emil. Ég veit ekki nema ég hafi haft gott af þessu. Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIDJAIM H.f. Skúlagötu 57. — Sími 23200. Kannski ætti ég að vera þér þakklát. Ég veit ekki. — Það hefur verið hryggi- legt að sjá þig, Sólveig, hagði hann hægt, Þú syrgðir. Þig dreymdi það sem var að eilífu glatað. Og ég sem ann þér hug- ástum, hvað átti ég að gera? Var það ekki lítilmannlegt að ráðast að látnum manni? Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Árangurinn þekkir þú. — Við dönsuðum, skemmtum okkur, vorum í sífellu á flótta undan því sem ég þráði mest — kyrr- látari, gagnkvæmari ást þar sem við gætum fundið hvort annað. Hún lyfti höfði. — Hefur þér einnig liðið þannig? — Mér hefur liðið verr en þú hefur ímyndað þér. Og í kvöld þoldi ég ekki lengur mátið. Sólveig — reyndu — reyndu að fyrirgefa mér... reyndu að skilja mig. — Ég held ég geri hvort- tveggja, Emil. Og þú vei’ður líka að reyna að skilja mig og umbera mig þar til ég er búin að átta mig á þessu. Viltu það? — Alltaf, Sólveig. Hún smeygði höndinni í handarkrika hans og þau gengu saman út í næturkyrrðina án þess að tala margt. En tilfinn- ingar og nýjar hugsanir skutu rótum. Draumur hafði fallið í rúst — án þess að rætast. Úr í’ústunum óx nýr gróður ástar, vonar og haminviu. FALK.I NN 29

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.