Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Page 30

Fálkinn - 10.08.1964, Page 30
LITLA SAGAIM EFTIR WILLV BREINHOLST IR! U R! Ekkja Kildrelunds loðkápu- framleiðanda, hin umfangs- mikla frú Hild Kildrelund loð- kápuframleiðandi bjó með börn- um sínum tveimur í háreistri súlumprýddri yfirstéttarvillu í útjaðri bæjarins. Morgun einn árla meðan fúrin lá enn í bóli sínu undir æðardúnssænginni og hafði dregið hana upp yfir axlir, var barið hógværlega að dyrum og stofupían Anna bar inn hraðbréf á silfurbakka. — Sefur frúin? Frúin hallaði höfðinu lítið eitt, — Hvað viljið þér, Anna? spurði hún syfjulega og gaut augunum þreytulega á klukk- una á náttborðinu. — Jú, sagði Anna, það er hraðbréf frá héraðsfógetanum í Tudstrup. Frúin reis upp við dogg. Ekk- er var henni svo á móti skapi og að vera vakin svona í býtið á morgnana. Klukkan var tæp- lega tíu. — Opnið það, sagði hún stutt í spuna. Anna opnaði 3keytið og rétti það húsmóður sinni í rúminu. Frúin tók á móti því með syfjulegum geispa og fór að lesa. í bréfinu stóð þetta: „Kæra frú! í fyrsta sinn sem mér gafst kostur á að skrifast á við yður, var þá er þér bjugguð hér í sumarlystihúsi yðar í Tudstrup Hegn ásamt með sonum yðar tveimur, Svend og Knud. Nú munu sex ár liðin. Eins og yður sjálfsagt rekur minni til, varð Svend til þess, þá sjö ára að aldri, að bana einni nythæstu mjólkurkúnni minni með riffli og út af þessu einstæða veiði- mannaafreki hins unga drengs spunnust nokkur bréfaviðskipti. Næsta sumar varð Scháfer- hundur yðar, Fylla, fjórum ám mínum að bana og þar eð hvorki þér né Fylla virtust hafa áhuga á að útvega múl, skipt- umst við enn á nokkrum bréf- um og höfðum sama hátt á þegar Knud sonur yðar, ásamt nokkrum jafnöldrum sínum, notuðu einn heystakk minn fyr- ir bálköst á Verzlunarmanna- helginni en nokkrir neistar úr því báli kveiktu einnig í drátt- arvél sem þar stóð hjá. Næsta sumar skrifuðumst við í tilefni af því að Knud hafði farið reynsluför í nýkeyptum lúxusbíl yðar og verið svo óheppinn að aka honum gegn- um stálvírsbúr á landareign minni og varð það fimm gæsar- ungum að aldurtila Sumarið þar á eftir höfðum við ekki samband okkar á milli nema hvað þér hringduð til mín eitt sinn og lýstuð fyrir mér hvílík ógn og skelfing mundi dynja yfir mig og minn búskap, ef ég brygði ekki skjótt við og stútaði kvígukálfi einum, sem hafði rutt sér braut hálfa leiðina inn í svefnherbergi yðar. Þér höfðuð sterk orð um það ábyrgðarleysi að ég tjóðraði ekki nautpening minn betur og þá fyrst lauk símtalinu þegar eigandi kvígukálfsins, Mikkel- sen bóndi í Norðurgarði, birtist og fjarlægði kálfinn. í fyrrasumar hafði ég aftur þá ánægju að skiptast á — við skulum kalla það orðsendingar — við yður. Eins og þér ef til vill munið var tilefnið ekki annað en það að synir yðar, dulbúnir sem hinir hræðilegu bófar úr Villta vestrinu Hopa- long Cassidy og Davy Crockk- ett, réðust í hrossastóð mitt með slöngvivað, og hröktu þannig kynbótahestinn Príns ofan í skurð þar sem hann lét líf sitt. Á hestasýningunni árið áður hafði Prins borið sigur af hólmi og fengið heiðursverðlaun hjá Hrossaræktarsambandi Nebel- söds-héraðs. Loks átti ég bréfaviðskipti við yður um haustið skömmu eftir að þér og synir yðar höfðu yfirgefið sumarbústaðinn og voruð flutt í bæinn á ný. Til- efnið var það að Svend og Knud höfðu með baunabyssu brotið sautján rúður í fjósi mínu og ennfremur með boga lagt að velli þrjár hænur, í einni Hróar hattar-leifturárás á bæinn minn. Loks birtust þeir hér í gerfi sioux-indíánanna Svarta fótar og Hvíta skýs og tóku eiginkonu mína til fanga og bundu hana við brunnpóst- inn í því skyni að dansa stríðs- dans í kringum hana og þar á eftir sörguðu þeir úr höfuð- leðri hennar nokkra þumlunga með bitlausum búrhníf og lögðu síðan á flótta æpandi og gól- andi í gegnum hveitiakra mína. Þegar ég nú skrifa yður á nýjan leik, kæra frú Kildre- lund loðkápuframleiðandi, geri ég það til þess að enginn geti borið mér á brýn að ég hafi í hefndarskyni fyrir einhverja af ofannefndum ástæðum látið undir höfuð leggjast að rækja skyldur mínar sem góður ná- granni og tilkynna yður, svo þér getið gert nauðsynlegar ráðstafanir þar að lútandi, að kæra frú, sumarbústaður yðar Sténdur í Ijósum logum.“ 30 f- ALK.INN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.