Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Qupperneq 37

Fálkinn - 10.08.1964, Qupperneq 37
braut umkringdri frosnum ökrum, sem virtust vera eins harðir og járn. Flugmaðurinn, Tim og ég klifruðum út og gengum í vindinum í átt að klúbbnum. Eitt sinn hafði hann verið hús einhverrar fjölskyldu, herrasetur í Tudor-stíl, með tré umhverfis, vel hirtan garð og klúbbflaggið blakti í hálfa stöng. „Það er alltaf í hálfa stöng," sagði Tim. „Þeir eru alltaf í þess konar skapi. Ég held að klúbbformaðurinn sé þunglynd- ur.“ Þegar við vorum komin inn í húsið, sem angaði af húsgagna- áburði gengum við eftir viðar- klæddum gangi í átt að barn- um, sem var í herbergi með skíðlogandi arni. Barþjónninn var þegar farinn að bera fram drykkina handa tveimur áhuga- lausum mönnum. Tim keypti viskí handa okkur þremur. Ég þurfti svo sannar- léga á mínu að halda. Ég sat við eldinn, með Riette í kjölt- unni, drakk viskíið og borðaði skinku-samloku. Eftir nokkra stund fylgdi Tim mér út og ók mér til næstu stöðvar. „Þá erum við komin! Þetta var ekki sem verst, eða hvað? Eitt smyglað barn, hegning, gæti ég trúað væri hundrað punda sekt, eða ef til vill nokk- urra daga fangelsi. Leikkonur kosta meira. Blessuð." „Vertu sæll. Og þakka þér fyrir.“ „Það var ekkert, ég myndi gera þetta, hvenær sem væri!“ sagði hann og brosti svo skein í hvítar tennurnar. Hann vink- aði um leið og hann ók burtu. Auk peninganna, sem ég hafði fengið hjá tvíburunum, var ég með tuttugu pund, sem Morrie hafði endilega viljað l'ána mér. „Lána“ var orð, sem hann notaði. Ég vissi fullvel, áð hann meinti „gefa“. Ég keypti miða til Lundúna, og brátt rann lestin inn á stöðina. Ég fékk mér sæti í auðum klefa með barnið, töskuna mína óg þungar hugsanir. Veðrið var einna líkast því, þegar maður hefur allt í einu slökkt ljós, ef það var borið saman við veðrið í landinu, sem ég var að koma frá. Febrúar- næðingurinn lék um allt. Himininn sýndist snerta trjá- toppana. Hér og þar sáust bændur við vinnu sína við bóndabæina, en þeir voru ekki allt of áhugasamir. Ég hugsaði til tvíburanna, baðaðra í sól, þar sem þeir voru að moka heyinu upp á kerruna. Sólskin- ið, mimósurnar, biáar hæðir, og ég hafði búið þetta allt til. Og Alex. Hugsunin um hann, sem ég hafði af ásettu ráði ýtt til hliðar, náði nú algerlega yfir- höndinni í mollulegu loftinu í vagnklefanum. Guði sé lof, ég hafði eitthvað í örmunum. Var það þess vegna, sem ég hafði stolið Riette. Alex var sú manngerð, sem ég hafði ekki kynnzt áður og fyrr. Ég hefði einfaldlega ekki haft tækifæri til þess að hitta hann. Þegar Dot var ung stúlka og kom til London til þess að hefja lífsferil sinn í ríkum hjónaböndum, hafði hún með glaðlyndi sínu dregið til sín fólk, sem líkt var henni sjálfri. Miðstéttarfólk, sem elskaði lífið og átti nóg af peningum. Fjör- ugt fólk, sem alltaf var að skemmta sér. Þetta höfðu líka verið vinir, og ég hafði fallið inn í hópinn. Svo hvernig gat ég skilið alvarlegan lækni, sem hugsaði um starf sitt eitt? Mér leið jafn- vel illa stundum af því einu, hvernig Alex leit til mín. Eins og ég væri svolítið lauslát. Hann hafði látið mig finna til sektartilfinningar, eins og ég skuldaði einhverjum eitthvað. Þegar ég tók Riette að mér, hafði það verið til þess að koma í veg fyrir, að honum fyndist lítið til mín koma, til þess að greiða skuld; í stuttu máli, til þess að honum líkaði við mig. Hann brosti ekki af fúsum vilja. Maður varð þakk- látur og undrandi, þegar hann lét grindurnar, sem hann hafði reist umhverfis sjálfan sig, falla. Hann var líka hrokafull- ur. Hann spurði aldrei um álit annarra. Hann sagði einungis, hvað honum sjálfum fannst. Hvernig var hægt að elska ein- hvern, sem var svo skotheldur? Það var nauðsynlegt, ef maður elskaði mann, að honum gæti sárnað, og hann gæti gert vit- leysur. Það gerði Alex aldrei. Nema áður og fyrr, og svo hvað snerti Gillian Hames. Hún hafði verið nærstödd, þegar hneykslið varð, svo hún vissi hið versta um hann. Ef til vill var hann henni þakklátur fyrir, að henni skildi enn geðjast að honum, vitandi hvað hann hafði gert. Mér varð illt við tilhugsunina um, að hann gæti verið Gillian þakklátur, eins og hana hungraði í aðdáun og jafn eigingjörn og hún var. Hann hlýtur að elska hana. Framkoma hans, sem hafði breytzt svo í minn garð eftir að hún kom og svik hans gagn- vart Riette sönnuðu það, að hann elskaði hana. Við fórum í gegnum hverja Tapslagur á tapslag. Það kann ef til vill að hljóma einkennilega, að oft er hægt að vinna tvo til þrjá slagi á því að gefa slag. En það er nú samt staðreynd að reyndir bridgespilarar þekkja vel hver áhrif það getur haft að gefa „tapslag á tapslag“ eins og það heitir á slöku, íslenzku bridgemáli. En hvað um það, við skulum líta á eftirfarandi spil og sjá hver áhrif það hefur. Suður gefur, allir á hættu. A 8-5 V D-10-8-5-4-2 ♦ A-7-3 * D-6 * G-4-2 V 6 * K-D-l 0-8-4 * Á-K-9-3 A D-10-6-3 V 7 ♦ 6 * G-10-8-7-5-4-2 A A-K-9-7 V Á-K-G-9-3 ♦ G-9-5-2 •fc Ekkert Sagnir: Suður Vestur Norður Austur IV 2 4 4 V pass 6 V pass pass pass Vestur spilar út laufakóng. Auðvitað er það fyrsta tak- mark hvers bridgespilara að vinna sögn sína. Stundum er útlitið svart, en þá er að reyna í framþróun spilsins að fá þýðingarmiklar upplýsingar um spil mótherjanna og hvort vinningsmöguleiki leynist ekki einhvers staðar. Og þetta spil er hægt að vinna, en hvernig? Það eru greinilega tveir tapslagir í tígli, en annar verður að hverfa. Einu getur Suður gengið út frá, að Vestur eigi að minnsta kosti fimm tígla og hann á lauf með ás og kóng í broddi fylkingar. Hann getur því ekki átt mörg spil I hálitunum. Þessar ályktanir eru mjög þýðingarmiklar fyrir sagn- hafa og gefa honum tækifæri til að vinna sögnina. Spaða- liturinn er spurningin. Hafi Austur fleiri, vinnst sögnin. Suður trompar því laufakóng og undirbýr lokastöðu spilsins. Eftir að hafa tekið tromp einu sinni, spilar Suður ás og kóng í spaða, trompar spaða í blindum og tekur tígulásinn til þess að ná eina tíglinum, sem Austur hefur. Síðan er laufadrottning trompuð heima. Og nú er lokaspilið fengið. Suður spilar spaðaníu og þegar Vestur sýnir eyðr. er tígli kastað frá blindum. Austur verður að vinna á spaða- drottningu og þar sem hann á ekkert nema lauf eftir verður hann að spila þeim lit í tvöfalda eyðu. Það gefur sagnhafa færi á að trompa heima og kasta síðasta tíglinum frá blind- um. Suður gaf þarna slag á spaða, sem hann þurfti ekki að gefa, en vann í staðinn tvo slagi. Suður kastaði tapslag á tapslag. FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.