Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Blaðsíða 38

Fálkinn - 10.08.1964, Blaðsíða 38
stöðina á fætur annarri og lögð- um aftur af stað með snöggum kipp. Úthverfi Lundúna, strjál- býl og tvístruð, byrjuðu að koma i ljós, bílar, sem mjök- uðust hægt áfram, og hlýlega klætt fólk, sem reyndi að verj- ast kuldanum. Kuldinn náði inn í vagninn, og upphitunin virt- ist ekki vera í lagi. Ég opnaði töskuna mína og náði i hitt sjalið, sem Riette átt'i og vafði því vandlega utan um hana, svo nú varð hún meiri um sig en nokkru sinni fyrr, fyllti út í fang mitt og angaði af hreinni og hlýrri ull. Lestin renndi sér inn í Char- ing Cross stöðina. Þrátt fyrir peningana, í buddunni minni, lét ég sem ég sæi ekki bílana og tók í þess stað strætisvagn. • Ég reyndi að hugsa ekki. En rómantískar raddirnar af hljómplötunum, sem leiknar voru í útvarpið, orð elskend- anna, söngvarnir og andvörpin fundu að lokum hljómgrunn hjá mér. Ég hafði aldrei verið ástfangin áður. Mér féll það illa. Þetta var ferðalag með stöð- ugum ofsjónum. Hvert sem ég leit sá ég Alexis. Maður fór yfir götuna hjá umferðarljósi. Hár, þéttvaxinn, með nákvæm- lega sömu axlirnar. Þetta var vissulega Alex! Þarna var hann að fara inn í búð, og þarna aftur og hjólandi þótt ótrúlegt væri. Maður, sem ruddi sér leið í gegnum stræíisvagriinn var Alex. Ég sá hortum tvisvar sinnum bregða fyrir á hraðri ferð eftir hliðargötu. Þarna var Alex í bíl, þykkar hendur hans lágu á stýrishjólinu. Og sjáið þið! Hann stóð fyrir framan mig, og sneri að mér bakinu. Ég þekkti hvert hár á höfði hans, þegar hann beygði sig áfram til þess að læsa bílnum sínum. Það var eins og ég væri að verða brjáluð. IILAlllfl DAGUR er víðlesnasta blað sem gefið er út utan Reykjavíkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Áskriftasími 116 7. ÐAGUR 38 FÁLKI.NN Ég hristi höfuðið, til þess að vekja sjálfa mig og leit svo niður á Riette. Þegar ég hreyfði höfuðið kannaðist hún við hreyfinguna og brosti til mín, svo mér hlýnaði um hjartaræt- urnar. Kaldur vindur blés yfir torg- ið hennar Ellie með blaðlaus- um trjánum. Ég skjögraði áfram og barnið og taskan urðu þyngri og þyngri við hvert skref. Ég verð alltaf áköf, þegar ég hreyfi eða ber eitthvað þungt. Ég hélt að ég myndi aldrei ná til þrönga inngangs- ins og steintrappanna við úti- dyr Ellie. Ef til vill var hún ekki heima. Ég hringdi bjöllunni. Dyrnar opnuðust og þarna stóð hún, og magurt andlitið varð að einu brosi. —v— „Það er yndislegt að sjá þig,“ sagði Ellie í tuttugasta sinn. Við vorum að fá okkur te. Vetrar- dagurinn var liðinn, og það var komið kvöld, og við settumst við eldinn, sem hlaut að hafa logað stanzlaust í marga daga. Hann var eins mikill hluti af herberginu og mahogani- borðið þar sem Harold fór yfir prófin, og bækurnar, sem stafl- að var upp undir loft við hlið- ina á arninum, og brjóststyttan af einhverjum nafnlausum Grikkja, sem notuð var eins og bókastoð. Ellie stökk á fætur og fór að arninum til þess að setja ketil- inn í samband. Ég mundi eftir öðru skipti, þegar ég hafði setið hér, og Ellie hafði líka búið til te handa okkur. Hún hafði sætt sig við komu mína, við barnið, og söguna um það hvers vegna ég hefði farið frá Frakklandi og hafði hlustað á allt logandi af áhuga. Það varð ekki hjá þessu komizt, sagði hún. Hún hafði alltaf vitað að ég myndi koma aftur. „Ekki með barn, auðvitað," bætti hún við og hló. Við töluðum minnst um Ri- ette. Ég sagði henni ekki, að ég hefði smyglað Riette ólöglega inn í landið, og sagan, sem ég bjó til um, það, að Alex hefði gefið mér leyfi til þess að hugsa um barnið enn um sinn var henni nægileg. Ellie var sam- bland af forvitni og óná- kvæmni. „Ég held þú hafir verið dá- lítið hrifin af þessum dökkleita lækni,“ sagði hún, og greip fram í fyrir mér, þegar ég var að segja henni frá barninu.. „Ég held bara, að þú viljir ekki tala um hann.“ Hún brosti til min, saklaus eins og kettling- ur. Hún rétti mér bolla af há- rauðu tei, sem hafði næstum því kæft mig. Þegar ég fór aftur að tala um Riette, ýtti hún málefninu frá sér eins og próf- spurningu, sem kennarinn gat sjálfur skýrt síðar. Ég spurði hvernig lífið hefði gengið í London. „Það hefur verið þokusamt hérna.“ „Nokkrar fréttir af kunningj- unum?“ „Þú hefur auðvitað frétt af Joe?“ „Hvað um Joe?“ „Mér þykir gaman að geta sagt einhverjar fréttir líka. Joe er í þann veginn að ganga að eiga stúlku frá Suður-Ame- ríku.“ „Haltu áfrarn." „Þú virðist ekki hafa mikinn áhuga á að heyra um hann.“ „Víst hef ég áhuga á því, það er bara .. . það er bara orð- ið svo langt síðan.“ „Fjórir mánuðir. Hún veltir sér í peningum, ein af þessum kinnfiskasognu, dökku fegurð- ardísum. Þetta kom í blöðun- um. Hann ætlar að búa í Rio. Það kom mynd af honum. Hún var tekin út á Lundúnaflug- velli, þar sem hann leit mjög svo undarlega út.“ „Það er bara vegna þess, hve löng og mjó augu hann er með.“ ,JÞau voru að minnsta kosti nógu stór til þess að sjá ávísana- heftið þitt, kæra vinkona.“ Ég heyrði Harold snúa lykl- inum í skránni og Ellie hljóp út og kallaði. „Hver heldurðu að sé kominn!“ Hann kom inn, breiður og stuttur eins og klettur. Hann vafði mig örmum og kyssti mig föðurlegum kossi, sem angaði af tóbaki. „Jæja, jæja, jæja. Krónprins- inn. Eyðsluseggurinn.“ Þegar kvöldið var liðið, bjuggu þau um mig í sófanum, og Riette svaf í burðarkörf- unni sinni á borðinu. Þau kysstu mig bæði góða nótt. Það voru aðeins eftir glæðurn- ar í arninum. Ellie hafði skilið vínglösin okkar eftir, þar sem þau voru, og tóm vínflaskan stóð líka í stofunni. Ég stakk púða undir höfuðið og starði í glæðurnar. Ég hugs- aði um Alex. Það var nú ekki eins og hann hefði einhvern tíma tilheyrt mér. Það hafði ekki verjð um neitt ástarævin- týri að ræða, þessa mánuði, sem við höfðum verið saman og ekki heldur um neina fram- tíð. Hann hafði alltaf verið ná- lægur, verið ástæða til þess að mig langaði að fara á fætur og vinna. Ég hafði litið á hann eins og nokkurs konai- guð. Það var rangt að líta á mann á þennan hátt, en hefðu einhverjir boðizt til þess að slökkva ljósið, sem umvafði hann í mínum augum, hefði ég hafnað því tilboði. Það var sorglegt að elska hann. Ástin varð full af þrá og sökn- uði. Tár komu í augu mér, og runnu niður kinnarnar og skildu eftir sig lækjarfarvegi og rendur eins og rigningardrop- ar á gluggarúðu. Ég var hjá Ellie og Harold í eina viku. Það gekk mikið á, eftir að ég sagði þeim, að ég ætlviði að fá mér vinnu á ein- hverju heimili. „Ætlarðu að vira vinnu- stúlka!" endurtók Ellie og hnyklaði brýrnar. „Þær eru eltki kallaðar það, heldur heimilishjálp.“ „Þú ert brjáluð. Finnst þér það ekki Harold?“ „Nei, nej, við skulum leyfa henni að ijúka .máli sínu,“ sagði Harold, og reykti pípuna sína sitjandi í hægindastólnum fyrir framan arininn. „Þið viljið bæði, að ég læri að verða einkaritari, en ég verð að fá vinnu, þar sem ég get haft Riette hjá mér. Ég hef verið að lesa auglýsingarnar í blaðinu, sem Genevieve var vön að kaupa, þegar hún þurfti á nýrri ráðskonu að halda. Allir virðast þurfa á heimilisaðstoð að halda." „Martine,“ sagði Harold, og þaggaði niður í Ellie, „er þér alvara, að þú ætlir að halda barninu? Ég get ekki ímyndað mér, hvað þessi læknir hefur verið að hugsa, þegar hann leyfði þér að fara með hana hingað. Já, hvernig var það annars, léztu setja hana inn í vegabréfið þitt? Hvaða leyfi hefur þú til þess að hafa þetta barn í þinni umsjá?" „Hún er ekki þetta barn, Harold, hún þeitir Riette.“ „Fyrirgefðu. Riette, þá.“ Ég skammaðist mín fyrir, hvað ég hafði verið ruddaleg, þegar ég heyrði, hve kurteislega hann svaraði mér. „Ég sagði ykkur þetta. Mun- aðarleysingjahælið hafði ekki rúm fyrir hana, og læknirinn varð að fara í burtu, svo ég kom með hana hingað um stundarsakir. Ég hef öll nauð- synleg leyfi.“ „Það er nú allt gott og bless- að...“ Framh. á bls. 40.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.